Kom ekkert út úr fundi ASÍ með ráðherrum 8. nóvember 2005 19:31 Það kom ekkert út úr fundi leiðtoga ASÍ með forsætis- og utanríkisráðherra í dag: Engar tillögur, engin úrræði. Fundarmenn voru þó ánægðir með „jákvæðan fund", eins og það var orðað. Verkalýðsforystan leggur áherslu á fjögur atriði í viðræðum sínum við ríkisvaldið: Myndarlegan stuðning við örorkubætur lífeyrissjóðanna svo að ekki þurfi að skerða lífeyrisgreiðslur frekar; tekjutengingu og hækkun atvinnuleysisbóta; framlög til starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu; og lög um starfsmannaleigur til að koma í veg fyrir slæma meðferð á erlendum verkamönnum. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa ekki farið dult með að þeir telji forsendur kjarasamninga brostnar og telur meðal annars miðstjórn ASÍ einsýnt að til uppsagnar kjarasamninga komi að óbreyttu, þ.e. kveði ekki við nýjan tón hjá ríki og atvinnuveitendum í viðræðum um endurskoðun samninganna. ASÍ vill meðal annars að stjórnvöld axli hlut í örorkubótagreiðslum lífeyrissjóðanna, að lög um atvinnuleysisbætur verði endurskoðuð og að atvinnuleysisbætur verði tekjutengdar. Síðdegis gengu svo fulltrúar ASÍ á fund ríkisstjórnarinnar. Eftir að þeir höfðu setið að spjalli í eina og hálfa klukkustund sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, að engin niðurstaða lægi fyrir. Málið hefði þó þokast nær niðurstöðu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði fundinn hafa verið ágætan. Aðalatriðið sé þó hvort náist saman með fulltrúum atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar. Það liggur fyrir að sögn Halldórs að ríkisstjórnin er tilbúin að koma að ákveðn um málum, en þetta séu stór mál. Ákveðnar tillögur eða úrræði virtust miðað við þessi svör ekki hafa verið til umræðu og ekki var á fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar að skilja annað en að þeir væru nokkuð sáttir við það. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Það kom ekkert út úr fundi leiðtoga ASÍ með forsætis- og utanríkisráðherra í dag: Engar tillögur, engin úrræði. Fundarmenn voru þó ánægðir með „jákvæðan fund", eins og það var orðað. Verkalýðsforystan leggur áherslu á fjögur atriði í viðræðum sínum við ríkisvaldið: Myndarlegan stuðning við örorkubætur lífeyrissjóðanna svo að ekki þurfi að skerða lífeyrisgreiðslur frekar; tekjutengingu og hækkun atvinnuleysisbóta; framlög til starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu; og lög um starfsmannaleigur til að koma í veg fyrir slæma meðferð á erlendum verkamönnum. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa ekki farið dult með að þeir telji forsendur kjarasamninga brostnar og telur meðal annars miðstjórn ASÍ einsýnt að til uppsagnar kjarasamninga komi að óbreyttu, þ.e. kveði ekki við nýjan tón hjá ríki og atvinnuveitendum í viðræðum um endurskoðun samninganna. ASÍ vill meðal annars að stjórnvöld axli hlut í örorkubótagreiðslum lífeyrissjóðanna, að lög um atvinnuleysisbætur verði endurskoðuð og að atvinnuleysisbætur verði tekjutengdar. Síðdegis gengu svo fulltrúar ASÍ á fund ríkisstjórnarinnar. Eftir að þeir höfðu setið að spjalli í eina og hálfa klukkustund sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, að engin niðurstaða lægi fyrir. Málið hefði þó þokast nær niðurstöðu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði fundinn hafa verið ágætan. Aðalatriðið sé þó hvort náist saman með fulltrúum atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar. Það liggur fyrir að sögn Halldórs að ríkisstjórnin er tilbúin að koma að ákveðn um málum, en þetta séu stór mál. Ákveðnar tillögur eða úrræði virtust miðað við þessi svör ekki hafa verið til umræðu og ekki var á fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar að skilja annað en að þeir væru nokkuð sáttir við það.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira