Gengið í Blásteinsbjörg 21. apríl 2006 00:01 Málefni innflytjenda voru áberandi í Kastljósi Sjónvarpsins síðustu tvo daga þessa vetrar, þótt með gjörólíkum hætti væri. Á þriðjudag var athyglisverð umfjöllun um sýninguna um Útlendinga í Eyjafirði sem fjölmiðlafræðinemar við Háskólann á Akureyri stóðu fyrir á dögunum. Í fyrrakvöld, síðasta vetrardag, sat Ásgeir Hannes Eiríksson fyrrum þingmaður fyrir svörum vegna Gallupkönnunar sem hann lét gera um hugsanlegt fylgi stórnmálaflokks sem beitti sér gegn frekari fjölgun innflytjenda. Niðurstöðurnar voru vissulega sláandi, en næstum þriðji hver Íslendingur taldi líklegt að hann gæti stutt slíkan flokk. Segja má að nálgun námsmannanna á Akureyri hafi verið í samræmi við viðtekinn pólitískan rétttrúnað, sem leggur áherslu á þá jákvæðu viðbót sem innflytjendur færa Íslendingum og íslensku mannlífi og viðurkennir að fjölmenning sé lífsmynstur framtíðarinnar í siðuðum samfélögum. Sjónarmiðin sem Ásgeir Hannes dró fram eru hins vegar mun óvenjulegri og segir Ásgeir þau sprottin upp í umræðum fastagesta á veitingahúsi hans, Blásteini í Reykjavík. Ásgeir er þekktur fyrir uppreisnir sínar gegn valdakerfum og rétttrúnaði í stjórnmálum og birtist nú eftir nokkuð margra ára hlé í opinberri umræðu og er enn að storka. Hann segist vera að draga fram mál sem bannað hefur verið að tala um opinberlega - það sem hann kallar flóð innflytjenda. Í framhaldinu nefnir hann nauðsynina á að spyrna við fótum og takmarka þennan straum, ekki síst í ljósi þess að nú um mánaðamótin muni opnast fyrir frjálsan flutning fólks frá nýju ESB-löndunum. Lausnina sér Ásgeir Hannes og aðrir Blásteinungar í nýjum stjórnmálaflokki sem væntanlega yrði í stíl Danska þjóðarflokksins undir leiðsögn Piu Kjærsgaard og annarra flokka af því sauðahúsi. Nú er þetta ekki í fyrsta sinn sem Ásgeir Hannes er þátttakandi í uppbroti á flokkakerfinu á Íslandi. Stundum hafa þessar tilraunir borið árangur eins og t.d. í Nýjum vettvangi og Borgaraflokknum á sínum tíma og stundum hafa þær verið lítið annnað en vangaveltur eins og sérstakt Breiðholts- eða úthverfaframboð sem einhverju sinni var fréttamál í nokkra daga. Líklegast er - og vonandi - að þetta þjóðernisflokkstal sem nú er komið fram sé í seinni hópnum. Þó oft hafi í gegnum árin verið gaman að fylgjast með því hvernig Ásgeir Hannes ögrar pólitískum réttrúnaði og viðurkenndum pólitískum gildum er hætt við að honum hafi að þessu sinn fatast illa flugið. Ásgeir dregur að því leyti rétta ályktun af skoðanakönnuninni að hann bendir á að fólk sé hrætt. Augljóslega er margt fólk óttaslegið, og samkvæmt könnuninni ekki síst það sem er ungt og lítið menntað. En það er ljótur leikur að ala á ótta fólks við hið óþekkta og framandi eins og Ásgeir gerir og það er jafnvel enn ljótari leikur að ala á þessum ótta og þessari neikvæðni án þess að neitt sérstakt tilefni sé til og án þess að bjóða upp á nokkra einustu raunverulega leið til að draga úr þessum ótta. Það eru einfaldlega engin stórfelld innflytjendavandamál komin upp á Íslandi og hugsanleg vandkvæði vegna frjálsra fólksflutninga innan EES-svæðisins alls eftir 1. maí eru á engan hátt leyst með því að gera innflytjendur sem slíka að einhverju vandamáli. Ásgeir hefur því gengið í björg í þessu máli, eins konar Blásteinsbjörg! Skoðanakönnun Gallup og útspil Ásgeirs Hannesar eru þó - þrátt fyrir allt - ekki veitingahúsarabb sem ekki á erindi í almenna umræðu. Þvert á móti er bæði nauðsynlegt og gagnlegt að fá þetta fram í dagsljósið því augljóslega er mikilvægt að vita af duldum ótta þriðja hvers landsmanns við nýja innflytjendur. Það er augljóslega verk að vinna á þessum vettvangi, verk sem stjórnvöld þurfa að hafa forustu um. Öfugt við yfirlýsingar Ásgeirs hefur verið talsvert talað um innflytjendamál að undanförnu og nú síðast kvaddi Einar Skúlason forstöðumaður Alþjóðastofu sér hljóðs og kallaði eftir endurskoðun á stefnu varðandi íslenskukenslu. Alþýðusambandið hefur haldið uppi málefnalegri gagnrýni vegna EES-málsins. Stjórnvöld hafa heldur ekki setið aðgerðarlaus og af þeirra hálfu hefur ýmislegt verið vel gert. Þannig hefur innflytjendaráð tekið til starfa þar sem verið er að samræma aðgerðir til að auðvelda aðlögun innflytjenda og stefnumótunarvinna er í fullum gangi. Framlag Ásgeirs og Blásteinunga felst fyrst og fremst í því að sýna að miklu, miklu meira þarf að koma til ef sefa á ótta og fyrirbyggja fordóma og fortíðarhyggju. Sýningin Útlendingar í Eyjafirði dró einmitt fram það sem er mikilvægast af öllu: við erum hér að tala um samskipti fólks, einstaklinga af holdi og blóði sem auðga líf hvers annars. Í því felst einfaldlega eftirsóknarverður rétttrúnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Málefni innflytjenda voru áberandi í Kastljósi Sjónvarpsins síðustu tvo daga þessa vetrar, þótt með gjörólíkum hætti væri. Á þriðjudag var athyglisverð umfjöllun um sýninguna um Útlendinga í Eyjafirði sem fjölmiðlafræðinemar við Háskólann á Akureyri stóðu fyrir á dögunum. Í fyrrakvöld, síðasta vetrardag, sat Ásgeir Hannes Eiríksson fyrrum þingmaður fyrir svörum vegna Gallupkönnunar sem hann lét gera um hugsanlegt fylgi stórnmálaflokks sem beitti sér gegn frekari fjölgun innflytjenda. Niðurstöðurnar voru vissulega sláandi, en næstum þriðji hver Íslendingur taldi líklegt að hann gæti stutt slíkan flokk. Segja má að nálgun námsmannanna á Akureyri hafi verið í samræmi við viðtekinn pólitískan rétttrúnað, sem leggur áherslu á þá jákvæðu viðbót sem innflytjendur færa Íslendingum og íslensku mannlífi og viðurkennir að fjölmenning sé lífsmynstur framtíðarinnar í siðuðum samfélögum. Sjónarmiðin sem Ásgeir Hannes dró fram eru hins vegar mun óvenjulegri og segir Ásgeir þau sprottin upp í umræðum fastagesta á veitingahúsi hans, Blásteini í Reykjavík. Ásgeir er þekktur fyrir uppreisnir sínar gegn valdakerfum og rétttrúnaði í stjórnmálum og birtist nú eftir nokkuð margra ára hlé í opinberri umræðu og er enn að storka. Hann segist vera að draga fram mál sem bannað hefur verið að tala um opinberlega - það sem hann kallar flóð innflytjenda. Í framhaldinu nefnir hann nauðsynina á að spyrna við fótum og takmarka þennan straum, ekki síst í ljósi þess að nú um mánaðamótin muni opnast fyrir frjálsan flutning fólks frá nýju ESB-löndunum. Lausnina sér Ásgeir Hannes og aðrir Blásteinungar í nýjum stjórnmálaflokki sem væntanlega yrði í stíl Danska þjóðarflokksins undir leiðsögn Piu Kjærsgaard og annarra flokka af því sauðahúsi. Nú er þetta ekki í fyrsta sinn sem Ásgeir Hannes er þátttakandi í uppbroti á flokkakerfinu á Íslandi. Stundum hafa þessar tilraunir borið árangur eins og t.d. í Nýjum vettvangi og Borgaraflokknum á sínum tíma og stundum hafa þær verið lítið annnað en vangaveltur eins og sérstakt Breiðholts- eða úthverfaframboð sem einhverju sinni var fréttamál í nokkra daga. Líklegast er - og vonandi - að þetta þjóðernisflokkstal sem nú er komið fram sé í seinni hópnum. Þó oft hafi í gegnum árin verið gaman að fylgjast með því hvernig Ásgeir Hannes ögrar pólitískum réttrúnaði og viðurkenndum pólitískum gildum er hætt við að honum hafi að þessu sinn fatast illa flugið. Ásgeir dregur að því leyti rétta ályktun af skoðanakönnuninni að hann bendir á að fólk sé hrætt. Augljóslega er margt fólk óttaslegið, og samkvæmt könnuninni ekki síst það sem er ungt og lítið menntað. En það er ljótur leikur að ala á ótta fólks við hið óþekkta og framandi eins og Ásgeir gerir og það er jafnvel enn ljótari leikur að ala á þessum ótta og þessari neikvæðni án þess að neitt sérstakt tilefni sé til og án þess að bjóða upp á nokkra einustu raunverulega leið til að draga úr þessum ótta. Það eru einfaldlega engin stórfelld innflytjendavandamál komin upp á Íslandi og hugsanleg vandkvæði vegna frjálsra fólksflutninga innan EES-svæðisins alls eftir 1. maí eru á engan hátt leyst með því að gera innflytjendur sem slíka að einhverju vandamáli. Ásgeir hefur því gengið í björg í þessu máli, eins konar Blásteinsbjörg! Skoðanakönnun Gallup og útspil Ásgeirs Hannesar eru þó - þrátt fyrir allt - ekki veitingahúsarabb sem ekki á erindi í almenna umræðu. Þvert á móti er bæði nauðsynlegt og gagnlegt að fá þetta fram í dagsljósið því augljóslega er mikilvægt að vita af duldum ótta þriðja hvers landsmanns við nýja innflytjendur. Það er augljóslega verk að vinna á þessum vettvangi, verk sem stjórnvöld þurfa að hafa forustu um. Öfugt við yfirlýsingar Ásgeirs hefur verið talsvert talað um innflytjendamál að undanförnu og nú síðast kvaddi Einar Skúlason forstöðumaður Alþjóðastofu sér hljóðs og kallaði eftir endurskoðun á stefnu varðandi íslenskukenslu. Alþýðusambandið hefur haldið uppi málefnalegri gagnrýni vegna EES-málsins. Stjórnvöld hafa heldur ekki setið aðgerðarlaus og af þeirra hálfu hefur ýmislegt verið vel gert. Þannig hefur innflytjendaráð tekið til starfa þar sem verið er að samræma aðgerðir til að auðvelda aðlögun innflytjenda og stefnumótunarvinna er í fullum gangi. Framlag Ásgeirs og Blásteinunga felst fyrst og fremst í því að sýna að miklu, miklu meira þarf að koma til ef sefa á ótta og fyrirbyggja fordóma og fortíðarhyggju. Sýningin Útlendingar í Eyjafirði dró einmitt fram það sem er mikilvægast af öllu: við erum hér að tala um samskipti fólks, einstaklinga af holdi og blóði sem auðga líf hvers annars. Í því felst einfaldlega eftirsóknarverður rétttrúnaður.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun