Erfiðar ákvarðanir létta róðurinn 25. júní 2006 00:01 Þessar vikurnar snýst tilvera heimsbyggðarinnar um fótbolta. Þar er spilað á tvö mörk. Á sama hátt hefur þjóðarbúskapur Íslendinga togast og teygst milli tveggja marka: Annað er í litum stöðugleikans en hitt í litum verðbólgunnar. Eftir nýgerða kjarasamninga vaknar sú spurning hvar þjóðarbúkapurinn stendur í toginu milli þessara tveggja stríðandi marka. Ekki fer á milli mála að þeir eru mikilvægur áfangi. En einir og sér ráða þeir þó ekki endanlegum úrslitum í toginu milli stöðugleika og verðbólgu. Í byrjun þessa árs var þjóðarbúskapurinn í miklu ójafnvægi. Eins og stundum áður var skrifað skýrum stöfum á vegginn að gengi krónunnar væri of hátt og stæðist ekki til lengdar. Nú hefur það fallið. Búskapurinn er að því leyti kominn í eðlilegra horf. Hættan var hins vegar sú að við tækju gamaldags víxlhækkanir verðlags og launa. Það hefði leitt til vaxandi og varanlegrar verðbólgu. Kjarasamningarnir draga verulega úr hættunni á að þetta muni gerast. Gagnvart hinu geta menn ekki lokað augunum að kjarasamningarnir slæva nokkuð áhrif þeirrar lækkunar sem orðið hefur á gengi krónunnar. Markaðurinn keyrði krónuna niður vegna þess að verðmætasköpun þjóðarinnar stóð ekki undir neyslunni. Gengislækkunin þarf með öðrum orðum að fá að hafa þau áhrif. Fyrir þá sök er frekara aðhalds þörf. Þar skiptir peningastefna Seðlabankans að sjálfsögðu miklu máli. En það þarf meira til. Þá er komið að pólitískum ákvörðunum. Segja má að það hafi verið tiltölulega einfalt fyrir ríkisstjórnina að mæta óskum aðila vinnumarkaðarins um áherslubreytingar varðandi áður áformaða lækkun á tekjuskatti. Til þess að gæta allrar sanngirni verður að viðurkenna að frekari sóknaraðgerðir í átt að stöðugleikamarkinu geta verið pólitískt snúnari. Þar geta komið til álita ráðstafanir sem fela í sér frestun áformaðra framkvæmda. Enn fremur ákvarðanir varðandi opinber íbúðalán er miðuðu að því að tryggja meiri stöðugleika á þeim markaði. Það er bæði gömul saga og ný að aðgerðir af þessu tagi geta reynst þrautin þyngri, ekki síst í aðdraganda kosninga. Pólitíski vandinn er einfaldlega fólginn í því að á bak við öll útgjaldaáform liggja heiðarleg kosningaloforð, sem þingmenn vilja eðlilega standa við. En þá kemur að því að muna að stöðugleikinn í þjóðarbúskapnum hefur líka verið kosningaloforð. Hér getur sem sagt komið að því að taka meiri hagsmuni fram yfir minni. Engum blöðum er um að fletta að í þeirri stöðu er stöðugleikamarkið það mikilvægasta. Í þjóðhatíðarræðu nýs forsætisráðherra á dögunum gaf ríkisstjórnin í fyrsta skipti til kynna af sinni hálfu að svo gæti háttað til að fylgja þyrfti peningamálaaðgerðum og hóflegum kjarasamningum eftir með frekari opinberum aðhaldsaðgerðum. Þetta var mjög mikilvæg yfirlýsing, sem eftir var tekið. Engum vafa er undiropið að fjármálamarkaðurinn lagði við hlustir þegar þessi orð féllu. Veruleikinn er hins vegar sá að það á eftir að koma í ljós hvort ríkisstjórnin hefur þann innri styrk að geta gert þessi orð forsætisráðherra að veruleika. Með öðrum orðum: Ríkisstjórnin þarf að taka erfiðar ákvarðanir til þess að létta róðurinn fyrir næstu kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Þessar vikurnar snýst tilvera heimsbyggðarinnar um fótbolta. Þar er spilað á tvö mörk. Á sama hátt hefur þjóðarbúskapur Íslendinga togast og teygst milli tveggja marka: Annað er í litum stöðugleikans en hitt í litum verðbólgunnar. Eftir nýgerða kjarasamninga vaknar sú spurning hvar þjóðarbúkapurinn stendur í toginu milli þessara tveggja stríðandi marka. Ekki fer á milli mála að þeir eru mikilvægur áfangi. En einir og sér ráða þeir þó ekki endanlegum úrslitum í toginu milli stöðugleika og verðbólgu. Í byrjun þessa árs var þjóðarbúskapurinn í miklu ójafnvægi. Eins og stundum áður var skrifað skýrum stöfum á vegginn að gengi krónunnar væri of hátt og stæðist ekki til lengdar. Nú hefur það fallið. Búskapurinn er að því leyti kominn í eðlilegra horf. Hættan var hins vegar sú að við tækju gamaldags víxlhækkanir verðlags og launa. Það hefði leitt til vaxandi og varanlegrar verðbólgu. Kjarasamningarnir draga verulega úr hættunni á að þetta muni gerast. Gagnvart hinu geta menn ekki lokað augunum að kjarasamningarnir slæva nokkuð áhrif þeirrar lækkunar sem orðið hefur á gengi krónunnar. Markaðurinn keyrði krónuna niður vegna þess að verðmætasköpun þjóðarinnar stóð ekki undir neyslunni. Gengislækkunin þarf með öðrum orðum að fá að hafa þau áhrif. Fyrir þá sök er frekara aðhalds þörf. Þar skiptir peningastefna Seðlabankans að sjálfsögðu miklu máli. En það þarf meira til. Þá er komið að pólitískum ákvörðunum. Segja má að það hafi verið tiltölulega einfalt fyrir ríkisstjórnina að mæta óskum aðila vinnumarkaðarins um áherslubreytingar varðandi áður áformaða lækkun á tekjuskatti. Til þess að gæta allrar sanngirni verður að viðurkenna að frekari sóknaraðgerðir í átt að stöðugleikamarkinu geta verið pólitískt snúnari. Þar geta komið til álita ráðstafanir sem fela í sér frestun áformaðra framkvæmda. Enn fremur ákvarðanir varðandi opinber íbúðalán er miðuðu að því að tryggja meiri stöðugleika á þeim markaði. Það er bæði gömul saga og ný að aðgerðir af þessu tagi geta reynst þrautin þyngri, ekki síst í aðdraganda kosninga. Pólitíski vandinn er einfaldlega fólginn í því að á bak við öll útgjaldaáform liggja heiðarleg kosningaloforð, sem þingmenn vilja eðlilega standa við. En þá kemur að því að muna að stöðugleikinn í þjóðarbúskapnum hefur líka verið kosningaloforð. Hér getur sem sagt komið að því að taka meiri hagsmuni fram yfir minni. Engum blöðum er um að fletta að í þeirri stöðu er stöðugleikamarkið það mikilvægasta. Í þjóðhatíðarræðu nýs forsætisráðherra á dögunum gaf ríkisstjórnin í fyrsta skipti til kynna af sinni hálfu að svo gæti háttað til að fylgja þyrfti peningamálaaðgerðum og hóflegum kjarasamningum eftir með frekari opinberum aðhaldsaðgerðum. Þetta var mjög mikilvæg yfirlýsing, sem eftir var tekið. Engum vafa er undiropið að fjármálamarkaðurinn lagði við hlustir þegar þessi orð féllu. Veruleikinn er hins vegar sá að það á eftir að koma í ljós hvort ríkisstjórnin hefur þann innri styrk að geta gert þessi orð forsætisráðherra að veruleika. Með öðrum orðum: Ríkisstjórnin þarf að taka erfiðar ákvarðanir til þess að létta róðurinn fyrir næstu kosningar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun