Völd og verklag lífeyrissjóða 16. júlí 2006 00:01 Lífeyrissjóðir eru ásamt stórum fjárfestum og fjármálstofnunum hryggjarstykki í uppbyggingu atvinnulífsins. Stofnun þeirra og skylduaðild að þeim er eitthvert mesta gæfuspor sem þjóðin hefur stigið. Lífeyrissjóðirnir hafa stutt við uppbyggingu fyrirtækja og átt ríkan þátt í að þróa verðbréfamarkað hér á landi. Sú þróun hefur verið uppspretta mikilla tækifæra. Lífeyrissjóðir hafa úr miklum fjármunum að spila sem eru eign þeirra sem í þá greiða. Slíkum fjármunum fylgja mikil völd og völdum fylgja einnig þeir sem sólgnir eru í þau. Mikilvægt er að fyrirkomulag slíkra sjóða í eigu almennings sé þannig að völdin séu dreifð og afmörkuð sé sú stund sem menn sitja að slíkum völdum. Á stundum hefur verið erfitt að draga aðra ályktun af ákvörðunum sjóðanna en að þar hafi menn verið að taka þátt í viðskiptapólitískum slag. Slíkt er afar óheppilegt og til þess fallið að draga úr trausti á sjóðunum og veikja möguleika þeirra til að nýta sér tækifæri á markaði. Innan lífeyrissjóðanna sjálfra hefur á undanförnum árum farið fram umræða um hvernig með valdið skuli farið. Sú umræða hefur leitt til þess að mun minna ber á grunsemdum um að annarleg sjónarmið ráði ákvörðun sjóðanna. Það er vel. Lífeyrissjóður verslunarmanna auglýsti í kjölfar breytinga á hluthafahópi Straums-Burðaráss að hlutur hans í sjóðnum væri til sölu. Um var að ræða hlut sem slagaði hátt í tíu milljarða króna að virði. Afleiðing þessa var að gengi bréfanna lækkaði skart og þar með verðmæti þeirra bréfa sem sjóðfélagar sjóðsins eiga í félaginu. Slíkt getur tæplega talist skynsamleg ráðstöfun. Óánægja er meðal stærstu hluthafa Straums með þessa ráðstöfun sjóðsins. Fulltrúar FL Group hafa tjáð þá óánægju og varpað fram hugmyndum um að beina starfsmönnum sínum annað en í Lífeyrissjóð verslunarmanna. Viðbrögð hafa verið harkaleg, meðal annars á þeirri forsendu að þarna sé verið að leggja til að einhvers konar fyrirtækjasjóður verði stofnaður. Ekki verður séð að um slíkt sé að ræða, enda ekkert fylgi við að taka upp sjóði líka þeim sem tíðkast í Bandaríkjunum og Bretlandi með tilheyrandi óöryggi fyrir sjóðfélaga. Slík viðbrögð við gagnrýni á vinnulag eins lífeyrissjóðs eru tæpast réttlætanleg. Gagnrýnin ætti einmitt að opna tækifæri á opinni og skynsamlegri umræðu um hvernig lífeyrissjóðum er best fyrir komið. Hún gefur tækifæri til að ræða grundvallarspurningar um sjóðfélagalýðræði og frelsi launamanna til að velja eigin lífeyrissjóð. Það er vissulega mikilvægt að festa og skýrar reglur séu um stjórnun og fjárfestingar sjóðanna. Aukin aðkoma eigenda sjóðanna þarf ekki að koma í veg fyrir að stöðugleiki ríki um rekstur þeirra, enda þótt hluti fulltrúa í stjórnum þeirra sé kosinn af sjóðfélögum. Aukinn réttur hvers og eins til að ákveða sjálfur í hvaða sjóð er greitt myndi örva sjóðina til dáða og efla samkeppni á milli þeirra um að ávaxta pund sitt sem best. Það er ástæðulaust að gefa sér niðurstöðu fyrirfram. Lífeyrissjóðirnir hafa mikilvægt aðhaldshlutverk á markaði og hlutverk umræðu sem þessarar er mikilvægt til að skapa aðhald hjá lífeyrissjóðunum sjálfum. Það hafa allir gott af slíku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun
Lífeyrissjóðir eru ásamt stórum fjárfestum og fjármálstofnunum hryggjarstykki í uppbyggingu atvinnulífsins. Stofnun þeirra og skylduaðild að þeim er eitthvert mesta gæfuspor sem þjóðin hefur stigið. Lífeyrissjóðirnir hafa stutt við uppbyggingu fyrirtækja og átt ríkan þátt í að þróa verðbréfamarkað hér á landi. Sú þróun hefur verið uppspretta mikilla tækifæra. Lífeyrissjóðir hafa úr miklum fjármunum að spila sem eru eign þeirra sem í þá greiða. Slíkum fjármunum fylgja mikil völd og völdum fylgja einnig þeir sem sólgnir eru í þau. Mikilvægt er að fyrirkomulag slíkra sjóða í eigu almennings sé þannig að völdin séu dreifð og afmörkuð sé sú stund sem menn sitja að slíkum völdum. Á stundum hefur verið erfitt að draga aðra ályktun af ákvörðunum sjóðanna en að þar hafi menn verið að taka þátt í viðskiptapólitískum slag. Slíkt er afar óheppilegt og til þess fallið að draga úr trausti á sjóðunum og veikja möguleika þeirra til að nýta sér tækifæri á markaði. Innan lífeyrissjóðanna sjálfra hefur á undanförnum árum farið fram umræða um hvernig með valdið skuli farið. Sú umræða hefur leitt til þess að mun minna ber á grunsemdum um að annarleg sjónarmið ráði ákvörðun sjóðanna. Það er vel. Lífeyrissjóður verslunarmanna auglýsti í kjölfar breytinga á hluthafahópi Straums-Burðaráss að hlutur hans í sjóðnum væri til sölu. Um var að ræða hlut sem slagaði hátt í tíu milljarða króna að virði. Afleiðing þessa var að gengi bréfanna lækkaði skart og þar með verðmæti þeirra bréfa sem sjóðfélagar sjóðsins eiga í félaginu. Slíkt getur tæplega talist skynsamleg ráðstöfun. Óánægja er meðal stærstu hluthafa Straums með þessa ráðstöfun sjóðsins. Fulltrúar FL Group hafa tjáð þá óánægju og varpað fram hugmyndum um að beina starfsmönnum sínum annað en í Lífeyrissjóð verslunarmanna. Viðbrögð hafa verið harkaleg, meðal annars á þeirri forsendu að þarna sé verið að leggja til að einhvers konar fyrirtækjasjóður verði stofnaður. Ekki verður séð að um slíkt sé að ræða, enda ekkert fylgi við að taka upp sjóði líka þeim sem tíðkast í Bandaríkjunum og Bretlandi með tilheyrandi óöryggi fyrir sjóðfélaga. Slík viðbrögð við gagnrýni á vinnulag eins lífeyrissjóðs eru tæpast réttlætanleg. Gagnrýnin ætti einmitt að opna tækifæri á opinni og skynsamlegri umræðu um hvernig lífeyrissjóðum er best fyrir komið. Hún gefur tækifæri til að ræða grundvallarspurningar um sjóðfélagalýðræði og frelsi launamanna til að velja eigin lífeyrissjóð. Það er vissulega mikilvægt að festa og skýrar reglur séu um stjórnun og fjárfestingar sjóðanna. Aukin aðkoma eigenda sjóðanna þarf ekki að koma í veg fyrir að stöðugleiki ríki um rekstur þeirra, enda þótt hluti fulltrúa í stjórnum þeirra sé kosinn af sjóðfélögum. Aukinn réttur hvers og eins til að ákveða sjálfur í hvaða sjóð er greitt myndi örva sjóðina til dáða og efla samkeppni á milli þeirra um að ávaxta pund sitt sem best. Það er ástæðulaust að gefa sér niðurstöðu fyrirfram. Lífeyrissjóðirnir hafa mikilvægt aðhaldshlutverk á markaði og hlutverk umræðu sem þessarar er mikilvægt til að skapa aðhald hjá lífeyrissjóðunum sjálfum. Það hafa allir gott af slíku.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun