Hvar er innrásin? 14. júlí 2006 00:01 Útrás hefur verið tískuhugtak um nokkurn tíma. Það á rætur í þeim athöfnum allmargra íslenskra fyrirtækja og ungra athafnamanna að hasla sér völl á erlendum vettvangi. Á einungis örfáum árum hafa mál skipast á þann veg að hvert fyrirtækið á fætur öðru reynir að nýta sér kosti alþjóðavæðingarinnar. Með hæfilegri einföldun má segja að fyrirtækin búi sér nú til sína eigin heimamarkaði. Sú var tíð að það voru fyrst og fremst fisksölufyrirtækin sem fjárfestu erlendis. Nú eru það einkum fjármála- og þjónustufyrirtæki af ýmsu tagi sem hasla sér völl utan landsteinanna. Þegar fyrst kom til tals að einkavæða bankana óttuðust margir að útlendingar myndu gleypa þá. Fáir sáu þá fyrir að þegar til kastanna kæmi yrði þróunin á hinn veginn. Sannleikurinn er sá að alþjóðavæðingin hefur gefið smáríkjum og litlum fyrirtækjum aukið svigrúm og ný tækifæri. Ungir og framsæknir íslenskir athafnamenn hafa hagnýtt sér þessa kosti svo eftir hefur verið tekið. Engum vafa er undirorpið að þessi sókn íslenskra athafnamanna út fyrir túnið heima hefur leyst marga nýja krafta úr læðingi. Hún hefur verið snar þáttur í vexti og viðgangi þjóðarbúskaparins á liðnum árum. En það eru tvær hliðar á hverjum peningi. Á sama tíma og Ísland hefur verið þátttakandi í innri markaði Evrópusambandsins og nýju alþjóðlegu viðskiptaumhverfi fer lítið fyrir frjálsri erlendri fjárfestingu hér. Það er skoðunarefni og reyndar nokkurt áhyggjuefni. Erlend fjárfesting hér á landi er fyrst og fremst í álverum. Hún er komin til vegna opinberrar fyrirgreiðslu við orkusölu. Núverandi forsenda hennar er meðal annars áhættuþátttaka skattgreiðendanna í sveiflum á álverði. Stóriðjufjárfestingarnar eru því ekki dæmi um erlent fjármagn sem hingað leitar á almennum viðskiptalegum forsendum. Þær eru því heldur ekki algildur mælikvarði á mat erlendra fjárfesta á íslensku viðskiptaumhverfi. Í þeim tilgangi að tryggja grósku og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi þurfum við rétt eins og aðrar þjóðir erlent fjármagn. Vegir fjárfestinganna þurfa að vera gagnvegir. Fyrir þá sök er rétt að spyrja: Hvar er innrásin? Skattaumhverfi fyrirtækja hér er nokkuð hagstætt. Mörg íslensku útrásarfyrirtækin væru sennilega alfarin ef skattar væru ekki lægri hér en gerist og gengur í Vestur-Evrópu. Þetta tiltölulega aðlaðandi skattaumhverfi hefur eigi að síður ekki megnað að laða að erlenda fjárfesta í þeim mæli sem æskilegt væri. Því vakna eðlilega spurningar eins og þessar: Hvað er að? Hvað veldur hiki erlendra fjárfesta? Ugglaust eru ekki til einhlít svör við slíkum spurningum. Óstöðugleiki íslensku krónunnar er þó að öllum líkindum helsta skýringin. Erlendir fjárfestar hika við þátttöku í íslensku atvinnulífi og íslenskum fjármálamarkaði vegna gengisáhættu í litlu myntsamfélagi. Erlend fjárfesting er ekki einvörðungu gott gróskumeðal fyrir þjóðarbúskapinn. Hún getur einnig verið mikilvæg mælistika á frammistöðu okkar. Í þessu ljósi hlýtur það að vera eitt af stóru viðfangsefnunum í íslenskum stjórnmálum að bregðast við þessum aðstæðum út frá langtímasjónarmiðum. Málum þarf að koma svo fyrir að fjárfestingar fari ekki einugis um einstefnugötur frá Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Útrás hefur verið tískuhugtak um nokkurn tíma. Það á rætur í þeim athöfnum allmargra íslenskra fyrirtækja og ungra athafnamanna að hasla sér völl á erlendum vettvangi. Á einungis örfáum árum hafa mál skipast á þann veg að hvert fyrirtækið á fætur öðru reynir að nýta sér kosti alþjóðavæðingarinnar. Með hæfilegri einföldun má segja að fyrirtækin búi sér nú til sína eigin heimamarkaði. Sú var tíð að það voru fyrst og fremst fisksölufyrirtækin sem fjárfestu erlendis. Nú eru það einkum fjármála- og þjónustufyrirtæki af ýmsu tagi sem hasla sér völl utan landsteinanna. Þegar fyrst kom til tals að einkavæða bankana óttuðust margir að útlendingar myndu gleypa þá. Fáir sáu þá fyrir að þegar til kastanna kæmi yrði þróunin á hinn veginn. Sannleikurinn er sá að alþjóðavæðingin hefur gefið smáríkjum og litlum fyrirtækjum aukið svigrúm og ný tækifæri. Ungir og framsæknir íslenskir athafnamenn hafa hagnýtt sér þessa kosti svo eftir hefur verið tekið. Engum vafa er undirorpið að þessi sókn íslenskra athafnamanna út fyrir túnið heima hefur leyst marga nýja krafta úr læðingi. Hún hefur verið snar þáttur í vexti og viðgangi þjóðarbúskaparins á liðnum árum. En það eru tvær hliðar á hverjum peningi. Á sama tíma og Ísland hefur verið þátttakandi í innri markaði Evrópusambandsins og nýju alþjóðlegu viðskiptaumhverfi fer lítið fyrir frjálsri erlendri fjárfestingu hér. Það er skoðunarefni og reyndar nokkurt áhyggjuefni. Erlend fjárfesting hér á landi er fyrst og fremst í álverum. Hún er komin til vegna opinberrar fyrirgreiðslu við orkusölu. Núverandi forsenda hennar er meðal annars áhættuþátttaka skattgreiðendanna í sveiflum á álverði. Stóriðjufjárfestingarnar eru því ekki dæmi um erlent fjármagn sem hingað leitar á almennum viðskiptalegum forsendum. Þær eru því heldur ekki algildur mælikvarði á mat erlendra fjárfesta á íslensku viðskiptaumhverfi. Í þeim tilgangi að tryggja grósku og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi þurfum við rétt eins og aðrar þjóðir erlent fjármagn. Vegir fjárfestinganna þurfa að vera gagnvegir. Fyrir þá sök er rétt að spyrja: Hvar er innrásin? Skattaumhverfi fyrirtækja hér er nokkuð hagstætt. Mörg íslensku útrásarfyrirtækin væru sennilega alfarin ef skattar væru ekki lægri hér en gerist og gengur í Vestur-Evrópu. Þetta tiltölulega aðlaðandi skattaumhverfi hefur eigi að síður ekki megnað að laða að erlenda fjárfesta í þeim mæli sem æskilegt væri. Því vakna eðlilega spurningar eins og þessar: Hvað er að? Hvað veldur hiki erlendra fjárfesta? Ugglaust eru ekki til einhlít svör við slíkum spurningum. Óstöðugleiki íslensku krónunnar er þó að öllum líkindum helsta skýringin. Erlendir fjárfestar hika við þátttöku í íslensku atvinnulífi og íslenskum fjármálamarkaði vegna gengisáhættu í litlu myntsamfélagi. Erlend fjárfesting er ekki einvörðungu gott gróskumeðal fyrir þjóðarbúskapinn. Hún getur einnig verið mikilvæg mælistika á frammistöðu okkar. Í þessu ljósi hlýtur það að vera eitt af stóru viðfangsefnunum í íslenskum stjórnmálum að bregðast við þessum aðstæðum út frá langtímasjónarmiðum. Málum þarf að koma svo fyrir að fjárfestingar fari ekki einugis um einstefnugötur frá Íslandi.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun