Innlent

Vilja stimpilgjöldin burt

Sjálfstæðismenn vilja að stimpilgjöld verði felld niður í núverandi mynd. Þetta er meðal efnis í ályktun landsfundar sjálfstæðismanna í húsnæðismálum sem samþykkt var í gær. Fyrir fundinum lágu drög að ályktun í sama málaflokki þar sem einungis var gert ráð fyrir því að fella bæri stimpilgjöld niður þegar aðstæður leyfðu. Landsfundargestum virðist sem þar með hafi ekki verið nægilega vel gert og var því textanum breytt á þann veg að fella bæri gjöldin niður hið fyrsta. Talsvert var rætt um niðurfellingu stimpilgjalda á alþingi á síðasta ári í tengslum við mikla aukningu í uppgreiðslu lána, sem kom í kjölfar hærri lána banka og Íbúðalánasjóðs, en þá kvaðst Geir H Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, ekki sjá ástæðu til að fella gjöldin niður eins og ástatt væri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×