Innlent

Segir útgerðarmenn eina eiga fiskinn í sjónum

Það eru útgerðarmenn einir, en ekki landsmenn allir, sem eiga fiskinn í sjónum, að mati doktors Guðrúnar Gauksdóttur, formanns Rannsóknastofnunar í auðlindarétti.

Þetta kom fram í erindi hennar á landsfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem nú stendur yfir. Hún vísar til eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og bendir á að aflaheimildir hafi öll megineinkenni eignaréttinda.

Þær gangi að erfðum og af þeim sé greiddur erfðafjárskattur sem reiknaður er út á grundvelli markaðsvirðis þeirra. Aðkeypt aflaheimild , eða kvóti, reiknast sem eign í skilningi skattalaga og af henni er greiddur skattur og síðast en ekki síst eru aflaheimildir grundvöllur lánstrausts.

Hún bendir einnig á að eignarréttarákvæði Mannréttindadómstóls Evrópu, en mannréttindasáttmáli Evrópu er hluti íslensks réttar, er hugtakið eign skilgreint víðtækara en hingaðtil hefur verið talið í íslenskum rétti.

Þetta eru rök Guðrúnar Gauksdóttur en bent skal á að Hæstiréttur hefur aldrei skorið úr um þetta atriði og því er enn óklárt hvort sú yfirlýsing í lögum um fiskveiðar, að fiskistofnarnir í hafinu við landið sé sameign allra landsmanna, stenst eða hvort raunveruleikinn er að hún sé séreign útvegsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×