Fylkismenn komnir í bullandi fallbaráttuslag 28. ágúst 2006 11:30 sigurmarkið Barry Smith fagnar hér marki sínu í Árbænum. MYND/Anton Fylkismenn eru í miklum vandræðum eftir 0-1 tapleik gegn Valsmönnum á heimavelli í gær. Liðið hefur ekki náð miklu úr síðustu leikjum sínum og af leik liðsins að dæma í gær er það einfaldlega ekki líklegt til frekari afreka á vellinum í haust. Valsmenn einbeittu sér að varnarleiknum í gær og uppskáru dýrmæt þrjú stig. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og komum betur inn í leikinn í seinni hálfleik og stjórnuðum honum að miklu leyti,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, og var heldur niðurlútur að leik loknum. „Við bara nýttum ekki þau færi sem við fengum í leiknum til að skora mark og er það ekki í fyrsta skiptið í sumar. Við spiluðum ekki vel í dag en við mættum liði sem leggur áherslu á að drepa leikinn niður, hanga til baka og grenja í grasinu. Ég hef aldrei mætt jafn slæmu liði hvað þetta varðar áður. En þeir komust upp með þetta og unnu leikinn. Þetta greinilega virkar fyrir þá,“ sagði Leifur. Það er óvarlega áætlað að segja að leikur Fylkis og Vals hafi verið einn versti leikur sumarsins. Það var hreint með ólíkindum að sjá leikmenn beggja liða framkvæma hvert klúðrið á fætur öðru enda bauð spil og samleikur manna ekki upp á mikið. Síendurteknar háloftasendingar og illa útfært miðjuspil var einkennandi fyrir leikinn sem og klaufagangur sóknarmanna þegar upp að marki andstæðingsins var komið. Átti þetta sérstaklega við um Fylkisliðið. Valsmenn áttu nokkrar ágætar sóknir í leiknum og var Matthías Guðmundsson nærri því að skora í þau skipti. Það var þó varnarmaðurinn Barry Smith sem skoraði eina mark leiksins þegar Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, kýldi boltann beint fyrir framan fætur hans í glórulausu úthlaupi. Smith skoraði í autt markið. Fjalar átti reyndar afleitan dag og var stálheppinn að hafa ekki fengið fleiri mörk á sig og einnig var hann í tvígang afar nálægt því að handleika knöttinn utan vítateigs. Bjarni Halldórsson varamarkvörður átti fína innkomu í síðasta leik Fylkis og hlýtur að gera tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik. Gamli Fylkismaðurinn hinum megin á vellinum, Kjartan Sturluson, steig ekki feilspor í leiknum en það reyndi heldur ekki mikið á hann. Þeir Albert Ingason og Haukur Ingi Guðnason áttu bestu færi heimamanna með skömmu millibili í síðari hálfleik en í bæði skiptin fór boltinn hárfínt fram hjá marki Vals. „Þetta var vinnusigur og afar ljúfur sigur. Nú erum við í 2. sæti og endanlega lausir við fallhættuna. Það er mikill léttir og er mikil gleði í hópnum,“ sagði Matthías Guðmundsson Valsari. „Deildin býður upp á svona leiki enda spennan mikil í neðri hluta deildarinnar. Núna ætlum við að berjast fyrir því að halda 2. sætinu.“ „Við þurfum á sigrinum að halda og var ég að vonast til að hann hefði komið í dag,“ sagði Leifur. „Við erum enn í fallhættu og þurfum við að gera okkur betur grein fyrir því.“ Íþróttir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Sjá meira
Fylkismenn eru í miklum vandræðum eftir 0-1 tapleik gegn Valsmönnum á heimavelli í gær. Liðið hefur ekki náð miklu úr síðustu leikjum sínum og af leik liðsins að dæma í gær er það einfaldlega ekki líklegt til frekari afreka á vellinum í haust. Valsmenn einbeittu sér að varnarleiknum í gær og uppskáru dýrmæt þrjú stig. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og komum betur inn í leikinn í seinni hálfleik og stjórnuðum honum að miklu leyti,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, og var heldur niðurlútur að leik loknum. „Við bara nýttum ekki þau færi sem við fengum í leiknum til að skora mark og er það ekki í fyrsta skiptið í sumar. Við spiluðum ekki vel í dag en við mættum liði sem leggur áherslu á að drepa leikinn niður, hanga til baka og grenja í grasinu. Ég hef aldrei mætt jafn slæmu liði hvað þetta varðar áður. En þeir komust upp með þetta og unnu leikinn. Þetta greinilega virkar fyrir þá,“ sagði Leifur. Það er óvarlega áætlað að segja að leikur Fylkis og Vals hafi verið einn versti leikur sumarsins. Það var hreint með ólíkindum að sjá leikmenn beggja liða framkvæma hvert klúðrið á fætur öðru enda bauð spil og samleikur manna ekki upp á mikið. Síendurteknar háloftasendingar og illa útfært miðjuspil var einkennandi fyrir leikinn sem og klaufagangur sóknarmanna þegar upp að marki andstæðingsins var komið. Átti þetta sérstaklega við um Fylkisliðið. Valsmenn áttu nokkrar ágætar sóknir í leiknum og var Matthías Guðmundsson nærri því að skora í þau skipti. Það var þó varnarmaðurinn Barry Smith sem skoraði eina mark leiksins þegar Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, kýldi boltann beint fyrir framan fætur hans í glórulausu úthlaupi. Smith skoraði í autt markið. Fjalar átti reyndar afleitan dag og var stálheppinn að hafa ekki fengið fleiri mörk á sig og einnig var hann í tvígang afar nálægt því að handleika knöttinn utan vítateigs. Bjarni Halldórsson varamarkvörður átti fína innkomu í síðasta leik Fylkis og hlýtur að gera tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik. Gamli Fylkismaðurinn hinum megin á vellinum, Kjartan Sturluson, steig ekki feilspor í leiknum en það reyndi heldur ekki mikið á hann. Þeir Albert Ingason og Haukur Ingi Guðnason áttu bestu færi heimamanna með skömmu millibili í síðari hálfleik en í bæði skiptin fór boltinn hárfínt fram hjá marki Vals. „Þetta var vinnusigur og afar ljúfur sigur. Nú erum við í 2. sæti og endanlega lausir við fallhættuna. Það er mikill léttir og er mikil gleði í hópnum,“ sagði Matthías Guðmundsson Valsari. „Deildin býður upp á svona leiki enda spennan mikil í neðri hluta deildarinnar. Núna ætlum við að berjast fyrir því að halda 2. sætinu.“ „Við þurfum á sigrinum að halda og var ég að vonast til að hann hefði komið í dag,“ sagði Leifur. „Við erum enn í fallhættu og þurfum við að gera okkur betur grein fyrir því.“
Íþróttir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Sjá meira