Hvað gerir "Bikar-Höski" gegn Keflavík í kvöld? 28. ágúst 2006 12:15 Í kvöld mætast Víkingur og Keflavík í undanúrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn byrjar kl. 20.00 og er á Laugardalsvellinum. Víkingar hafa farið þrengslin á leið sinni í undanúrslitin. Í 16 liða úrslitum mættu þeir Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika og unnu þann leik 2-1 þar sem Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, skoraði bæði mörk liðsins. Í 8 liða úrslitum mættu Víkingar Valsmönnum þar sem lokatölur urðu þær sömu og gegn FH, 2-1. Aftur var það Höskuldur Eiríksson sem kom liði sínu áfram, skoraði sigurmarkið eftir að Daníel Hjaltason hafði jafnað leikinn fyrir Víkinga. Höskuldur er því ekki kallaður annað en "Bikar-Höski" þessa dagana og verður spennandi að fylgjast með honum í kvöld. Ekki verður síður spennandi að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings, og Guðmundar Mete, varnarmanns Keflavíkur, en Daníel fór ófögrum orðum um Guðmund á heimasíðu sinni á dögunum og ásakaði hann um alls kyns fautaskap á vellinum sem og að hafa hótað sér lífláti. Keflvíkingar mættu Leikni Reykjavík á útivelli í 16 liða úrslitum og sigruðu örugglega 3-0. Stefán Örn Arnarson skoraði tvö mörk í leiknum og Guðmundur Steinarsson eitt. Keflvíkingar fóru svo upp á Skaga í 8 liða úrslitum og mættu ÍA í hörkuleik. Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk og þeir Þórarinn B. Kristjánsson og Símun E. Samuelsen sitt markið hvor í 4-3 sigri Keflvíkinga. "Ég held að þetta verði þrælskemmtilegur leikur og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," sagði Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings. Höskuldur sagðist hálfpartinn vorkenna Keflvíkingunum því Víkingar ætli sér að mæta mjög grimmir í þennan leik eftir að hafa fengið á sig mark á síðustu sekúndunum í leik liðsins gegn Grindavík í síðustu viku. "Þetta leggst bara vel í mig og ég á von á mjög skemmtilegum leik. Þetta eru búnir að vera mjög spennandi leikir á milli liðanna í deildinni í sumar," sagði Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga. Keflvíkingar léku illa í síðasta leik gegn ÍA í deildinni en Guðmundur sagði að Keflvíkingar væru staðráðnir í að taka sig saman í andlitinu. "Allir leikmenn okkar átta sig alveg á því hvað fór úrskeiðis gegn ÍA og það er mjög einfalt að laga það. Við mætum endurnærðir og hungraðir í þennan leik," sagði Guðmundur að lokum. Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Í kvöld mætast Víkingur og Keflavík í undanúrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn byrjar kl. 20.00 og er á Laugardalsvellinum. Víkingar hafa farið þrengslin á leið sinni í undanúrslitin. Í 16 liða úrslitum mættu þeir Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika og unnu þann leik 2-1 þar sem Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, skoraði bæði mörk liðsins. Í 8 liða úrslitum mættu Víkingar Valsmönnum þar sem lokatölur urðu þær sömu og gegn FH, 2-1. Aftur var það Höskuldur Eiríksson sem kom liði sínu áfram, skoraði sigurmarkið eftir að Daníel Hjaltason hafði jafnað leikinn fyrir Víkinga. Höskuldur er því ekki kallaður annað en "Bikar-Höski" þessa dagana og verður spennandi að fylgjast með honum í kvöld. Ekki verður síður spennandi að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings, og Guðmundar Mete, varnarmanns Keflavíkur, en Daníel fór ófögrum orðum um Guðmund á heimasíðu sinni á dögunum og ásakaði hann um alls kyns fautaskap á vellinum sem og að hafa hótað sér lífláti. Keflvíkingar mættu Leikni Reykjavík á útivelli í 16 liða úrslitum og sigruðu örugglega 3-0. Stefán Örn Arnarson skoraði tvö mörk í leiknum og Guðmundur Steinarsson eitt. Keflvíkingar fóru svo upp á Skaga í 8 liða úrslitum og mættu ÍA í hörkuleik. Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk og þeir Þórarinn B. Kristjánsson og Símun E. Samuelsen sitt markið hvor í 4-3 sigri Keflvíkinga. "Ég held að þetta verði þrælskemmtilegur leikur og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," sagði Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings. Höskuldur sagðist hálfpartinn vorkenna Keflvíkingunum því Víkingar ætli sér að mæta mjög grimmir í þennan leik eftir að hafa fengið á sig mark á síðustu sekúndunum í leik liðsins gegn Grindavík í síðustu viku. "Þetta leggst bara vel í mig og ég á von á mjög skemmtilegum leik. Þetta eru búnir að vera mjög spennandi leikir á milli liðanna í deildinni í sumar," sagði Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga. Keflvíkingar léku illa í síðasta leik gegn ÍA í deildinni en Guðmundur sagði að Keflvíkingar væru staðráðnir í að taka sig saman í andlitinu. "Allir leikmenn okkar átta sig alveg á því hvað fór úrskeiðis gegn ÍA og það er mjög einfalt að laga það. Við mætum endurnærðir og hungraðir í þennan leik," sagði Guðmundur að lokum.
Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti