Þreytt andlit og slitnar tuggur 7. júlí 2006 00:01 Það var ekki aðeins Framsóknarflokkurinn, sem tapaði síðustu byggðakosningum, heldur líka Samfylkingin, sérstaklega í höfuðvígi sínu, Reykjavík. Tap Samfylkingarinnar var því tilfinnanlegra sem flokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu lengur en elstu menn muna. Og nú sýna skoðanakannanir, að flokkurinn heldur áfram að missa fylgi, þótt aðalandstæðingur hans, Sjálfstæðisflokkurinn, hafi verið í stjórn samfellt frá 1991, í fimmtán ár, og þrír forsætisráðherrar setið á kjörtímabilinu. Samfylkingin mælist nú með innan við 25% fylgi. Þetta er lök frammistaða. Hverju er um að kenna? Ein skýringin er auðvitað, að það er erfitt að vera í stjórnarandstöðu í góðæri. Undir forystu Davíðs Oddssonar og eftirmanna hans hefur þjóðinni vegnað vonum framar. Önnur skýring er, að leiðtogaskiptin í Sjálfstæðisflokknum tókust vel. Geir H. Haarde hefur vaxið eðlilega inn í forsætisráðherrastöðuna. Hann styrkti sig í byggðakosningunum og leysti lipurlega þann vanda, sem hlaust af skyndilegum ráðherraskiptum. Hann hefur einhuga flokk á bak við sig. Kjósendur sjá í Geir gáfaðan, menntaðan og góðviljaðan mann, sem er í senn íhaldssamur og frjálslyndur, traustur og mildur. Þriðja skýringin liggur í formanni Samfylkingarinnar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hún sýndi það sem leiðtogi R-listans, að hún hafði munninn fyrir neðan nefið og gat unnið kosningar. Kjósendur létu sem vind um eyru þjóta, að hún reyndist ekki röggsamur borgarstjóri, heldur safnaði skuldum og skapaði lóðaskort, jafnframt því sem hún gekk heiftúðug um hús borgarinnar og tók niður myndir af þeim, sem hún taldi andstæðinga sína, eins og alræmt er orðið. Það hafði ekki heldur nein áhrif, þegar upplýst var, að R-listinn hefði notið fjárhagslegrar fyrirgreiðslu Jóns Ólafssonar í Skífunni, sem Ingibjörg Sólrún skálaði ekki aðeins við í veislum hans, heldur reyndi í tvígang að afhenda dýrmætar lóðir, fyrst í Mjóddinni, síðan í Laugardal. Strax eftir kosningarnar 2002 lét hún síðan kaupa af Jóni svokallaðan Stjörnubíósreit langt yfir markaðsverði, eins og Haukur Leósson endurskoðandi hefur reiknað út. Stjórnmálaframi Ingibjargar Sólrúnar náði hámarki vorið 2002, eftir að hún hafði unnið þrennar borgarstjórnarkosningar. Samfylkingarmenn sáu þá í henni nýjan Davíð, þótt aðrir teldu ólíku saman að jafna. Eftir það hefur allt legið niður á við. Ingibjörg Sólrún sagði hlæjandi í sjónvarpsviðtali þá um haustið, að nú yrði hún að opna sitt Pandórubox, en virtist ekki vita, að samkvæmt hinni grísku goðsögn spratt margvísleg óáran upp úr kistli Pandóru. Hún sveik marggefin loforð um að fara ekki í þingframboð og hélt, að hún gæti komist upp með að vera borgarstjóri í framboði gegn samstarfsflokkum sínum, sem auðvitað afsögðu það, svo að hún hrökklaðist úr borgarstjórastólnum. Í ræðu í Borgarnesi í byrjun kosningabaráttunnar 2003 dylgjaði hún um það, að lögregla og dómsmálayfirvöld létu stjórnmálamenn misnota sig. Nefndi hún þá sérstaklega rannsókn á skattframtölum fyrirtækja Jóns Ólafssonar, sem var hin eðlilegasta í ljósi þess, að hann lifði óhófslífi, um leið og hann greiddi vinnukonuútsvar. Kosninganóttin 2003 var ekki liðin, þegar kom í ljós, að allt talið um forsætisráðherraefnið Ingibjörgu Sólrúnu hafði aðeins verið ódýr brella: Þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, bauð strax, en árangurslaust, Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherrastólinn. En sjálf náði Ingibjörg Sólrún ekki einu sinni þingsæti í kosningunum. Hún heyktist síðan á að fara þegar fram gegn Össuri í formennsku, eins og skynsamlegast hefði verið. Hún beið í tvö ár, og þá var eins og hennar tími væri liðinn. Nú situr hún úti í horni og nöldrar. Geir H. Haarde veitir henni lítinn sem engan kost á því eina, sem hún kann og getur, sem er að þrasa í sjónvarpssal. Hin mikla kaldhæðni er, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur endurnýjað sig og gengur sprækur og bleikur til næstu kosninga, en í forystu Samfylkingarinnar sjást aðeins gömlu, þreyttu andlitin, og frá henni heyrast sömu, slitnu tuggurnar. Litur hennar er grár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Það var ekki aðeins Framsóknarflokkurinn, sem tapaði síðustu byggðakosningum, heldur líka Samfylkingin, sérstaklega í höfuðvígi sínu, Reykjavík. Tap Samfylkingarinnar var því tilfinnanlegra sem flokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu lengur en elstu menn muna. Og nú sýna skoðanakannanir, að flokkurinn heldur áfram að missa fylgi, þótt aðalandstæðingur hans, Sjálfstæðisflokkurinn, hafi verið í stjórn samfellt frá 1991, í fimmtán ár, og þrír forsætisráðherrar setið á kjörtímabilinu. Samfylkingin mælist nú með innan við 25% fylgi. Þetta er lök frammistaða. Hverju er um að kenna? Ein skýringin er auðvitað, að það er erfitt að vera í stjórnarandstöðu í góðæri. Undir forystu Davíðs Oddssonar og eftirmanna hans hefur þjóðinni vegnað vonum framar. Önnur skýring er, að leiðtogaskiptin í Sjálfstæðisflokknum tókust vel. Geir H. Haarde hefur vaxið eðlilega inn í forsætisráðherrastöðuna. Hann styrkti sig í byggðakosningunum og leysti lipurlega þann vanda, sem hlaust af skyndilegum ráðherraskiptum. Hann hefur einhuga flokk á bak við sig. Kjósendur sjá í Geir gáfaðan, menntaðan og góðviljaðan mann, sem er í senn íhaldssamur og frjálslyndur, traustur og mildur. Þriðja skýringin liggur í formanni Samfylkingarinnar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hún sýndi það sem leiðtogi R-listans, að hún hafði munninn fyrir neðan nefið og gat unnið kosningar. Kjósendur létu sem vind um eyru þjóta, að hún reyndist ekki röggsamur borgarstjóri, heldur safnaði skuldum og skapaði lóðaskort, jafnframt því sem hún gekk heiftúðug um hús borgarinnar og tók niður myndir af þeim, sem hún taldi andstæðinga sína, eins og alræmt er orðið. Það hafði ekki heldur nein áhrif, þegar upplýst var, að R-listinn hefði notið fjárhagslegrar fyrirgreiðslu Jóns Ólafssonar í Skífunni, sem Ingibjörg Sólrún skálaði ekki aðeins við í veislum hans, heldur reyndi í tvígang að afhenda dýrmætar lóðir, fyrst í Mjóddinni, síðan í Laugardal. Strax eftir kosningarnar 2002 lét hún síðan kaupa af Jóni svokallaðan Stjörnubíósreit langt yfir markaðsverði, eins og Haukur Leósson endurskoðandi hefur reiknað út. Stjórnmálaframi Ingibjargar Sólrúnar náði hámarki vorið 2002, eftir að hún hafði unnið þrennar borgarstjórnarkosningar. Samfylkingarmenn sáu þá í henni nýjan Davíð, þótt aðrir teldu ólíku saman að jafna. Eftir það hefur allt legið niður á við. Ingibjörg Sólrún sagði hlæjandi í sjónvarpsviðtali þá um haustið, að nú yrði hún að opna sitt Pandórubox, en virtist ekki vita, að samkvæmt hinni grísku goðsögn spratt margvísleg óáran upp úr kistli Pandóru. Hún sveik marggefin loforð um að fara ekki í þingframboð og hélt, að hún gæti komist upp með að vera borgarstjóri í framboði gegn samstarfsflokkum sínum, sem auðvitað afsögðu það, svo að hún hrökklaðist úr borgarstjórastólnum. Í ræðu í Borgarnesi í byrjun kosningabaráttunnar 2003 dylgjaði hún um það, að lögregla og dómsmálayfirvöld létu stjórnmálamenn misnota sig. Nefndi hún þá sérstaklega rannsókn á skattframtölum fyrirtækja Jóns Ólafssonar, sem var hin eðlilegasta í ljósi þess, að hann lifði óhófslífi, um leið og hann greiddi vinnukonuútsvar. Kosninganóttin 2003 var ekki liðin, þegar kom í ljós, að allt talið um forsætisráðherraefnið Ingibjörgu Sólrúnu hafði aðeins verið ódýr brella: Þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, bauð strax, en árangurslaust, Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherrastólinn. En sjálf náði Ingibjörg Sólrún ekki einu sinni þingsæti í kosningunum. Hún heyktist síðan á að fara þegar fram gegn Össuri í formennsku, eins og skynsamlegast hefði verið. Hún beið í tvö ár, og þá var eins og hennar tími væri liðinn. Nú situr hún úti í horni og nöldrar. Geir H. Haarde veitir henni lítinn sem engan kost á því eina, sem hún kann og getur, sem er að þrasa í sjónvarpssal. Hin mikla kaldhæðni er, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur endurnýjað sig og gengur sprækur og bleikur til næstu kosninga, en í forystu Samfylkingarinnar sjást aðeins gömlu, þreyttu andlitin, og frá henni heyrast sömu, slitnu tuggurnar. Litur hennar er grár.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun