Erfitt að kveðja fjölskylduna 24. júní 2006 00:01 Magni kveður fjölskylduna. Magni Ásgeirsson flaug af landi í brott í dag. Hér er hann með Eyrúnu konu sinni og Aroni syni þeirra. Vísir/Vilhelm Það reyndist ekki alls kostar auðveld ákvörðun fyrir Magna Ásgeirsson að taka þátt í Rockstar: Supernova. Magni er sem kunnugt er kominn í hóp fimmtán söngvara sem keppa um hylli aldinna rokkara í raunveruleikaþættinum. Þó að þarna hafi draumur Magna ræst þarf hann nú að horfa fram á viðskilnað við fjölskyldu sína, konu og níu mánaða gamlan son. „Ég er orðinn nógu gamall til að vita hvað skiptir máli í lífinu,“ segir Magni sem flaug af landi brott í morgun. „Fjölskyldan er mér það mikilvæg að ég var ekki alveg hoppandi af gleði þegar ég heyrði að ég væri kominn inn.“ Kona Magna heitir Eyrún Huld Haraldsdóttir og saman eiga þau soninn Marinó Bjarna sem er níu mánaða. Þegar Fréttablaðið ræddi við söngvarann var hann staddur á heimili þeirra í Skerjafirðinum en gærdeginum eyddu þau saman úti á landi. Meðan á upptökum á Rockstar stendur verður Magni næstum algjörlega lokaður frá umheiminum. Hann fær ekki að vera með farsíma en fær þó að hringja heim tvisvar í viku eða svo. „Það heldur manni á jörðinni,“ segir Magni bæði fullur kvíða og tilhlökkunar. Fari svo að Magni nái langt í Rockstar-þáttunum lengist aðskilnaðurinn frá fjölskyldunni. Hann er þó með báða fætur á jörðinni hvað það varðar: „Ef maður sigrar þá er ég fastur í eitt og hálft ár. En þá þurfum við auðvitað að setjast niður og ræða tölur,“ segir Magni og hlær. „Ég held þó að minnsta kosti að fjölskyldan mætti koma út til manns þá. Ég á reyndar eftir að ræða það allt saman við konuna.“ Rock Star Supernova Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Það reyndist ekki alls kostar auðveld ákvörðun fyrir Magna Ásgeirsson að taka þátt í Rockstar: Supernova. Magni er sem kunnugt er kominn í hóp fimmtán söngvara sem keppa um hylli aldinna rokkara í raunveruleikaþættinum. Þó að þarna hafi draumur Magna ræst þarf hann nú að horfa fram á viðskilnað við fjölskyldu sína, konu og níu mánaða gamlan son. „Ég er orðinn nógu gamall til að vita hvað skiptir máli í lífinu,“ segir Magni sem flaug af landi brott í morgun. „Fjölskyldan er mér það mikilvæg að ég var ekki alveg hoppandi af gleði þegar ég heyrði að ég væri kominn inn.“ Kona Magna heitir Eyrún Huld Haraldsdóttir og saman eiga þau soninn Marinó Bjarna sem er níu mánaða. Þegar Fréttablaðið ræddi við söngvarann var hann staddur á heimili þeirra í Skerjafirðinum en gærdeginum eyddu þau saman úti á landi. Meðan á upptökum á Rockstar stendur verður Magni næstum algjörlega lokaður frá umheiminum. Hann fær ekki að vera með farsíma en fær þó að hringja heim tvisvar í viku eða svo. „Það heldur manni á jörðinni,“ segir Magni bæði fullur kvíða og tilhlökkunar. Fari svo að Magni nái langt í Rockstar-þáttunum lengist aðskilnaðurinn frá fjölskyldunni. Hann er þó með báða fætur á jörðinni hvað það varðar: „Ef maður sigrar þá er ég fastur í eitt og hálft ár. En þá þurfum við auðvitað að setjast niður og ræða tölur,“ segir Magni og hlær. „Ég held þó að minnsta kosti að fjölskyldan mætti koma út til manns þá. Ég á reyndar eftir að ræða það allt saman við konuna.“
Rock Star Supernova Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein