Við eigum mikið inni og munum bara bæta okkur 5. ágúst 2006 18:00 þjálfarateymið Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari, og Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarmaður hans, fylgjast með liðinu á æfingu í síðustu viku. MYND/Heiða Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fyrir Evrópumótið er í fullum gangi en liðið leikur sinn síðasta leik á Norðurlandamótinu í dag. Þar verða Danir andstæðingar okkar en Ísland vann öruggan sigur á Norðmönnum í gær, 90-69. Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson voru stigahæstir í íslenska liðinu með sextán stig en Magnús Gunnarsson skoraði tólf. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í gær. Við höfum verið að bæta okkur með hverjum leik á mótinu og það er styrkleikamerki, sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, við Fréttablaðið í gær. Norðmenn eru með mun lakari lið en Finnar og Svíar en við hefðum þó átt að gera betur í þeim leikjum. Leikirnir hefðu getað farið á báða vegu, við vorum að missa boltann of frá okkur í báðum leikjum. Gegn Svíum lentum við í basli þegar við misstum stóru mennina okkar útaf en við teljum okkur eiga mikið inni og eigum bara eftir að bæta okkur, sagði þjálfarinn sem hefur verið að vinna að ýmsu til að bæta leik liðsins. Sem lið þurfum við að vinna betur saman og loka ákveðnum holum sem myndast auk þess sem við þurfum að sína meiri hörku í vörninni en við höfum haft betur í fráköstunum í öllum leikjunum á mótinu sem er mjög jákvætt. Við erum þó enn að tapa of mörgum boltum í sókninni og við þurfum nauðsynlega að bæta það, sagði Sigurður. Ekki hafa allir getað æft með liðinu og þrír lykilmenn, Jón Arnór Stefánsson, Brenton Birmingham og Fannar Ólafsson voru ekki með á mótinu. Undirbúningur liðsins fyrir EM, þar sem liðið er með Georgíu, Finnlandi, Lúxemborg og Austurríki í riðli, heldur áfram eftir tvær vikur þegar liðið tekur þátt í æfingamóti þar sem mótherjarnir verða Holland, Belgía og Svíþjóð. Síðustu æfingaleikirnir verða svo gegn Írum áður en mótið hefst í byrjun september. Það er mikið sem við lærum af þessu móti og við vitum betur hvar við erum staddir með liðið. Á næsta móti verða komnir nýjir menn til móts við okkur til að berjast um stöður. Samkeppnin um stöður er gríðarleg og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur, sagði Sigurður Ingimundarson að lokum. Íþróttir Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fyrir Evrópumótið er í fullum gangi en liðið leikur sinn síðasta leik á Norðurlandamótinu í dag. Þar verða Danir andstæðingar okkar en Ísland vann öruggan sigur á Norðmönnum í gær, 90-69. Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson voru stigahæstir í íslenska liðinu með sextán stig en Magnús Gunnarsson skoraði tólf. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í gær. Við höfum verið að bæta okkur með hverjum leik á mótinu og það er styrkleikamerki, sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, við Fréttablaðið í gær. Norðmenn eru með mun lakari lið en Finnar og Svíar en við hefðum þó átt að gera betur í þeim leikjum. Leikirnir hefðu getað farið á báða vegu, við vorum að missa boltann of frá okkur í báðum leikjum. Gegn Svíum lentum við í basli þegar við misstum stóru mennina okkar útaf en við teljum okkur eiga mikið inni og eigum bara eftir að bæta okkur, sagði þjálfarinn sem hefur verið að vinna að ýmsu til að bæta leik liðsins. Sem lið þurfum við að vinna betur saman og loka ákveðnum holum sem myndast auk þess sem við þurfum að sína meiri hörku í vörninni en við höfum haft betur í fráköstunum í öllum leikjunum á mótinu sem er mjög jákvætt. Við erum þó enn að tapa of mörgum boltum í sókninni og við þurfum nauðsynlega að bæta það, sagði Sigurður. Ekki hafa allir getað æft með liðinu og þrír lykilmenn, Jón Arnór Stefánsson, Brenton Birmingham og Fannar Ólafsson voru ekki með á mótinu. Undirbúningur liðsins fyrir EM, þar sem liðið er með Georgíu, Finnlandi, Lúxemborg og Austurríki í riðli, heldur áfram eftir tvær vikur þegar liðið tekur þátt í æfingamóti þar sem mótherjarnir verða Holland, Belgía og Svíþjóð. Síðustu æfingaleikirnir verða svo gegn Írum áður en mótið hefst í byrjun september. Það er mikið sem við lærum af þessu móti og við vitum betur hvar við erum staddir með liðið. Á næsta móti verða komnir nýjir menn til móts við okkur til að berjast um stöður. Samkeppnin um stöður er gríðarleg og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur, sagði Sigurður Ingimundarson að lokum.
Íþróttir Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira