Innlent

Búist við jákvæðri rekstrarniðurstöðu hjá borgarsjóði

Hreinar skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur hafa lækkað um 1,4 milljarða króna samkvæmt árshlutauppgjöri sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borgarstjóra segir að rekstrarniðurstaða borgarsjóðs 30. september 2005hafi veriðjákvæð um 743milljónir króna, en samkvæmt útkomuspá verður niðurstaðan í árslok hagstæð sem nemur 549 milljónum.

Lækkun hreinna skulda borgarsjóðs samkvæmt útkomuspánni og frumvarpi að fjárhagsáætlun ársins 2006 nemur um 2,5 milljörðum króna eða liðlega 30 prósentum . Samkvæmt útkomuspá Fjármálasviðs fyrir árið 2005 verður rekstur málaflokka innan fjárheimilda en frávik frá útgjaldaheimildum á árinu 2004 var innan við eitt prósent.

Bætt afkoma verður einnig af rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar. Áætlað var að halli á rekstri hennar yrði 1.029 milljóniren samkvæmt árshlutauppgjörinu er rekstrarniðurstaða samantekins reiknings borgarsjóðs og fyrirtækja í eigu Reykjavíkurborgar jákvæð umrúma sex milljarða.Í tilkynningunni segir að hagstæð gengisþróun hafimest afgerandi áhrif á þá niðurstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×