Öruggur sigur í Laugardal 19. júní 2006 10:00 magnaður leikur hjá margréti láru Margrét Lára Viðarsdóttir fór á kostum í Dalnum í gær og skoraði tvö mörk. MYND/Daníel Greinilegt var á öllu að íslenska liðið saknaði fyrirliðans Ásthildar Helgadóttur í Laugardalnum í gær en hún tók út leikbann. Íslenska liðið tók þó fljótlega undirtökin í leiknum gegn slöku liði Portúgala sem sýndi litla sem enga takta í gær en bæði varnar- og sóknarleikur liðsins var í molum. Margrét Lára Viðarsdóttir sýndi strax og sannaði að hún bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn inni á vellinum en hún var mjög frísk og dugleg í sókninni en fékk þó of litla hjálp fram á við. Stelpurnar hefðu getað verið duglegri að finna Margréti sem gerði hvað hún gat til að búa sér til pláss en hún lét mikið að sér kveða í leiknum. Vörn Portúgala lá aftarlega og þær lentu í miklum vandræðum með að halda boltanum innan liðsins. Spyrnur þeirra frá markinu voru áberandi slakar en þær drifu varla yfir miðjan vallarhelming þeirra og það nýttu íslensku stelpurnar sér vel með fínni pressu. Það vantaði þó eitthvað upp á að íslenska liðið tæki frumkvæðið og valtaði yfir Portúgalana, eitthvað sem þær hefðu svo sannarlega getað gert því getumunurinn á liðunum var greinilegur, íslensku stelpurnar voru fremri í öllum stöðum vallarins. Sóknarleikur íslenska liðsins í fyrri hálfleik var ágætur, en þó vantaði ákveðið bit, nema þá kannski hjá Margréti Láru. Hún skoraði einmitt eina mark fyrri hálfleiks þegar hún nýtti sér slakan skalla eins varnarmanna Portúgala og skoraði með föstu skoti. Þrátt fyrir að vera einu marki yfir í hálfleik gerðu stelpurnar of mörg mistök og þær gátu í tvígang prísað sig sælar yfir því að þær portúgölsku jöfnuðu ekki. Þóra B. Helgadóttir varði vel eina skot gestanna sem rataði á rammann í leiknum auk þess sem þær fóru illa með annað færi þegar sóknarmaður Portúgala hitti ekki boltann. Leikur íslenska liðsins batnaði til muna í síðari hálfleik og boltinn gekk betur innan liðsins. Íslendingarnir stjórnuðu leiknum frá upphafi til enda en portúgalska liðið fór varla yfir miðju í síðari hálfleiknum á meðan íslensku stelpurnar gerðu hvað þær gátu til að auka forystu sína. Annað markið stóð á sér og vissa grimmd vantaði til að klára hið dapra portúgalska lið. Það kom þó loksins á 86. mínútu þegar Greta Mjöll skoraði glæsilegt mark beint úr hornspyrnu. Margrét Lára rak svo síðasta naglann í kistu Portúgala með marki í uppbótartíma þegar hún nýtti sér mistök markmanns Portúgala sem náði ekki að halda fyrirgjöf Guðný Bjarkar Óðinsdóttir, sem kom inn á í sínum fyrsta landsleik í gær. Öruggur 3-0 sigur á Portúgal varð því niðurstaðan en stelpurnar eiga að geta gert betur en í gær. Þær eru nú með tíu stig í riðli sínum, ásamt Tékkum sem þær leika gegn á Laugardalsvelli þann 19. ágúst. Svíar eru efstir í riðlinum með þrettán stig en ljóst er að möguleikar Íslands á að komast áfram á HM á næsta ári eru góðir. Íþróttir Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira
Greinilegt var á öllu að íslenska liðið saknaði fyrirliðans Ásthildar Helgadóttur í Laugardalnum í gær en hún tók út leikbann. Íslenska liðið tók þó fljótlega undirtökin í leiknum gegn slöku liði Portúgala sem sýndi litla sem enga takta í gær en bæði varnar- og sóknarleikur liðsins var í molum. Margrét Lára Viðarsdóttir sýndi strax og sannaði að hún bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn inni á vellinum en hún var mjög frísk og dugleg í sókninni en fékk þó of litla hjálp fram á við. Stelpurnar hefðu getað verið duglegri að finna Margréti sem gerði hvað hún gat til að búa sér til pláss en hún lét mikið að sér kveða í leiknum. Vörn Portúgala lá aftarlega og þær lentu í miklum vandræðum með að halda boltanum innan liðsins. Spyrnur þeirra frá markinu voru áberandi slakar en þær drifu varla yfir miðjan vallarhelming þeirra og það nýttu íslensku stelpurnar sér vel með fínni pressu. Það vantaði þó eitthvað upp á að íslenska liðið tæki frumkvæðið og valtaði yfir Portúgalana, eitthvað sem þær hefðu svo sannarlega getað gert því getumunurinn á liðunum var greinilegur, íslensku stelpurnar voru fremri í öllum stöðum vallarins. Sóknarleikur íslenska liðsins í fyrri hálfleik var ágætur, en þó vantaði ákveðið bit, nema þá kannski hjá Margréti Láru. Hún skoraði einmitt eina mark fyrri hálfleiks þegar hún nýtti sér slakan skalla eins varnarmanna Portúgala og skoraði með föstu skoti. Þrátt fyrir að vera einu marki yfir í hálfleik gerðu stelpurnar of mörg mistök og þær gátu í tvígang prísað sig sælar yfir því að þær portúgölsku jöfnuðu ekki. Þóra B. Helgadóttir varði vel eina skot gestanna sem rataði á rammann í leiknum auk þess sem þær fóru illa með annað færi þegar sóknarmaður Portúgala hitti ekki boltann. Leikur íslenska liðsins batnaði til muna í síðari hálfleik og boltinn gekk betur innan liðsins. Íslendingarnir stjórnuðu leiknum frá upphafi til enda en portúgalska liðið fór varla yfir miðju í síðari hálfleiknum á meðan íslensku stelpurnar gerðu hvað þær gátu til að auka forystu sína. Annað markið stóð á sér og vissa grimmd vantaði til að klára hið dapra portúgalska lið. Það kom þó loksins á 86. mínútu þegar Greta Mjöll skoraði glæsilegt mark beint úr hornspyrnu. Margrét Lára rak svo síðasta naglann í kistu Portúgala með marki í uppbótartíma þegar hún nýtti sér mistök markmanns Portúgala sem náði ekki að halda fyrirgjöf Guðný Bjarkar Óðinsdóttir, sem kom inn á í sínum fyrsta landsleik í gær. Öruggur 3-0 sigur á Portúgal varð því niðurstaðan en stelpurnar eiga að geta gert betur en í gær. Þær eru nú með tíu stig í riðli sínum, ásamt Tékkum sem þær leika gegn á Laugardalsvelli þann 19. ágúst. Svíar eru efstir í riðlinum með þrettán stig en ljóst er að möguleikar Íslands á að komast áfram á HM á næsta ári eru góðir.
Íþróttir Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira