Sundabrautarmálið aftur á byrjunarreit? 3. nóvember 2005 15:08 MYND/Vísir Meirihlutinn í borgarstjórn er kominn aftur á byrjunarreit í Sundabrautarmálinu að mati fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fulltrúi meirihlutans vísar þessu á bug og kennir prófkjörsskrekk um yfirlýsingagleði sjálfstæðismanna. Mikið hefur verið rætt um undanfarin ár hvaða leið eigi að fara í fyrirhuguðum framkvæmdum við Sundabraut. Meðal annars hefur verið rætt um svokallaða landfyllingarleið, eða innri leið, og var bókað á borgarstjórnarfundi í september síðastliðnum að aðalskipulagi Reykjavíkur yrði breytt meðþað að markmiði að sú leið yrði farin. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, var gestur í þættinum Íslandi í bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún að á fundi borgarstjórnar í fyrradag hefðu fulltrúar meirihlutans í borginni snúið frá því sem talað hefði verið um á borgarstjórnarfundinum í september. Málið væri því komið aftur á byrjunarreit að hennar mati. Hanna Birna sagði í samtali við fréttastofuna í dag að bæði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hafi tilkynnt á borgarstjórnarfundinum á þriðjudag að þau teldu nú ekkert fast í hendi hvað Sundabraut varðar og allt eins gæti leið þrjú, eða svokölluð ytri leið, orðið fyrir valinu. Því sé ljóst að eina ferðina enn ætli vinstri meirihlutinn að tefja málið. Stefán Jón segir þetta af og frá. Settir hafi verið fyrirvarar á fundinum í september um samþykki íbúa beggja vegna við Elliðavog, og þeir fyrirvarar séu enn í fullu gildi. Í borgarstjórn í fyrradag segist hann einfaldlega hafa spurt fulltrúa Sjálfstæðisflokks hvort þeir væru til í, ef ekki verði unað við fyrirvarana, að „koma í slaginn að flýta því að fara ytri leiðina." Þannig hafi skapast allur þessi „hasar". Stefán kvaðst þó skilja að sjálfstæðismenn séu taugatrekktir í prófkjörsvikunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Meirihlutinn í borgarstjórn er kominn aftur á byrjunarreit í Sundabrautarmálinu að mati fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fulltrúi meirihlutans vísar þessu á bug og kennir prófkjörsskrekk um yfirlýsingagleði sjálfstæðismanna. Mikið hefur verið rætt um undanfarin ár hvaða leið eigi að fara í fyrirhuguðum framkvæmdum við Sundabraut. Meðal annars hefur verið rætt um svokallaða landfyllingarleið, eða innri leið, og var bókað á borgarstjórnarfundi í september síðastliðnum að aðalskipulagi Reykjavíkur yrði breytt meðþað að markmiði að sú leið yrði farin. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, var gestur í þættinum Íslandi í bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún að á fundi borgarstjórnar í fyrradag hefðu fulltrúar meirihlutans í borginni snúið frá því sem talað hefði verið um á borgarstjórnarfundinum í september. Málið væri því komið aftur á byrjunarreit að hennar mati. Hanna Birna sagði í samtali við fréttastofuna í dag að bæði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hafi tilkynnt á borgarstjórnarfundinum á þriðjudag að þau teldu nú ekkert fast í hendi hvað Sundabraut varðar og allt eins gæti leið þrjú, eða svokölluð ytri leið, orðið fyrir valinu. Því sé ljóst að eina ferðina enn ætli vinstri meirihlutinn að tefja málið. Stefán Jón segir þetta af og frá. Settir hafi verið fyrirvarar á fundinum í september um samþykki íbúa beggja vegna við Elliðavog, og þeir fyrirvarar séu enn í fullu gildi. Í borgarstjórn í fyrradag segist hann einfaldlega hafa spurt fulltrúa Sjálfstæðisflokks hvort þeir væru til í, ef ekki verði unað við fyrirvarana, að „koma í slaginn að flýta því að fara ytri leiðina." Þannig hafi skapast allur þessi „hasar". Stefán kvaðst þó skilja að sjálfstæðismenn séu taugatrekktir í prófkjörsvikunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira