Innlent

Sérfræðikostnaður nær tvöfaldast

Aðkeypt sérfræðiþjónusta kostaði ríkið tæpa 22 milljarða króna á árunum 1998 til 2003.
Aðkeypt sérfræðiþjónusta kostaði ríkið tæpa 22 milljarða króna á árunum 1998 til 2003. MYND/Teitur

Kostnaður hins opinbera við kaup á sérfræðiþjónustu nær tvöfaldaðist milli áranna 1998 og 2003 að því er fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar sem unnin var að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingar.

Árið 1998 var keypt sérfræðiþjónusta fyrir 2,7 milljarða króna en árið 2003 var upphæðin komin í 5,2 milljarða króna. Alls nam kostnaður vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu tæpum 22 milljörðum króna á árunum 1998 til 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×