Samningar í höfn - eingreiðsla í desember 15. nóvember 2005 18:13 Launþegar fá 26 þúsund króna eingreiðslu strax og 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun eftir rúmt ár, samkvæmt samkomulagi sem náðist nú undir kvöld milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um framhald kjarasamninga. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar verulega, samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem jafnframt kemur að lausn málsins með því létta á örorkubyrði lífeyrissjóða og fleiri aðgerðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir niðurstöðuna draga úr verðbólgu og auka stöðugleikann. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands mættu nú síðdegis í Ráðherrabústaðinn til fundar við þá fjóra ráðherra sem mynda ríkisfjármálanefnd en þar var ætlunin að slá smiðshöggið á þríhliða samkomulag fulltrúa launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds í því skyni að tryggja áframhald kjarasamninga. Uppsögn þeirra vofði yfir þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór yfir þau mörk sem forsendur kjarasamninga miðuðu við. Samkomulagið gerir ráð fyrir að launþegum verði bætt umframverðbólgan með 26 þúsund króna eingreiðslu strax en síðan 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun 1. janúar 2007. Þá kemur ríkisstjórnin að samkomulagi um hækkun atvinnuleysisbóta þar sem lágmarksbætur fyrstu tíu daga hækka í 96 þúsund krónur. Þá eru atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn tekjutengdar þannig að menn fá í allt að þrjá mánuði 70 prósent at tekjum, þó ekki meira en 170 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún mun koma að samstarfi aðila vinnumarkaðarins og lífeyruissjóða um að leita leiða til að draga úr vaxandi örorkubyrði. Hallór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að allir væru fegnir þar sem óvissa hefði ríkt undanfarið. Hann sagði að samningurinn skipti miklu máli fyrir áframhaldandi stöðugleika og hann sagði ríkisstjórnina hafa lagt mikið á sig til þess að halda þeim stöðugleika og að ná samningunum. Honum fannst örorkumálin vega þyngst í framlagi ríkisstjórnarinnar og sagði að mikilvægt væri að semja reglur um það. Hann sagði ríkisstjórnina eiga eftir að útfæra það nánar og að nefnd færi í málið. Halldór sagði þetta koma til með að draga úr verðbólgu. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Launþegar fá 26 þúsund króna eingreiðslu strax og 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun eftir rúmt ár, samkvæmt samkomulagi sem náðist nú undir kvöld milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um framhald kjarasamninga. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar verulega, samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem jafnframt kemur að lausn málsins með því létta á örorkubyrði lífeyrissjóða og fleiri aðgerðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir niðurstöðuna draga úr verðbólgu og auka stöðugleikann. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands mættu nú síðdegis í Ráðherrabústaðinn til fundar við þá fjóra ráðherra sem mynda ríkisfjármálanefnd en þar var ætlunin að slá smiðshöggið á þríhliða samkomulag fulltrúa launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds í því skyni að tryggja áframhald kjarasamninga. Uppsögn þeirra vofði yfir þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór yfir þau mörk sem forsendur kjarasamninga miðuðu við. Samkomulagið gerir ráð fyrir að launþegum verði bætt umframverðbólgan með 26 þúsund króna eingreiðslu strax en síðan 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun 1. janúar 2007. Þá kemur ríkisstjórnin að samkomulagi um hækkun atvinnuleysisbóta þar sem lágmarksbætur fyrstu tíu daga hækka í 96 þúsund krónur. Þá eru atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn tekjutengdar þannig að menn fá í allt að þrjá mánuði 70 prósent at tekjum, þó ekki meira en 170 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún mun koma að samstarfi aðila vinnumarkaðarins og lífeyruissjóða um að leita leiða til að draga úr vaxandi örorkubyrði. Hallór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að allir væru fegnir þar sem óvissa hefði ríkt undanfarið. Hann sagði að samningurinn skipti miklu máli fyrir áframhaldandi stöðugleika og hann sagði ríkisstjórnina hafa lagt mikið á sig til þess að halda þeim stöðugleika og að ná samningunum. Honum fannst örorkumálin vega þyngst í framlagi ríkisstjórnarinnar og sagði að mikilvægt væri að semja reglur um það. Hann sagði ríkisstjórnina eiga eftir að útfæra það nánar og að nefnd færi í málið. Halldór sagði þetta koma til með að draga úr verðbólgu.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira