Innlent

Á rétt á tæpum 2 milljónum

Laun Seðlabankastjóra voru nýlega hækkuð um 15 prósent og hækka um önnur 10 prósent á næsta eina og hálfa ári. Laun Davíðs í Seðlabankanum eru 1.354.000 krónur en auk þess hefur hann rétt á eftirlaunum sem nema 334 þúsund krónum nú þegar en rúmum 732 þúsundum undir lok ráðningartímabilsins, sem er sjö ár. Ef Davíð þiggur eftirlaun ofan á seðlabankastjóralaun sín mun hann því fá greiddar 1.688.000 krónur úr ríkissjóði mánaðarlega í upphafi ráðningartímabils síns. Ekki hefur fengið staðfest hvort hann hyggist þiggja eftirlaun. Undir lok ráðningartímabilsins hefur skerðing eftirlauna vegna aldurs minnkað og ef hann þiggur eftirlaunin ofan á seðlabankastjóralaunin, sem þá hafa hækkað um tíu prósent, mun hann fá greiddar rúmar 2,2 milljónir á mánuði í laun og eftirlaun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×