Enn eykst tapið hjá GM 26. júlí 2006 13:21 General Motors hefur selt færri sportjeppa á borð við Hummer en áætlað var. Mynd/Getty Images Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári. General Motors, sem er stærsti bílaframleiðandi í heimi, hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu síðustu misserin en mörg þúsund starfsmönnum hefur verið sagt upp. Stór hluti taprekstursins er komin til vegna starfslokasamninga við starfsmennina. Þá áætlar fyrirtækið að loka 12 verksmiðjum í Bandaríkjunum á næstu tveimur árum. Bílaframleiðandinn á um þessar mundir í viðræðum við franska bílaframleiðandann Renault og hinn japanska Nissan um samstarf. Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem á um 10 prósenta hlut í General Motors og er fjórði stærsti hluthafinn í fyrirtækinu, átti frumkvæðið að samstarfinu en hann vonast til að með því muni rekstur bílaframleiðandans komast á réttan kjöl. Bandarískir neytendur hafa ekki verið jafn áhugasamir um stóra sportjeppa og fyrirtækið taldi. Þá hefur eldsneytisverð hækkað talsvert síðustu mánuði og hefur almenningur vestra í auknum mæli keypt sparneytna bíla frá Toyota og Honda Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári. General Motors, sem er stærsti bílaframleiðandi í heimi, hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu síðustu misserin en mörg þúsund starfsmönnum hefur verið sagt upp. Stór hluti taprekstursins er komin til vegna starfslokasamninga við starfsmennina. Þá áætlar fyrirtækið að loka 12 verksmiðjum í Bandaríkjunum á næstu tveimur árum. Bílaframleiðandinn á um þessar mundir í viðræðum við franska bílaframleiðandann Renault og hinn japanska Nissan um samstarf. Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem á um 10 prósenta hlut í General Motors og er fjórði stærsti hluthafinn í fyrirtækinu, átti frumkvæðið að samstarfinu en hann vonast til að með því muni rekstur bílaframleiðandans komast á réttan kjöl. Bandarískir neytendur hafa ekki verið jafn áhugasamir um stóra sportjeppa og fyrirtækið taldi. Þá hefur eldsneytisverð hækkað talsvert síðustu mánuði og hefur almenningur vestra í auknum mæli keypt sparneytna bíla frá Toyota og Honda
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira