Innlent

Vilja úttekt á flutningi flugs

Samgöngunefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til að gerð verði flugtæknileg, fjárhagsleg, öryggisleg og hagsmunaleg úttekt á því að hvort færa eigi miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni og byggja upp flugvöll á stórhöfuðborgarsvæðinu, sem sátt gæti náðst um á landsvísu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi nefndarinnar í dag. Með stórhöfuðborgarsvæðinu er einnig átt við Keflavík þannig að kostir þess að flytja flugið þangað verða einnig skoðaðir. Viktor B. Kjartansson, landsfundarfulltrúi og einn af stofnendum samtakanna Flugkef sem vilja að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur, segir að varnarsigur hafi unnist á landsfundinum því í drögum að ályktun um innanlandsflugið hafi Keflavík verið útilokuð sem miðstöð innanlandsflugs. Álytkun samgöngunefndar Landsfundarins er svohljóðandi: „Stóraukin notkun á flugi til samgangna, ásamt úitboði á flugþjónustu til jaðarbyggða hefur skapað þá stöðu að innanlandsflugið blómstrar. Endurbyggður Reykjavíkurflugvöllur gegnir þar lykilhlutverki og undirstrikar mikilvægi höfuðborgarinnar sem miðstöðvar innanlandsflugs. Í ljósi mikillar umræðu um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins ályktar landsfundur að gerð verði flugtæknileg, fjárhagsleg, öryggisleg og hagsmunaleg úttekt á því að hvort færa eigi miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni og byggja upp flugvöll á stör-höfuðborgarsvæðinu, sem sátt gæti náðst um á landsvísu. Ein af skyldum höfuðborgarinnar er að tryggja gott aðgengi allra landsmanna að þeirri þjónustu sem þar hefur verið byggð upp og er þá sérstaklega horft til stjórnsýslu, menntastofnana og heilbrigðisþjónustu.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×