Færeyingar horfa til Kauphallarinnar í auknum mæli 8. september 2006 09:10 Frá Kauphöll Íslands Færeysk fyrirtæki horfa í auknum mæli til skráningar hér á landi og spáir forstjóri Kauphallar því að eftir nokkur misseri verði fimm til tíu færeysk félög skráð hérlendis. Fréttablaðið/Valli Kauphöll Íslands fagnar þeim áformum sem stjórnendur tveggja helstu fjármálastofnana Færeyja, Föroya Banki og Föroya Sparikassi, hafa látið í ljós um skráningu í Kauphöll Íslands á næsta ári, samhliða skráningu á Virðisbrævamarknaður Føroya (VMF). Við reiknum með því að ef af þessu verði sé markaðsvirði skráðra fyrirtækja í Færeyjum orðið nokkrir tugir prósenta af landsframleiðslu, sem þýðir að þarna er að myndast öflugur markaður, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar. Stærsti hluthafinn í Sparikassanum ætlar að selja tíu prósenta hlut til almennings í september en salan er liður í því að gera félagið skráningarhæft. Þá hefur færeyska Lögþingið samþykkt lög um einkavæðingu Föroya Banka en sjóður, sem er í eigu ríkisins, á bankann að nær fullu. Þórður segir að Færeyingar horfi til þess mikla uppgangs sem hefur orðið á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum árum. Þeir gera sér vonir að atburðarásin í kringum hlutabréfa- og skuldabréfamarkað geti orðið svipuð í Færeyjum. Þá telur Þórður að Færeyingar horfi til þess að íslenski markaðurinn standi þeim næst hvað varðar skilning á því sem er að gerast í Færeyjum og færeyska hagkerfinu. Það er auðvitað margt svipað hjá Færeyingum og það sem við höfum gengið í gegnum. Ég á þess vegna von á því að það sem þeir eru að sækjast eftir sé endurtekning á sögunni. Stjórnendur Kauphallar hafa átt í viðræðum við ýmis færeysk fyrirtæki eftir að samningur var gerður milli Kauphallar og VMF árið 2004. Aðeins eitt færeyskt félag er skráð í Kauphöll Íslands, en það er olíuleitarfyrirtækið Atlantic Petroleum sem var skráð sumarið 2005. Það kæmi mér ekki á óvart að færeysk fyrirtæki yrðu fimm til tíu í Kauphöllinni eftir einhver misseri.eggert@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Kauphöll Íslands fagnar þeim áformum sem stjórnendur tveggja helstu fjármálastofnana Færeyja, Föroya Banki og Föroya Sparikassi, hafa látið í ljós um skráningu í Kauphöll Íslands á næsta ári, samhliða skráningu á Virðisbrævamarknaður Føroya (VMF). Við reiknum með því að ef af þessu verði sé markaðsvirði skráðra fyrirtækja í Færeyjum orðið nokkrir tugir prósenta af landsframleiðslu, sem þýðir að þarna er að myndast öflugur markaður, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar. Stærsti hluthafinn í Sparikassanum ætlar að selja tíu prósenta hlut til almennings í september en salan er liður í því að gera félagið skráningarhæft. Þá hefur færeyska Lögþingið samþykkt lög um einkavæðingu Föroya Banka en sjóður, sem er í eigu ríkisins, á bankann að nær fullu. Þórður segir að Færeyingar horfi til þess mikla uppgangs sem hefur orðið á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum árum. Þeir gera sér vonir að atburðarásin í kringum hlutabréfa- og skuldabréfamarkað geti orðið svipuð í Færeyjum. Þá telur Þórður að Færeyingar horfi til þess að íslenski markaðurinn standi þeim næst hvað varðar skilning á því sem er að gerast í Færeyjum og færeyska hagkerfinu. Það er auðvitað margt svipað hjá Færeyingum og það sem við höfum gengið í gegnum. Ég á þess vegna von á því að það sem þeir eru að sækjast eftir sé endurtekning á sögunni. Stjórnendur Kauphallar hafa átt í viðræðum við ýmis færeysk fyrirtæki eftir að samningur var gerður milli Kauphallar og VMF árið 2004. Aðeins eitt færeyskt félag er skráð í Kauphöll Íslands, en það er olíuleitarfyrirtækið Atlantic Petroleum sem var skráð sumarið 2005. Það kæmi mér ekki á óvart að færeysk fyrirtæki yrðu fimm til tíu í Kauphöllinni eftir einhver misseri.eggert@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent