Lokað á fjölmiðlakóng 6. september 2006 00:01 Conrad Black Fjölmiðlakóngurinn Conrad Black stýrði þriðja stærsta fjölmiðlafyrirtæki í heimi en varð að taka poka sinn vegn ásakana um stórfelld fjársvik. Markaðurinn/AP Dómstóll í Kanada úrskurðaði í síðustu viku að öll viðskipti með eignir Conrads Black, fyrrum forstjóra kanadísku fjölmiðlasamsteypunnar Hollinger International, sem eitt sinn var þriðja stærsta fjölmiðlaveldi heims, skyldu stöðvuð á heimsvísu. Black á yfir höfði sér dóm fyrir fjárdrátt og bókhaldssvik í Bandaríkjunum og Kanada. Samkvæmt úrskurðinum, sem nær bæði til eigna Conrad Black og eiginkonu hans og bankareikninga þeirra, þá munu þau ekki geta hreyft við reikningum sínum og verða að leita til dómstóla eftir heimild fyrir auknum fjárútlátum. Það er hins vegar fjarri að þau hjónakorn þurfi að herða sultarólina því dómstóllinn veitti þeim 20.000 dala eða tæplega 1,4 milljónir króna, í vasapening í hverjum mánuði. Black var í lok síðasta árs ákærður fyrir fjárdrátt ásamt fleiri fyrrum stjórnendum Hollinger International fyrir að hafa dregið sér nær 84 milljónir dala eða jafnvirði tæplega 5,8 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum fyrirtækisins. Á meðal eigna Hollinger International var útgáfufélag breska dagblaðsins Daily Telegraph og Jerusalem Post en þau voru bæði seld ásamt fleiri eignum á hausttdögum í fyrra. Réttarhöld yfir Black hefjast í Kanada á næsta ári. Viðskipti Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dómstóll í Kanada úrskurðaði í síðustu viku að öll viðskipti með eignir Conrads Black, fyrrum forstjóra kanadísku fjölmiðlasamsteypunnar Hollinger International, sem eitt sinn var þriðja stærsta fjölmiðlaveldi heims, skyldu stöðvuð á heimsvísu. Black á yfir höfði sér dóm fyrir fjárdrátt og bókhaldssvik í Bandaríkjunum og Kanada. Samkvæmt úrskurðinum, sem nær bæði til eigna Conrad Black og eiginkonu hans og bankareikninga þeirra, þá munu þau ekki geta hreyft við reikningum sínum og verða að leita til dómstóla eftir heimild fyrir auknum fjárútlátum. Það er hins vegar fjarri að þau hjónakorn þurfi að herða sultarólina því dómstóllinn veitti þeim 20.000 dala eða tæplega 1,4 milljónir króna, í vasapening í hverjum mánuði. Black var í lok síðasta árs ákærður fyrir fjárdrátt ásamt fleiri fyrrum stjórnendum Hollinger International fyrir að hafa dregið sér nær 84 milljónir dala eða jafnvirði tæplega 5,8 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum fyrirtækisins. Á meðal eigna Hollinger International var útgáfufélag breska dagblaðsins Daily Telegraph og Jerusalem Post en þau voru bæði seld ásamt fleiri eignum á hausttdögum í fyrra. Réttarhöld yfir Black hefjast í Kanada á næsta ári.
Viðskipti Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent