Sagan öll í fréttatilkynningu 1. febrúar 2006 01:39 Það gerðist ýmislegt í heiminum í fyrra. Fáar fréttastofur hafa líklega nokkru sinni lent í verulegum vandræðum á liðnu ári með að finna nógu margar erlendar fréttir til að fylla þann kvóta sem þær skammta tíðindum af heimsbyggðinni. Samt er ekki líklegt að ártalið 2005 verði mikið nefnt í sögubókum framtíðarinnar. Verði ártalið yfirleitt nefnt í almennum bókum um sögu mannsins er hugsanlegt að það verði í samhengi við annað ártal frá 19. öld og þá vegna máls sem vakti takmarkaða athygli þegar sagt var frá því í síðustu viku. Málið var heldur ekki þannig vaxið að auðvelt væri að búa til úr því seljanlega frétt. Þetta var ekki skyndilegur atburður, enginn slasaðist, engir heimsfrægir menn komu við sögu, George Bush sagði ekkert um málið, engar kröfur voru uppi um neyðarfundi og engar hótanir um hryðjuverk. Það vantaði því innihald venjulegra frétta. Þess í stað var um að ræða fréttatilkynningu um þjóðhagsreikninga í Kína. Fréttin var ekki óvænt í ljósi þess að endurskoðun á reikningum þar eystra leiddi fyrir nokkru í ljós kerfisbundið vanmat á efnahagslegum umsvifum í landinu. Það endurmat kom engum á óvart sem hefur verið eitthvað að ráði í Kína því umsvifin þarna sýnast meiri en tölur hafa gefið til kynna. Niðurstaða tilkynningarinnar var einfaldlega sú að kínveska hagkerfið hafi farið fram úr því breska á nýliðnu ári. Það er áhugavert en svo sem ekki heimssöguleg frétt að Kína skuli verða orðið fjórða stærsta hagkerfi heimsins í stað þess að vera í fimmta sæti eins og í fyrra eða í sjötta sæti eins og í hitteðfyrra. Það sem er sögulegt við tikynninguna og gæti komið árinu í bækur er að síðast þegar þessi tvö ríki, Bretland og Kína, höfðu sætaskipti í þessum efnum markaði það ekki einungis þáttaskil í sögu þeirra beggja heldur einnig kaflaskil í sögu heimsins. Í tvö þúsund ár og allt þar til nokkuð var liðið á 19. öldina var Kína til muna stærsta hagkerfi heimsins. Landið framleiddi sennilega meira af iðnvarningi þegar menn skrifuðu fyrstu orðin á skinn á Íslandi en öll Evrópa gerði fram undir 1800. Indland sem um aldir og árþúsund var ríkara en öll Evrópa fór að dragast aftur úr Bretlandi og Evrópu á sama tíma og Kína. Vesturlönd urðu ofan á í heiminum og bjuggu ekki aðeins til hnattrænt hagkerfi heldur einnig pólitískt alþjóðakerfi og ríkjandi heimsmenningu. Hlutdeild Asíu í framleiðslu heimsins lækkaði úr því að vera um það bil 60% í byrjun 19. aldar í að vera 15-20% þegar íbúar álfunnar brutust undan oki nýlendutímans um miðja síðustu öld. Síðan þá hefur hlutur Asíu vaxið stórlega og mun brátt tvöfaldast. Spár um framtíðina eru auðvitað aldrei nema misvitlausar og þeim ber að taka með fyllstu fyrirvörum. Enginn spáir þó öðru en áframhaldandi uppgangi í álfunni. Nú er algengt að sjá menn leiða líkur að því að eftir ríflega fimmtán ár, þegar leikskólabörn samtímans fara í háskóla, verði meirihluti allrar framleiðslu heimsins í Asíu. Svipaðir útreikningar gera ráð fyrir að eftir innan við aldarfjórðung verði allt að 60% af framleiðslu heimsins í Asíu. Þá fyrst yrði skerfur álfunnar af efnahagslífi heimsins jafn hlutdeild hennar í mannfjölda jarðarinnar, og jafn því sem hann var áður en hnignun Asíu og uppgangur Vesturlanda hafði endaskipti á skipan heimsins fyrir ekki svo löngu síðan. Ef veruleikinn verður í einhverri líkingu við þessar spár mun þetta gersamlega breyta öllum aðstæðum í efnahagslífi, stjórnmálum og menningu heimsins. Menn geta litið á þessa þróun sem ógn eða tækifæri. Forræði Vesturlanda í efnahagslífi og stjórnmálalífi heimsins er augljóslega ógnað af þessari þróun og því má reikna með óskynsamlegum viðbrögðum og alls kyns átökum í kringum þá feiknarlegu strauma sem af henni leiða. Fyrir smáþjóð af okkar tagi skiptir hins vegar öllu að menn finni tækifæri í þeim gífurlegu umskiptum í atvinnulífi heimsins sem þegar eru hafin. Menn hafa verið einkar duglegir við að finna ný tækifæri að undanförnu en lykla að frekari velgengni er líklega helst að finna í bættu menntakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Það gerðist ýmislegt í heiminum í fyrra. Fáar fréttastofur hafa líklega nokkru sinni lent í verulegum vandræðum á liðnu ári með að finna nógu margar erlendar fréttir til að fylla þann kvóta sem þær skammta tíðindum af heimsbyggðinni. Samt er ekki líklegt að ártalið 2005 verði mikið nefnt í sögubókum framtíðarinnar. Verði ártalið yfirleitt nefnt í almennum bókum um sögu mannsins er hugsanlegt að það verði í samhengi við annað ártal frá 19. öld og þá vegna máls sem vakti takmarkaða athygli þegar sagt var frá því í síðustu viku. Málið var heldur ekki þannig vaxið að auðvelt væri að búa til úr því seljanlega frétt. Þetta var ekki skyndilegur atburður, enginn slasaðist, engir heimsfrægir menn komu við sögu, George Bush sagði ekkert um málið, engar kröfur voru uppi um neyðarfundi og engar hótanir um hryðjuverk. Það vantaði því innihald venjulegra frétta. Þess í stað var um að ræða fréttatilkynningu um þjóðhagsreikninga í Kína. Fréttin var ekki óvænt í ljósi þess að endurskoðun á reikningum þar eystra leiddi fyrir nokkru í ljós kerfisbundið vanmat á efnahagslegum umsvifum í landinu. Það endurmat kom engum á óvart sem hefur verið eitthvað að ráði í Kína því umsvifin þarna sýnast meiri en tölur hafa gefið til kynna. Niðurstaða tilkynningarinnar var einfaldlega sú að kínveska hagkerfið hafi farið fram úr því breska á nýliðnu ári. Það er áhugavert en svo sem ekki heimssöguleg frétt að Kína skuli verða orðið fjórða stærsta hagkerfi heimsins í stað þess að vera í fimmta sæti eins og í fyrra eða í sjötta sæti eins og í hitteðfyrra. Það sem er sögulegt við tikynninguna og gæti komið árinu í bækur er að síðast þegar þessi tvö ríki, Bretland og Kína, höfðu sætaskipti í þessum efnum markaði það ekki einungis þáttaskil í sögu þeirra beggja heldur einnig kaflaskil í sögu heimsins. Í tvö þúsund ár og allt þar til nokkuð var liðið á 19. öldina var Kína til muna stærsta hagkerfi heimsins. Landið framleiddi sennilega meira af iðnvarningi þegar menn skrifuðu fyrstu orðin á skinn á Íslandi en öll Evrópa gerði fram undir 1800. Indland sem um aldir og árþúsund var ríkara en öll Evrópa fór að dragast aftur úr Bretlandi og Evrópu á sama tíma og Kína. Vesturlönd urðu ofan á í heiminum og bjuggu ekki aðeins til hnattrænt hagkerfi heldur einnig pólitískt alþjóðakerfi og ríkjandi heimsmenningu. Hlutdeild Asíu í framleiðslu heimsins lækkaði úr því að vera um það bil 60% í byrjun 19. aldar í að vera 15-20% þegar íbúar álfunnar brutust undan oki nýlendutímans um miðja síðustu öld. Síðan þá hefur hlutur Asíu vaxið stórlega og mun brátt tvöfaldast. Spár um framtíðina eru auðvitað aldrei nema misvitlausar og þeim ber að taka með fyllstu fyrirvörum. Enginn spáir þó öðru en áframhaldandi uppgangi í álfunni. Nú er algengt að sjá menn leiða líkur að því að eftir ríflega fimmtán ár, þegar leikskólabörn samtímans fara í háskóla, verði meirihluti allrar framleiðslu heimsins í Asíu. Svipaðir útreikningar gera ráð fyrir að eftir innan við aldarfjórðung verði allt að 60% af framleiðslu heimsins í Asíu. Þá fyrst yrði skerfur álfunnar af efnahagslífi heimsins jafn hlutdeild hennar í mannfjölda jarðarinnar, og jafn því sem hann var áður en hnignun Asíu og uppgangur Vesturlanda hafði endaskipti á skipan heimsins fyrir ekki svo löngu síðan. Ef veruleikinn verður í einhverri líkingu við þessar spár mun þetta gersamlega breyta öllum aðstæðum í efnahagslífi, stjórnmálum og menningu heimsins. Menn geta litið á þessa þróun sem ógn eða tækifæri. Forræði Vesturlanda í efnahagslífi og stjórnmálalífi heimsins er augljóslega ógnað af þessari þróun og því má reikna með óskynsamlegum viðbrögðum og alls kyns átökum í kringum þá feiknarlegu strauma sem af henni leiða. Fyrir smáþjóð af okkar tagi skiptir hins vegar öllu að menn finni tækifæri í þeim gífurlegu umskiptum í atvinnulífi heimsins sem þegar eru hafin. Menn hafa verið einkar duglegir við að finna ný tækifæri að undanförnu en lykla að frekari velgengni er líklega helst að finna í bættu menntakerfi.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun