Innlent

Könnun Gallup mjög nálægt niðurstöðum prófkjörsins

Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson og stuðningsmenn hans fagna á laugardagskvöldið.
Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson og stuðningsmenn hans fagna á laugardagskvöldið. MYND/Anton

Vegna umræðu um áreiðanleika kannana fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sendi IMG Gallup frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að niðurstöður könnunar fyrirtækisins á fylgi frambjóðendanna sem sóttust eftir efsta sætinu, hafi verið mjög nálægt úrslitum prófkjörsins. Aðeins munaði einu prósenti á því fylgi sem Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson mældist með í könnuninni og því sem hann fékk í prófkjörinu um helgina. Sömu sögu er að segja af fylgi hins frambjóðandans, Gísla Marteins Baldurssonar. Svarendur í könnun Gallups voru tæplega ellefu hundruð og sextíu talsins á aldrinum 16-75 ára. Um var að ræða símakönnun og var svarhlutfall 61,7 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×