Í hita leiksins 2. september 2006 00:01 Það er ekki þrautalaust að ná árangri. Í hverju sem er, hvort sem það er í hjónabandinu, atvinnunni, fótboltanum, nú eða þá bara í lífinu almennt. Látið mig þekkja það, búinn að ganga í gegnum þetta allt. Og svo á gamals aldri, þegar maður heldur að þetta árangurstengda stríð sé loks á enda, hvað tekur þá við? Jú, golfið, sem er í rauninni miklu áleitnara og alvarlegra viðfangsefni en öll hin til samans. Í hjónabandinu getur maður beðist afsökunar á misgjörðum sínum, í vinnunni kemst maður stundum upp með það að gera ekki neitt. Í boltanum er klappað á kollinn á manni og sagt: þetta gengur betur næst. Í golfinu er vandinn hins vegar sá að mistökin verða ekki aftur tekin. Skorkortið er bæði húsbóndi og dómari. Þú situr sem sagt uppi með þá staðreynd að ekkert, hvorki fyrirgefning, ást né umburðarlyndi, getur forðað þér frá þeirri staðreynd að það eru höggin sem telja. Jafnvel þótt þú setjir upp þitt blíðasta bros og allan þinn sjarma í gang. Ég er löngu orðinn meðvitaður um þetta harðræði. Allt frá því að ég byrjaði að leika golf fyrir fjórum fimm árum hef ég setið uppi með þá miskunnnarlausu og ég vil segja skelfilegu niðurstöðu, að það er sama hvað ég reyni, hvað ég legg mig fram, þá kemur skorkortið upp um mig. En af því ég er nú keppnismaður af Guðs náð ákvað ég í sumar, ykkur að segja, að taka þetta föstum tökum, taka heila viku í golfið. Ef ekki tvær. Frá morgni til kvölds, frá degi til dags. Ekki það að ég gæti ekki verið að gera eitthvað annað. Það á eftir að mála gluggana á húsinu, það er kominn tími til að laga til í kjallaranum heima, ég á ennþá ýmislegt óuppgert á skrifstofunni og guð má vita, að það tekur sinn tíma að hafa ofan af fyrir sér, þegar ekkert sérstakt er á döfinni. Það er ekki heiglum hent að vera atvinnulaus. Vikan var sem sagt á þessa leið: Á mánudeginum vippaði ég í garðinum heima fyrir hádegi, skrapp síðan út á Nesvöll, þar sem ég hitti Walter vin minn, sem er á áttræðisaldri og saman tókum við hring, sem tókst með ágætum nema hvað að hann var samt á betra skori en ég. Á þriðjudeginum hittumst við félagarnir úr íþróttahreyfingunni, týndum sextán kúlum og bölvuðum vellinum og veðrinu. Einkum þó ég. Daginn eftir var ég aftur mættur á golfvöllinn á Nesinu, slóst í fylgd með Kristjáni Skerjafjarðarskáldi. Kristján er ekki íþróttamannslega vaxinn, en milli þess að svara í farsímann og taka niður pantanir um ljóðagerð hafði hann betur í skorinu. Hringdi í Stebba Kon og Bjögga bróður á fimmtudeginum, en hvorugur hafði tíma, þannig að ég fór einn og slóst í för með séra Erni, sem var líka einn og ég sagði vel slegið og hann sagði gott högg og þetta var sem sagt allt á kristilegum og jákvæðum nótum, þangað til við lögðum saman skorkortið. Hann vann. Um kvöldið fór ég snemma í háttinn, vildi hvíla mig og sofnaði snemma út frá tæknilegum hugrenningum mínum um upphafshöggin á fjórðu braut. Náði raunar þvílíku höggi, að kúlan hvarf mér sýnum, svo ég hrökk upp með andfælum, ýtti við Ágústu konu minni, sem svaf draumlausum og golflausum svefni, og ég spurði, þegar hún reis upp við dogg: Sástu hvar hún lenti? Sá ég hvað hver lenti? spurði hún fúl á móti. Nú golfkúlan, auðvitað, svaraði ég og hún leit á mig eins og ég væri fífl, eða eitthvað þaðan af verra og það var augljóst um leið og hún svaraði, að þessi kúla var týnd, Titleist 4, hvít á lit. Með betri kúlum sem ég hef átt. Þar fór gott högg fyrir lítið. Á laugardeginum fórum við saman hjónin og spiluðum átján holur. Í indælu veðri og í góðu kompaníi og í rauninni var þetta hin ánægjulegasti eftirmiðdagur, þar til á þriðju braut, í hita leiksins, þegar ég fór að segja henni til, sem ég hefði aldrei átt að gera, því eftir það var lítið talað saman og hjónabandið hékk á bláþræði, þangað til hún setti púttið niður á átjándu af fimm metra færi. Þá brosti hún aftur. Ég þakkaði Guði fyrir en bölvaði honum um leið fyrir þessa óbærilegu déskotans áráttu mína að vera árangurstengdur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun
Það er ekki þrautalaust að ná árangri. Í hverju sem er, hvort sem það er í hjónabandinu, atvinnunni, fótboltanum, nú eða þá bara í lífinu almennt. Látið mig þekkja það, búinn að ganga í gegnum þetta allt. Og svo á gamals aldri, þegar maður heldur að þetta árangurstengda stríð sé loks á enda, hvað tekur þá við? Jú, golfið, sem er í rauninni miklu áleitnara og alvarlegra viðfangsefni en öll hin til samans. Í hjónabandinu getur maður beðist afsökunar á misgjörðum sínum, í vinnunni kemst maður stundum upp með það að gera ekki neitt. Í boltanum er klappað á kollinn á manni og sagt: þetta gengur betur næst. Í golfinu er vandinn hins vegar sá að mistökin verða ekki aftur tekin. Skorkortið er bæði húsbóndi og dómari. Þú situr sem sagt uppi með þá staðreynd að ekkert, hvorki fyrirgefning, ást né umburðarlyndi, getur forðað þér frá þeirri staðreynd að það eru höggin sem telja. Jafnvel þótt þú setjir upp þitt blíðasta bros og allan þinn sjarma í gang. Ég er löngu orðinn meðvitaður um þetta harðræði. Allt frá því að ég byrjaði að leika golf fyrir fjórum fimm árum hef ég setið uppi með þá miskunnnarlausu og ég vil segja skelfilegu niðurstöðu, að það er sama hvað ég reyni, hvað ég legg mig fram, þá kemur skorkortið upp um mig. En af því ég er nú keppnismaður af Guðs náð ákvað ég í sumar, ykkur að segja, að taka þetta föstum tökum, taka heila viku í golfið. Ef ekki tvær. Frá morgni til kvölds, frá degi til dags. Ekki það að ég gæti ekki verið að gera eitthvað annað. Það á eftir að mála gluggana á húsinu, það er kominn tími til að laga til í kjallaranum heima, ég á ennþá ýmislegt óuppgert á skrifstofunni og guð má vita, að það tekur sinn tíma að hafa ofan af fyrir sér, þegar ekkert sérstakt er á döfinni. Það er ekki heiglum hent að vera atvinnulaus. Vikan var sem sagt á þessa leið: Á mánudeginum vippaði ég í garðinum heima fyrir hádegi, skrapp síðan út á Nesvöll, þar sem ég hitti Walter vin minn, sem er á áttræðisaldri og saman tókum við hring, sem tókst með ágætum nema hvað að hann var samt á betra skori en ég. Á þriðjudeginum hittumst við félagarnir úr íþróttahreyfingunni, týndum sextán kúlum og bölvuðum vellinum og veðrinu. Einkum þó ég. Daginn eftir var ég aftur mættur á golfvöllinn á Nesinu, slóst í fylgd með Kristjáni Skerjafjarðarskáldi. Kristján er ekki íþróttamannslega vaxinn, en milli þess að svara í farsímann og taka niður pantanir um ljóðagerð hafði hann betur í skorinu. Hringdi í Stebba Kon og Bjögga bróður á fimmtudeginum, en hvorugur hafði tíma, þannig að ég fór einn og slóst í för með séra Erni, sem var líka einn og ég sagði vel slegið og hann sagði gott högg og þetta var sem sagt allt á kristilegum og jákvæðum nótum, þangað til við lögðum saman skorkortið. Hann vann. Um kvöldið fór ég snemma í háttinn, vildi hvíla mig og sofnaði snemma út frá tæknilegum hugrenningum mínum um upphafshöggin á fjórðu braut. Náði raunar þvílíku höggi, að kúlan hvarf mér sýnum, svo ég hrökk upp með andfælum, ýtti við Ágústu konu minni, sem svaf draumlausum og golflausum svefni, og ég spurði, þegar hún reis upp við dogg: Sástu hvar hún lenti? Sá ég hvað hver lenti? spurði hún fúl á móti. Nú golfkúlan, auðvitað, svaraði ég og hún leit á mig eins og ég væri fífl, eða eitthvað þaðan af verra og það var augljóst um leið og hún svaraði, að þessi kúla var týnd, Titleist 4, hvít á lit. Með betri kúlum sem ég hef átt. Þar fór gott högg fyrir lítið. Á laugardeginum fórum við saman hjónin og spiluðum átján holur. Í indælu veðri og í góðu kompaníi og í rauninni var þetta hin ánægjulegasti eftirmiðdagur, þar til á þriðju braut, í hita leiksins, þegar ég fór að segja henni til, sem ég hefði aldrei átt að gera, því eftir það var lítið talað saman og hjónabandið hékk á bláþræði, þangað til hún setti púttið niður á átjándu af fimm metra færi. Þá brosti hún aftur. Ég þakkaði Guði fyrir en bölvaði honum um leið fyrir þessa óbærilegu déskotans áráttu mína að vera árangurstengdur.