Verður þjóðareign eins og handboltalandsliðið 23. júní 2006 00:01 Magni Ásgeirsson tekur þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar sem tugmilljónir áhorfenda fylgjast með. MYND/Hrönn Mér líst bara ljómandi vel á en þetta er enn að síast inn í mann. Þetta verður alla vega mikið ævintýri, segir Magni Ásgeirsson söngvari sem hefur verið valinn til að taka þátt í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Um 20 milljónir Bandaríkjamanna horfðu að meðaltali á síðustu þáttaröð og það má því búast við því að tugmilljónir manna muni horfa á Magna reyna fyrir sér í þættinum. Magni verður einn 15 söngvara sem freista þess að heilla meðlimi hljómsveitarinnar Supernova í von um að verða söngvari sveitarinnar. Supernova skipa gömlu rokkkempurnar Tommy Lee úr Mötley Crüe, Gilby Clarke úr Guns N Roses og Jason Newsted úr Metallica. Fjórir Íslendingar fóru út til Los Angeles í áheyrnarprufur fyrir þættina, auk Magna þau Aðalheiður Ólafsdóttir Idolstjarna, Kristófer Jensson úr Lights on the Highway og Hreimur Heimisson úr Landi og sonum. Magni komst svo áfram í 18 manna úrtak og eyddi síðustu viku í viðtölum og upptökum fyrir upphafsstef þáttanna úti í Los Angeles. Þátturinn verður í gangi í 15 vikur. Maður veit svo ekkert hvernig þetta mun ganga, ég gæti verið þarna úti í 10 daga eða 15 vikur, segir Magni. Hann segir að markmiðið með þáttunum sé að finna söngvara í hljómsveit, finna þann sem passar best inn í hljómsveitina. Þess vegna getur maður ekki verið fúll ef maður er kosinn út. Þetta er ekki eins og Idolið þar sem valinn er besti söngvarinn, segir Magni sem er þegar farinn að kynnast stórstjörnunum í hljómsveitinni: Já, við heilsumst með nafni. Það er alltaf hressandi. Þetta eru mjög vingjarnlegir strákar. Magni og hinir söngvararnir hafa undanfarið dvalist í glæsivillu í Hollywood-hæðunum sem verður heimili þeirra á meðan tökum þáttanna stendur. Þetta er mjög stórt og ég sé Hollywood-skiltið út um gluggann hjá mér. Þarna er ljómandi sundlaug sem var meðal annars notuð í Britney Spears-myndbandi, segir Magni og hlær. Hann fær laun fyrir að taka þátt í Rockstar, nóg til að borga reikningana eins og hann orðar það. Hann gerir sér vel grein fyrir því að Íslendingar munu fylgjast vel með Rockstar en þættirnir verða sýndir á SkjáEinum og áhorfendur geta kosið sinn mann. Íslendingar vilja auðvitað alltaf vinna. Maður verður orðinn þjóðareign eins og handboltalandsliðið. Fyrsti þáttur Rockstar verður sýndur á Skjá einum á miðnætti hinn 5. júlí. Rock Star Supernova Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Fleiri fréttir Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Sjá meira
Mér líst bara ljómandi vel á en þetta er enn að síast inn í mann. Þetta verður alla vega mikið ævintýri, segir Magni Ásgeirsson söngvari sem hefur verið valinn til að taka þátt í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Um 20 milljónir Bandaríkjamanna horfðu að meðaltali á síðustu þáttaröð og það má því búast við því að tugmilljónir manna muni horfa á Magna reyna fyrir sér í þættinum. Magni verður einn 15 söngvara sem freista þess að heilla meðlimi hljómsveitarinnar Supernova í von um að verða söngvari sveitarinnar. Supernova skipa gömlu rokkkempurnar Tommy Lee úr Mötley Crüe, Gilby Clarke úr Guns N Roses og Jason Newsted úr Metallica. Fjórir Íslendingar fóru út til Los Angeles í áheyrnarprufur fyrir þættina, auk Magna þau Aðalheiður Ólafsdóttir Idolstjarna, Kristófer Jensson úr Lights on the Highway og Hreimur Heimisson úr Landi og sonum. Magni komst svo áfram í 18 manna úrtak og eyddi síðustu viku í viðtölum og upptökum fyrir upphafsstef þáttanna úti í Los Angeles. Þátturinn verður í gangi í 15 vikur. Maður veit svo ekkert hvernig þetta mun ganga, ég gæti verið þarna úti í 10 daga eða 15 vikur, segir Magni. Hann segir að markmiðið með þáttunum sé að finna söngvara í hljómsveit, finna þann sem passar best inn í hljómsveitina. Þess vegna getur maður ekki verið fúll ef maður er kosinn út. Þetta er ekki eins og Idolið þar sem valinn er besti söngvarinn, segir Magni sem er þegar farinn að kynnast stórstjörnunum í hljómsveitinni: Já, við heilsumst með nafni. Það er alltaf hressandi. Þetta eru mjög vingjarnlegir strákar. Magni og hinir söngvararnir hafa undanfarið dvalist í glæsivillu í Hollywood-hæðunum sem verður heimili þeirra á meðan tökum þáttanna stendur. Þetta er mjög stórt og ég sé Hollywood-skiltið út um gluggann hjá mér. Þarna er ljómandi sundlaug sem var meðal annars notuð í Britney Spears-myndbandi, segir Magni og hlær. Hann fær laun fyrir að taka þátt í Rockstar, nóg til að borga reikningana eins og hann orðar það. Hann gerir sér vel grein fyrir því að Íslendingar munu fylgjast vel með Rockstar en þættirnir verða sýndir á SkjáEinum og áhorfendur geta kosið sinn mann. Íslendingar vilja auðvitað alltaf vinna. Maður verður orðinn þjóðareign eins og handboltalandsliðið. Fyrsti þáttur Rockstar verður sýndur á Skjá einum á miðnætti hinn 5. júlí.
Rock Star Supernova Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Fleiri fréttir Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Sjá meira