ESB sektar Microsoft 12. júlí 2006 11:00 Bill Gates, stofnandi Microsoft. ESB hefur sektað hugbúnaðarrisann Microfsoft um tæpa 27 milljarða króna fyrir að framfylgja ekki samkeppnireglum innan Evrópusambandsins. Mynd/Reuters Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur sektað bandaríska hugbúnaðarrisann Microsoft um 280,5 milljónir evra, jafnvirði 26,9 milljarða íslenskra króna, fyrir að framfylgja ekki samkeppnislögum. Málið snýr að sölu á Windows stýrikerfi Microsoft í Evrópu en ESB komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að hugbúnaðarrisanum bæri að gefa samkeppnisaðilum sínum í álfunni upplýsingar um innviði stýrikerfisins svo þeir geti búið til hugbúnað sem vinni betur með stýrikerfinu. Stjórnendur Microsoft segja fyrirtækið hafa brugðist við ákvæðum ESB með viðunandi hætti. Hafi það upplýst samkeppnisaðilana um innviði stýrikerfisins í lotum og verði sú síðasta 18. júlí næstkomandi. En framkvæmdastjórn ESB er á öðru máli og greindi forsvarsmönnum Microsoft frá því í desember á síðasta ári að fyrirtækið myndi verða sektað um tvær milljónir evra, jafnvirði rúmlega 191 milljónar íslenskra króna, á dag verði það ekki við ákvæðum sambandsins. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, gæti svo farið að sektin verði hækkuð um eina milljón evrur, tæpar 96 milljónir króna, á dag. Þá komst ESB jafnframt að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að Microsoft bæri að skilja spilarann Windows Media Player frá stýrikerfinu og sektaði fyrirtækið um 497 milljónir evra, jafnvirði rúmra 47,6 milljarða íslenskra króna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur sektað bandaríska hugbúnaðarrisann Microsoft um 280,5 milljónir evra, jafnvirði 26,9 milljarða íslenskra króna, fyrir að framfylgja ekki samkeppnislögum. Málið snýr að sölu á Windows stýrikerfi Microsoft í Evrópu en ESB komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að hugbúnaðarrisanum bæri að gefa samkeppnisaðilum sínum í álfunni upplýsingar um innviði stýrikerfisins svo þeir geti búið til hugbúnað sem vinni betur með stýrikerfinu. Stjórnendur Microsoft segja fyrirtækið hafa brugðist við ákvæðum ESB með viðunandi hætti. Hafi það upplýst samkeppnisaðilana um innviði stýrikerfisins í lotum og verði sú síðasta 18. júlí næstkomandi. En framkvæmdastjórn ESB er á öðru máli og greindi forsvarsmönnum Microsoft frá því í desember á síðasta ári að fyrirtækið myndi verða sektað um tvær milljónir evra, jafnvirði rúmlega 191 milljónar íslenskra króna, á dag verði það ekki við ákvæðum sambandsins. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, gæti svo farið að sektin verði hækkuð um eina milljón evrur, tæpar 96 milljónir króna, á dag. Þá komst ESB jafnframt að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að Microsoft bæri að skilja spilarann Windows Media Player frá stýrikerfinu og sektaði fyrirtækið um 497 milljónir evra, jafnvirði rúmra 47,6 milljarða íslenskra króna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira