Innlent

Forsendur kjarasamninga ræddar

Fulltrúar Verkalýðshreyfingarinnar og fulltrúar Samtaka Atvinnulífsins munu í dag ganga til fundar við forystumenn ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðinu þar sem forsendur kjarasamninga verða ræddar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra greindi frá því á fundi með fréttamönnum í síðustu viku að eftir óformlegan fund hans og fulltrúa Alþýðusambands Íslands hefði hann ákveðið að boða aðila vinnumarkaðar á sinn fund til viðræðnanna. Forsendur kjarasamninga eru nú brostnar, að mati fulltrúa stéttarfélaganna, og því mun koma í ljós á næstunni hvort samið verður um viðbót við samninginn fyrir launafólk eða hvort samningum verður sagt upp frá og með áramótum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×