Innlent

Óskhyggja að stefnubreyting felist í vaxtahækkun Seðlabankans

MYND/GVA

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það óskhyggju hjá forsætisráðherra og utanríkisráðherra að stefnubreyting felist í tilkynningu Seðlabankans um 25 punkta hækkun á vöxtum í síðustu viku. Hún segir þá reyna að friða útflutningsgreinar og ferðaþjónustu.

Ingibjörg Sólrún var gestur í hádegisspjallinu á NFS og þar voru hagstjórnarmálin ofarlega á baugi. Hún sagði hagstjórnarvandann mikinn og aðþað hefði getað orðið afdrifaríkt ef Seðlabankinn hefði ekki hækkað vexti fyrir helgi.Þágagnrýndi húnformenn stjórnarflokkanna fyrir þeirra viðbrögð.Hún sagðist hissa á þeim að rjúka í fjölmiðla og útmála aðgerðir Seðlabankans sem stefnubreytingu. Það væri óábyrgt hjá þeim. Enn fremur taldi hún að ráðherrarnir tveir væru með þessu að senda þau skilaboð til útflutningsgreinanna og ferðaþjónustunnar að þreyja þorrann og góuna. Það væri sterfnubreyting fyrir handan hornið og það væri allt að breytast. Það væri mikil óskhyggja.

Sögusagnir hafa verið á kreiki um ósætti milli hennar og Margrétar Frímannsdóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Hún blæs á þær og segir að þingmenn í hennar liði þurfa að hugsa sinn gang ef þeir breiði slíkar sögur út. Hún segist ekki trúa því fyrr en hún taki á því að nokkur þingmaður flokksins sé þannig innrættur og að sá maður vilji þá Samfylkingunni ekki gott. Ef slíkir menn væru í flokknum ættu þeir að hugsa sinn gang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×