Forverinn segir Magna helmingi betri 1. september 2006 00:01 Björgvin Jóhann Hreiðarsson "Það er dálítið hallærislegt að fara úr hljómsveit til að vera með fjölskyldunni og velja sér svo starf sem kokkur því þá er ég að vinna þegar aðrir eru í fríi. Þegar ég er búinn að læra hef ég vonandi meiri tíma til að sinna því sem mér er kærast," segir Björgvin sem er kokkanemi á Hótel Geysi. MYND/Anna Rún Kristjánsdóttir Björgvin Jóhann Hreiðarsson var upphaflegi söngvarinn í hljómsveitinni Á móti sól. Þegar Björgvin hætti tók Guðmundur Magni Ásgeirsson við en hann hefur slegið í gegn með hljómsveitinni sem og í sjónvarpsþættinum Rockstar:Supernova. „Ég var með í Á móti sól frá byrjun. Mig minnir að sveitin hafi verið stofnuð í kringum 1996-7 en ég hætti í september árið 1999. Ég átti orðið tvö börn og taldi tíma mínum betur helgað í að sinna fjölskyldunni,“ segir Björgvin Jóhann. „Magni var fljótur að læra þegar hann kom inn enda er hann snilldar listamaður.“ Söngvararnir þekkjast lítið en Björgvin er afar gagnrýnin á Magna. „Þar sem hann er arftaki minn er ég mjög krítískur á hann og segi mínar skoðanir hispurslaust, Vinir mínir hafa sagt að ég sé langt um betri söngvari en Magni. Ég held hins vegar að fólk sé að reyna að hlífa mér því hann er helmingi betri en ég var. Ég kemst ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana.“Söngvarinn fyrrverandi fylgist grannt með gömlu félögunum. „Ég er mjög ánægður með það sem þeir hafa verið að gera og mér finnst sveitin stefna í góða átt. Mér finnst að vísu að Heimir hljómborðsleikari mætti koma sínum lögum betur að því hann er brilljant lagasmiður og textahöfundur þó að hann eigi það til að vera út úr kú,“ segir Björgvin og bætir við. „Ég hef aldrei verið hrifinn af því þegar íslenskar sveitir eru að covera gömul íslensk lög. Í þeirra tilviki gerðu þeir það hins vegar mjög vel og það er kannski ekki síst söngnum hans Magna að þakka.“ Björgvin hefur fylgst með arftaka sínum í Á móti sól í sjónvarpsþættinum Rockstar: Supernova. „Ég er að vísu í þannig vinnu að það er erfitt að vera yfir sjónvarpinu. En ég hef fylgst með allri umræðunni um hann og mér hefur þótt hann standa sig vel,“ segir Björgvin. „Ég skil ekki alveg hvað er að gerast þegar hann hefur lent í þremur neðstu sætunum. Þetta er eitthvað kanasyndrom í gangi sem gerir það að verkum. Magni er náttúrlega Evrópubúi og þættirnir eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir Kanann.“ Rock Star Supernova Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Björgvin Jóhann Hreiðarsson var upphaflegi söngvarinn í hljómsveitinni Á móti sól. Þegar Björgvin hætti tók Guðmundur Magni Ásgeirsson við en hann hefur slegið í gegn með hljómsveitinni sem og í sjónvarpsþættinum Rockstar:Supernova. „Ég var með í Á móti sól frá byrjun. Mig minnir að sveitin hafi verið stofnuð í kringum 1996-7 en ég hætti í september árið 1999. Ég átti orðið tvö börn og taldi tíma mínum betur helgað í að sinna fjölskyldunni,“ segir Björgvin Jóhann. „Magni var fljótur að læra þegar hann kom inn enda er hann snilldar listamaður.“ Söngvararnir þekkjast lítið en Björgvin er afar gagnrýnin á Magna. „Þar sem hann er arftaki minn er ég mjög krítískur á hann og segi mínar skoðanir hispurslaust, Vinir mínir hafa sagt að ég sé langt um betri söngvari en Magni. Ég held hins vegar að fólk sé að reyna að hlífa mér því hann er helmingi betri en ég var. Ég kemst ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana.“Söngvarinn fyrrverandi fylgist grannt með gömlu félögunum. „Ég er mjög ánægður með það sem þeir hafa verið að gera og mér finnst sveitin stefna í góða átt. Mér finnst að vísu að Heimir hljómborðsleikari mætti koma sínum lögum betur að því hann er brilljant lagasmiður og textahöfundur þó að hann eigi það til að vera út úr kú,“ segir Björgvin og bætir við. „Ég hef aldrei verið hrifinn af því þegar íslenskar sveitir eru að covera gömul íslensk lög. Í þeirra tilviki gerðu þeir það hins vegar mjög vel og það er kannski ekki síst söngnum hans Magna að þakka.“ Björgvin hefur fylgst með arftaka sínum í Á móti sól í sjónvarpsþættinum Rockstar: Supernova. „Ég er að vísu í þannig vinnu að það er erfitt að vera yfir sjónvarpinu. En ég hef fylgst með allri umræðunni um hann og mér hefur þótt hann standa sig vel,“ segir Björgvin. „Ég skil ekki alveg hvað er að gerast þegar hann hefur lent í þremur neðstu sætunum. Þetta er eitthvað kanasyndrom í gangi sem gerir það að verkum. Magni er náttúrlega Evrópubúi og þættirnir eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir Kanann.“
Rock Star Supernova Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira