Við erum óttalegir sóðar 20. júlí 2006 00:01 Í Reykjavík er sennilega meira rusl en í mörgum milljónaborgum erlendis. Hér er reyndar miðað við höfðatölu mest af ýmsu öðru, en þarna er á ferðinni lítt eftirsóknarvert höfðatölumet. Nýr meirihluti í Reykjavík stendur nú fyrir átaki til að bæta umhverfið í borginni og fá borgarbúa til að taka til hendinni og bæta umgengni sína í kjölfar þess. Reglulega hefur verið vakin athygli á umgengni og er þess skemmst að minnast þegar síðasti meirihluti í borginni skar upp herör gegn tyggjóklessum á gangstéttum. Framtakið er þarft og nauðsynlegt að minna okkur á hversu lítið þarf oft til svo umhverfi og mannlíf verði snöggtum fegurra en það er. Við erum nefnilega óttalegir sóðar. Það gildir ekki bara um rusl. Við erum eftirbátar nágrannaþjóðanna þegar kemur að flestu sem lýtur að virðingu fyrir umhverfinu. Vissulega hafa margir þættir færst í betra horf, en enn skiljum við bílana eftir í lausagangi fyrir utan leikskóla, hendum rusli hvar sem okkur býður við að horfa og þó nokkuð vantar upp á að við flokkum frá okkur úrganginn. Auk þess keyrum við utan vega og spillum landi og legi með gálausri háttsemi. Margt bendir til þess að nýjar kynslóðir verði meðvitaðri um umgengni við umhverfi sitt. Skólar landsins hafa undanfarin ár verið í fararbroddi þeirra sem vakið hafa til lífsins virðingu fyrir umhverfi. Þrýstingur barna á foreldra hefur orðið til þess að margir hafa tekið sig á. Margt bendir til þess að nýjar kynslóðir verði meðvitaðri um umgengni við umhverfi sitt. Skólar landsins hafa undanfarin ár verið í fararbroddi þeirra sem vakið hafa til lífsins virðingu fyrir umhverfi. Þrýstingur barna á foreldra hefur orðið til þess að margir hafa tekið sig á. Vonandi verður þetta uppeldi barna á foreldrum sínum til þess að umhverfisvitund okkar skerpist og tillitssemi í samfélaginu aukist. Sóðaskapurinn er nefnilega angi af almennu tillitsleysi, ef ekki algjöru tilfinningaleysi, fyrir meðborgurum okkar. Kannski liggur hluti skýringarinnar í því að við erum ungt borgarsamfélag sem hefur ekki tamið sér siðvenjur grónari borgarsamfélaga. Á síðustu öld skáru menn upp herör gegn almennum sóðaskap hjá Íslendingum. Þá mátti rekja dauðsföll beinlínis til óþrifnaðar. Áberandi í þeirri baráttu voru menn eins og Vilmundur landlæknir, Halldór Laxness og séra Árni Þórarinsson, svo einhverjir séu nefndir. Kannski þarf átak til svo að við fáum rænuna í umgengni við náttúruna sem og stræti og torg. Flestir búa á sæmilega snyrtilegum heimilum og kannski þarf ekki meira til en að stækka örlítið þann hring sem umgengni okkar um eigin rann nær til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun
Í Reykjavík er sennilega meira rusl en í mörgum milljónaborgum erlendis. Hér er reyndar miðað við höfðatölu mest af ýmsu öðru, en þarna er á ferðinni lítt eftirsóknarvert höfðatölumet. Nýr meirihluti í Reykjavík stendur nú fyrir átaki til að bæta umhverfið í borginni og fá borgarbúa til að taka til hendinni og bæta umgengni sína í kjölfar þess. Reglulega hefur verið vakin athygli á umgengni og er þess skemmst að minnast þegar síðasti meirihluti í borginni skar upp herör gegn tyggjóklessum á gangstéttum. Framtakið er þarft og nauðsynlegt að minna okkur á hversu lítið þarf oft til svo umhverfi og mannlíf verði snöggtum fegurra en það er. Við erum nefnilega óttalegir sóðar. Það gildir ekki bara um rusl. Við erum eftirbátar nágrannaþjóðanna þegar kemur að flestu sem lýtur að virðingu fyrir umhverfinu. Vissulega hafa margir þættir færst í betra horf, en enn skiljum við bílana eftir í lausagangi fyrir utan leikskóla, hendum rusli hvar sem okkur býður við að horfa og þó nokkuð vantar upp á að við flokkum frá okkur úrganginn. Auk þess keyrum við utan vega og spillum landi og legi með gálausri háttsemi. Margt bendir til þess að nýjar kynslóðir verði meðvitaðri um umgengni við umhverfi sitt. Skólar landsins hafa undanfarin ár verið í fararbroddi þeirra sem vakið hafa til lífsins virðingu fyrir umhverfi. Þrýstingur barna á foreldra hefur orðið til þess að margir hafa tekið sig á. Margt bendir til þess að nýjar kynslóðir verði meðvitaðri um umgengni við umhverfi sitt. Skólar landsins hafa undanfarin ár verið í fararbroddi þeirra sem vakið hafa til lífsins virðingu fyrir umhverfi. Þrýstingur barna á foreldra hefur orðið til þess að margir hafa tekið sig á. Vonandi verður þetta uppeldi barna á foreldrum sínum til þess að umhverfisvitund okkar skerpist og tillitssemi í samfélaginu aukist. Sóðaskapurinn er nefnilega angi af almennu tillitsleysi, ef ekki algjöru tilfinningaleysi, fyrir meðborgurum okkar. Kannski liggur hluti skýringarinnar í því að við erum ungt borgarsamfélag sem hefur ekki tamið sér siðvenjur grónari borgarsamfélaga. Á síðustu öld skáru menn upp herör gegn almennum sóðaskap hjá Íslendingum. Þá mátti rekja dauðsföll beinlínis til óþrifnaðar. Áberandi í þeirri baráttu voru menn eins og Vilmundur landlæknir, Halldór Laxness og séra Árni Þórarinsson, svo einhverjir séu nefndir. Kannski þarf átak til svo að við fáum rænuna í umgengni við náttúruna sem og stræti og torg. Flestir búa á sæmilega snyrtilegum heimilum og kannski þarf ekki meira til en að stækka örlítið þann hring sem umgengni okkar um eigin rann nær til.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun