Innlent

Skoða reglur einkavæðingarnefndar

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp til að skoða verklagsreglur einkavæðingarnefndar og athuga hvort ástæða sé til að breyta þeim. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis. Ákvörðun um skipun nefndarinnar er tekin innan við mánuði eftir að Umboðsmaður Alþingis sendi forsætisráðherra bréf þar sem hann óskaði svara við því hvort til stæði að leggja fram lagafrumvarp með almennum reglum um undirbúning og ákvarðanatöku við einkavæðingu. Þá spurði Umboðsmaður til að til stæði að gera reglur um einkavæðingu og stöðu þeirra sem að henni koma skýrari en nú er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×