Innlent

Geta ekki tekið upp evruna án þess að ganga í ESB

 

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, telur hvorki Ísland né Noreg hafa möguleika á að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið.

Samfylkingin hefur sagt að eðlilegt sé að skoða hvort upptaka evrunnar hér á landi sé besta leiðin til að koma í veg fyrir að íslenskt efnahagslíf þurfi áfram að búa við miklar gengissveiflur og háa vexti. Hefur flokkurinn lagt fram þingsályktunartillögu um mat á stöðu og framtíð íslensku krónunnar og óskað eftir því að gerður verði samanburður við þann möguleika að taka upp annan gjaldmiðil hér á landi.

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sem staddur er hér á landi vegna þings Norðurlandsráðs, telur að hvorki Ísland né Noregur geti tekið upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Verði t.d. miklar sveiflur á gengi íslensku krónunnar þannig að það verði veikt, og skapi þannig vanda fyrir útflutningsgreinar í fiskiðnaði, verður Ísland að ganga í ESB til að geta tekið upp evruna, segir Stoltenberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×