Aðkomumenn knýja dyra 26. febrúar 2006 00:34 Hverjum hefði dottið það í hug að rúmum fjórum árum eftir 11. september myndi ríkisstjórn Bandaríkjanna samþykkja að fyrirtæki frá landi sem bendlað væri við hryðjuverkastarfsemi tæki að sér rekstur sex mikilvægra hafna í Bandaríkjunum? Það er einmitt þetta sem nefnd sem sér um fjárfestingar erlendra aðila í Bandaríkjunum hefur nú ákveðið að gera. Síðan árið 1999 hafa hafnirnar í New York, Baltimore, Philadelphiu og öðrum borgum verið reknar af bresku fyrirtæki sem heitir P&P Ports. Breska fyrirtækið hefur nú verið keypt af fyrirtækinu Dubai Post World, sem stjórnað er af ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þeir sem verja þennan samning halda því fram að þeir sem gagnrýna hann, til dæmis forystumenn repúblikana og demókrata á bandaríska þinginu, hafi brugðist ósjálfrátt við á þennan hátt vegna þess að landið sem á í hlut er úr arabaheiminum. Þetta er ekki satt. Þrátt fyrir að ríkisstjórn George Bush segi að Sameinuðu arabísku furstadæmin séu samherji okkar í striðinu gegn hryðjuverkum ættum við samt að hafa þungar áhyggjur vegna tengsla landsins við hryðjuverkamenn. Tveir af flugræningjunum sem tóku þátt í árásunum á Bandaríkin hinn 11. september voru með ríkisfang í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og eitthvað af þeim peningum sem notaðir voru til að fjármagna árásirnar kom þaðan. Það var einnig eitt af aðeins þremur löndum í heiminum sem viðurkenndi talibanastjórnina í Afganistan. Og hafnir í einu furstadæmanna, Dubai, voru notaðar til umskipunar fyrir smyglvarning pakistanska vísindamannsins Abdul Qadeer Khan, sem meðal annars sá Líbíu, Íran og Norður-Kóreu fyrir búnaði til að framleiða kjarnorkuvopn. Flestir sérfræðingar um hryðjuverk eru sammála um að líklegast sé að kjarnorkuvopnum verði komið inn í Bandaríkin í gegnum einhverja höfnina. Bandaríska tollgæslan mun auðvitað halda áfram að sjá um tollskoðanir á flutningaskipum og bandaríska strandgæslan mun halda áfram að fara með öryggismál í þeim höfnum sem Dubai Post World mun reka. Hins vegar er það svo að mjög fá flutningaskip eru tekin til skoðunar. Bandaríska strandgæslan setur aðeins þær reglur sem fara skal eftir í höfnunum auk þess að setja staðla um öryggisreglur sem á að framfylgja í höfnunum. Það er svo í verkahring starfsmanna hafnanna að fara eftir þessum reglum dag frá degi: það er á þeirra ábyrgð að ráða öryggisverði, að gæta farma skipanna og hafa yfirumsjón með uppskipun úr þeim. Þar til í þessari viku vissu sennilega fremur fáir Bandaríkjamenn að mikilvægar hafnir í landinu væru reknar af erlendu fyrirtæki. Fjölmargir þingmenn setja nú fram lagafrumvörp sem er ætlað að banna slík erlend yfirráð. Þrátt fyrir að George Bush hafi hótað því að lagafrumvörpin verði ekki samþykkt er skynsamlegt að íhuga hvort erlendir aðilar eigi að hafa yfirráð yfir jafn mikilvægum eignum og höfnum. Umræðan um málið ætti einnig að varpa nokkru ljósi á hversu einkennilega nefndin sem sér um fjárfestingar erlendra aðila í Bandaríkjunum starfar. Samkvæmt núgildandi reglum getur nefndin veitt samþykki sitt við tilboðum erlendra fyrirtækja í bandarískar eignir sem eru mikilvægar fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjamanna eftir að hafa gaumgæft málið í aðeins þrjátíu daga, og það án samþykkis forsetans. Ef nefndin samþykkir ekki tilboðið innan þessara tímamarka, eða ef sá sem falast eftir eigninni er erlend ríkisstjórn, þarf nefndin að taka sér 45 daga til viðbótar til að rannsaka málið betur. Að því loknu þarf nefndin að ráðleggja forsetanum hvað gera skuli í málinu og hefur forsetinn þá fimmtán daga til að ákveða hvort samþykkja eigi eða hafna tilboðinu. Forsetinn verður að kunngera bandaríska þinginu ákvörðun sína, en þingið hefur ekki vald til þess að taka hana til endurskoðunar. Í þessu ákveðna tilfelli var engin rannsókn gerð og forsetinn var ekki látinn vita af tilboðinu; jafnvel þó að tilboðið um rekstur hafnanna hafi komið frá fyrirtæki í eigu erlendrar ríkisstjórnar. Nefndin hefur augljóslega of mikil völd og vinnuferlið sem notast er við í þessum málum er of stutt. Það minnsta sem verður að gera er að breyta lögunum þannig að nefndin hafi ekki lengur völd til að úrskurða ein og sér um mál sem eru eins mikilvæg fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og þetta. Og í þeim tilfellum þar sem erlend ríkisstjórn á hlut að máli ætti nefndin að rannsaka málið á ígrundaðan hátt og veita forsetanum ráðleggingar um hvað gera skuli. Ef forsetinn samþykkir tilboðið ætti bandaríska þingið að hafa vald til að taka ákvörðun hans til meðferðar og hafna henni eða samþykkja eftir atvikum. Ef sáttmálar og viðskiptasamningar þjóðar okkar eru nægilega mikilvægir til að þurfa að hljóta samþykki þingsins til að öðlast gildi hlýtur það að einnig að eiga við um ákvarðanir um að fela erlendum aðilum stjórn yfir eignum sem hafa með öryggi bandarísku þjóðarinnar að gera. Og þetta á sérstaklega við um þessar mundir, á þessari nýju óöld hryðjuverka. Höfundur skrifaði bókina. Open Target: Where America is Vulnerable to Attack. Greinin birtist áður í The New York Times. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Hverjum hefði dottið það í hug að rúmum fjórum árum eftir 11. september myndi ríkisstjórn Bandaríkjanna samþykkja að fyrirtæki frá landi sem bendlað væri við hryðjuverkastarfsemi tæki að sér rekstur sex mikilvægra hafna í Bandaríkjunum? Það er einmitt þetta sem nefnd sem sér um fjárfestingar erlendra aðila í Bandaríkjunum hefur nú ákveðið að gera. Síðan árið 1999 hafa hafnirnar í New York, Baltimore, Philadelphiu og öðrum borgum verið reknar af bresku fyrirtæki sem heitir P&P Ports. Breska fyrirtækið hefur nú verið keypt af fyrirtækinu Dubai Post World, sem stjórnað er af ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þeir sem verja þennan samning halda því fram að þeir sem gagnrýna hann, til dæmis forystumenn repúblikana og demókrata á bandaríska þinginu, hafi brugðist ósjálfrátt við á þennan hátt vegna þess að landið sem á í hlut er úr arabaheiminum. Þetta er ekki satt. Þrátt fyrir að ríkisstjórn George Bush segi að Sameinuðu arabísku furstadæmin séu samherji okkar í striðinu gegn hryðjuverkum ættum við samt að hafa þungar áhyggjur vegna tengsla landsins við hryðjuverkamenn. Tveir af flugræningjunum sem tóku þátt í árásunum á Bandaríkin hinn 11. september voru með ríkisfang í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og eitthvað af þeim peningum sem notaðir voru til að fjármagna árásirnar kom þaðan. Það var einnig eitt af aðeins þremur löndum í heiminum sem viðurkenndi talibanastjórnina í Afganistan. Og hafnir í einu furstadæmanna, Dubai, voru notaðar til umskipunar fyrir smyglvarning pakistanska vísindamannsins Abdul Qadeer Khan, sem meðal annars sá Líbíu, Íran og Norður-Kóreu fyrir búnaði til að framleiða kjarnorkuvopn. Flestir sérfræðingar um hryðjuverk eru sammála um að líklegast sé að kjarnorkuvopnum verði komið inn í Bandaríkin í gegnum einhverja höfnina. Bandaríska tollgæslan mun auðvitað halda áfram að sjá um tollskoðanir á flutningaskipum og bandaríska strandgæslan mun halda áfram að fara með öryggismál í þeim höfnum sem Dubai Post World mun reka. Hins vegar er það svo að mjög fá flutningaskip eru tekin til skoðunar. Bandaríska strandgæslan setur aðeins þær reglur sem fara skal eftir í höfnunum auk þess að setja staðla um öryggisreglur sem á að framfylgja í höfnunum. Það er svo í verkahring starfsmanna hafnanna að fara eftir þessum reglum dag frá degi: það er á þeirra ábyrgð að ráða öryggisverði, að gæta farma skipanna og hafa yfirumsjón með uppskipun úr þeim. Þar til í þessari viku vissu sennilega fremur fáir Bandaríkjamenn að mikilvægar hafnir í landinu væru reknar af erlendu fyrirtæki. Fjölmargir þingmenn setja nú fram lagafrumvörp sem er ætlað að banna slík erlend yfirráð. Þrátt fyrir að George Bush hafi hótað því að lagafrumvörpin verði ekki samþykkt er skynsamlegt að íhuga hvort erlendir aðilar eigi að hafa yfirráð yfir jafn mikilvægum eignum og höfnum. Umræðan um málið ætti einnig að varpa nokkru ljósi á hversu einkennilega nefndin sem sér um fjárfestingar erlendra aðila í Bandaríkjunum starfar. Samkvæmt núgildandi reglum getur nefndin veitt samþykki sitt við tilboðum erlendra fyrirtækja í bandarískar eignir sem eru mikilvægar fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjamanna eftir að hafa gaumgæft málið í aðeins þrjátíu daga, og það án samþykkis forsetans. Ef nefndin samþykkir ekki tilboðið innan þessara tímamarka, eða ef sá sem falast eftir eigninni er erlend ríkisstjórn, þarf nefndin að taka sér 45 daga til viðbótar til að rannsaka málið betur. Að því loknu þarf nefndin að ráðleggja forsetanum hvað gera skuli í málinu og hefur forsetinn þá fimmtán daga til að ákveða hvort samþykkja eigi eða hafna tilboðinu. Forsetinn verður að kunngera bandaríska þinginu ákvörðun sína, en þingið hefur ekki vald til þess að taka hana til endurskoðunar. Í þessu ákveðna tilfelli var engin rannsókn gerð og forsetinn var ekki látinn vita af tilboðinu; jafnvel þó að tilboðið um rekstur hafnanna hafi komið frá fyrirtæki í eigu erlendrar ríkisstjórnar. Nefndin hefur augljóslega of mikil völd og vinnuferlið sem notast er við í þessum málum er of stutt. Það minnsta sem verður að gera er að breyta lögunum þannig að nefndin hafi ekki lengur völd til að úrskurða ein og sér um mál sem eru eins mikilvæg fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og þetta. Og í þeim tilfellum þar sem erlend ríkisstjórn á hlut að máli ætti nefndin að rannsaka málið á ígrundaðan hátt og veita forsetanum ráðleggingar um hvað gera skuli. Ef forsetinn samþykkir tilboðið ætti bandaríska þingið að hafa vald til að taka ákvörðun hans til meðferðar og hafna henni eða samþykkja eftir atvikum. Ef sáttmálar og viðskiptasamningar þjóðar okkar eru nægilega mikilvægir til að þurfa að hljóta samþykki þingsins til að öðlast gildi hlýtur það að einnig að eiga við um ákvarðanir um að fela erlendum aðilum stjórn yfir eignum sem hafa með öryggi bandarísku þjóðarinnar að gera. Og þetta á sérstaklega við um þessar mundir, á þessari nýju óöld hryðjuverka. Höfundur skrifaði bókina. Open Target: Where America is Vulnerable to Attack. Greinin birtist áður í The New York Times.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun