Innlent

Öryrkjar skora á stjórnvöld að standa við orð sín

Öryrkjabandalag Íslands lýsir yfir ánægju sinni með samkomulag aðila vinnumarkaðarins við ríkisstjórn Íslands en minnir á sama tíma á að ríkisstjórnin hafi ekki enn efnt samkomulag við Öryrkjabandalagið.

Bandalagið fagnar tekjutengingu atvinnuleysisbóta en minnir á að bætur almannatrygginga eru tengdar tekjum með öfugum formerkjum sem veldur því að flestir öryrkjar lenda í fátæktargildru. Öryrkjabandalag Íslands telur eftirtektarvert að ríkisstjórnin ætli á næstunni að verja allt að 1,8 milljörðum króna til þess að létta örorkubyrði af lífeyrissjóðunum. Á sama tíma treysta stjórnvöld sér ekki til að efna samkomulagið við Öryrkjabandalag Íslands frá 25. mars 2003. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að öllu óbreyttu verði mál Öryrkjabandlagsins gegn heilbrigðisráðherra fyrir hönd ríkisins dómtekið þann 29. nóvember.

Öryrkjabandalag Íslands skorar því á ríkisstjórnina að efna nú þegar það sem upp á vantar að samkomulagið hafi verið efnt og komast þannig hjá yfirvofandi málssókn sem mun hafa í för með sér álitshnekki fyrir stjórnvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×