Innlent

Svör ráðherra ekki fullnægjandi

MYND/Vísir

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ekki gefið fullnægjandi svör við því hvort Byggðastofnun haldi áfram starfsemi, segir formaður Frjálslynda flokksins.

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti í gær tillögur starfshóps sem falið var að fjalla um framtíðarstarfsemi Byggðastofnunar. Í þeim felst meðal annars að lánastarfsemi stofnunarinnar mun halda áfram með óbreyttum hætti á næstunni, þrátt fyrir að eiginfjárstaða stofnunarinnar sé verri en lög gera ráð fyrir. Hins vegar verður skoðað hvort stofnunin eigi að hætta alfarið lánveitingum í samstarfi við banka og sparisjóði, sem láni þá gegn ríkisábyrgðum.

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gefur lítið fyrir þessar tillögur. Hann segir tillögurnar sem ráðherra kynnti óljósar og ráðherra svari því hreinlega ekki hvort Byggðastofnun muni halda áfram starfsemi. Guðjón segir þúsund milljónir hafa verið veittar til að laga stöðu Nýsköpunarsjóðs eftir að hann hafi tapað fé útlánum. Ríkisstjórnin verði, ef hún ætli að styrkja nýsköpun og atvinnustarfsemi í landinu, að gera það jafnt hjá Byggðastofnun og Nýsköpunarsjóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×