Nýtt mútuhneyksli væntanlegt hjá enskum úrvalsdeildarfélögum 9. september 2006 11:00 Graham óvinsæll. George Graham er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Arsenal eftir að hann var rekinn frá félaginu eftir mútuhneyksli árið 1995 og tók síðar við Tottenham, erkifjendum liðsins. The Sun greinir frá því í gær að BBC, breska ríkissjónvarpið, muni á næstunni sýna heimildarmynd sem muni sýna að mútugreiðslur séu algengar hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni. Í þættinum var viðtal við umboðsmaður knattspyrnumanna tekið upp með faldri myndavél þar sem hann nefnir tíu úrvalsdeildarfélög og sex knattspyrnustjóra sem áttu að hafa tekið þátt í víðtæku hneykslismáli sem tengist mútugreiðslum í kringum félagaskipti leikmanna. Þetta er frekar magnað efni, sagði innherji á BBC í viðtali við The Sun. Ég viss um að það eru nokkrir einstaklingar sem kvíða mjög sýningu þáttarins. Þetta gæti haft meiriháttar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi aðila. Þátturinn sem um ræðir heitir Panorama og er sýndur á BBC. Útsendari þáttarins dulbjó sig sem erlendan kaupsýslumann sem snæddi kvöldverð með þekktum umboðsmanni sem ræddi opinskátt um þessi mútumál. Sérstaklega var rætt um félagaskiptamál eins félags og segir téður umboðsmaður að keppinautar hans hafi fengið viðskipti félagsins gegn því að greiða háttsettum starfsmönnum félagsins undir borðið. Þá mun umboðsmaðurinn einnig hafa sagt frá því að hann hafi farið með efnilegan átján ára ungling til tveggja félaga þó svo að hann hafi verið samningsbundinn öðru félagi. Áætlað er að þátturinn verði sýndur hinn 18. september næstkomandi en lögfræðingar BBC eru þó enn að fara yfir innihald þáttarins. Ef staðhæfingar umboðsmannsins reynast sannar verður málið hið stærsta sinnar tegundar í Englandi síðan að George Graham var rekinn frá Arsenal eftir að upp komst að hann hafi þegið 425 þúsund pund í mútugreiðslur frá Rune Hauge, umboðsmanni frá Noregi. Talsmaður BBC vildi ekki tjá sig um málið við blaðamann The Sun. Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
The Sun greinir frá því í gær að BBC, breska ríkissjónvarpið, muni á næstunni sýna heimildarmynd sem muni sýna að mútugreiðslur séu algengar hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni. Í þættinum var viðtal við umboðsmaður knattspyrnumanna tekið upp með faldri myndavél þar sem hann nefnir tíu úrvalsdeildarfélög og sex knattspyrnustjóra sem áttu að hafa tekið þátt í víðtæku hneykslismáli sem tengist mútugreiðslum í kringum félagaskipti leikmanna. Þetta er frekar magnað efni, sagði innherji á BBC í viðtali við The Sun. Ég viss um að það eru nokkrir einstaklingar sem kvíða mjög sýningu þáttarins. Þetta gæti haft meiriháttar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi aðila. Þátturinn sem um ræðir heitir Panorama og er sýndur á BBC. Útsendari þáttarins dulbjó sig sem erlendan kaupsýslumann sem snæddi kvöldverð með þekktum umboðsmanni sem ræddi opinskátt um þessi mútumál. Sérstaklega var rætt um félagaskiptamál eins félags og segir téður umboðsmaður að keppinautar hans hafi fengið viðskipti félagsins gegn því að greiða háttsettum starfsmönnum félagsins undir borðið. Þá mun umboðsmaðurinn einnig hafa sagt frá því að hann hafi farið með efnilegan átján ára ungling til tveggja félaga þó svo að hann hafi verið samningsbundinn öðru félagi. Áætlað er að þátturinn verði sýndur hinn 18. september næstkomandi en lögfræðingar BBC eru þó enn að fara yfir innihald þáttarins. Ef staðhæfingar umboðsmannsins reynast sannar verður málið hið stærsta sinnar tegundar í Englandi síðan að George Graham var rekinn frá Arsenal eftir að upp komst að hann hafi þegið 425 þúsund pund í mútugreiðslur frá Rune Hauge, umboðsmanni frá Noregi. Talsmaður BBC vildi ekki tjá sig um málið við blaðamann The Sun.
Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira