Eitthvað rortið við íslenkt bankaveldi? 23. nóvember 2005 19:30 Er eitthvað rotið í íslensku bankaveldi spyr Skotlandsbanki í nýlegri greiningu sinni á KB banka. Bankinn taki óþarfa áhættu og spurningar vakni varðandi fjármögnun og eignatengsl. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Radings gaf hins vegar KB banka hæstu einkunn í dag og segir horfur í rekstrinum stöðugar. Skotlandsbanki, The Royal Bank of Scotland, tiltekur nokkur atriði varðandi KB banka sem hljóti að vekja menn til umhugsunar. Í fyrsta lagi taki KB banki of mikla áhættu með því að eiga sjálfur hlut í fyrirtækjum, leggja undir hlutafé í stað þess að lána þeim peninga. Í öðru lagi telur greiningardeild Skotlandsbanka fjármögnun KB bankans ekki nógu stöðuga. En Skotarnir halda áfram og segja að skoða beri eignatengsl á milli KB banka, Bakkavarar og Exista þar sem fyrirtækin eigi hvert í öðru, bréf sem hækka og skila hagnaði í bókum allra félaganna. Þá er og bent á að tengsl séu á milli Baugs og KB banka sem hefur fjármagnað útrás Baugs að stórum hluta. Talað er um kærurnar á hendur forsvarsmönnum Baugs en málið er ekki reifað frekar. Skotlandsbanki bendir á að ekkert tengi KB við meint brot Baugsmanna eða að KB muni tapa nokkru fé vegna þeirra en hins vegar sé mörgum spurningum óvarað. Loks bendir Skotlandsbanki á að stærð KB banka kunni að vera honum fjötur um fót. Á meðan sumir telja hann það stórann að hann verði ekki látinn fara á hausinn séu þeir einnig til sem telja hann of stórann til að hægt sé að bjarga honum ef illa fer. Og undirliggjandi er að mati Skotlandsbanka spurningin um hvernig íslensku auðjöfrarnir komist í álnir. Á meðan auður, völd og peningar færast á æ færri hendur séu fleiri og fleiri sem hallast að því að íslenska velgengnisævintýrið sé byggt á sandi. Þótt Skotlandsbanki segist ekki beint geta varað menn við íslensku bönkunum eins og er sem bankinn vill ekki gera upp á milli að svo stöddu, ættu menn þó að hafa varann á og ekki hlusta á bjartsýnustu spár á markaðnum, að minnsta kosti ekki fyrr en stjórnendur hafa útskýrt mál sitt. Við höfum fullan skilning á því að fjárfestar leiti skjóls, segir í niðurlagi greiningar Skotlandsbanka á KB. Svo mörg eru þau orð. Fréttastofu finnst hins vegar rétt að minna á að KB banki hefur úrvalslánshæfni og KB fékk til dæmis hæstu einkunn frá alþjóðlega lánsfyrirtækinu Fitch í dag. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Er eitthvað rotið í íslensku bankaveldi spyr Skotlandsbanki í nýlegri greiningu sinni á KB banka. Bankinn taki óþarfa áhættu og spurningar vakni varðandi fjármögnun og eignatengsl. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Radings gaf hins vegar KB banka hæstu einkunn í dag og segir horfur í rekstrinum stöðugar. Skotlandsbanki, The Royal Bank of Scotland, tiltekur nokkur atriði varðandi KB banka sem hljóti að vekja menn til umhugsunar. Í fyrsta lagi taki KB banki of mikla áhættu með því að eiga sjálfur hlut í fyrirtækjum, leggja undir hlutafé í stað þess að lána þeim peninga. Í öðru lagi telur greiningardeild Skotlandsbanka fjármögnun KB bankans ekki nógu stöðuga. En Skotarnir halda áfram og segja að skoða beri eignatengsl á milli KB banka, Bakkavarar og Exista þar sem fyrirtækin eigi hvert í öðru, bréf sem hækka og skila hagnaði í bókum allra félaganna. Þá er og bent á að tengsl séu á milli Baugs og KB banka sem hefur fjármagnað útrás Baugs að stórum hluta. Talað er um kærurnar á hendur forsvarsmönnum Baugs en málið er ekki reifað frekar. Skotlandsbanki bendir á að ekkert tengi KB við meint brot Baugsmanna eða að KB muni tapa nokkru fé vegna þeirra en hins vegar sé mörgum spurningum óvarað. Loks bendir Skotlandsbanki á að stærð KB banka kunni að vera honum fjötur um fót. Á meðan sumir telja hann það stórann að hann verði ekki látinn fara á hausinn séu þeir einnig til sem telja hann of stórann til að hægt sé að bjarga honum ef illa fer. Og undirliggjandi er að mati Skotlandsbanka spurningin um hvernig íslensku auðjöfrarnir komist í álnir. Á meðan auður, völd og peningar færast á æ færri hendur séu fleiri og fleiri sem hallast að því að íslenska velgengnisævintýrið sé byggt á sandi. Þótt Skotlandsbanki segist ekki beint geta varað menn við íslensku bönkunum eins og er sem bankinn vill ekki gera upp á milli að svo stöddu, ættu menn þó að hafa varann á og ekki hlusta á bjartsýnustu spár á markaðnum, að minnsta kosti ekki fyrr en stjórnendur hafa útskýrt mál sitt. Við höfum fullan skilning á því að fjárfestar leiti skjóls, segir í niðurlagi greiningar Skotlandsbanka á KB. Svo mörg eru þau orð. Fréttastofu finnst hins vegar rétt að minna á að KB banki hefur úrvalslánshæfni og KB fékk til dæmis hæstu einkunn frá alþjóðlega lánsfyrirtækinu Fitch í dag.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira