Viðskipti erlent

Woolworths tapar

Breska verslanakeðjan Woolworths tapaði 8,5 milljörðum króna fyrir skatta á fyrri hluta ársins. Afkoma fyrir óreglulega liði er nærri tvöfalt verri en á sama tímabili árið 2005.

Stjórnendur félagsins búast við að seinni hluti ársins verði mun skárri, enda fellur þá til jólaverslun. Þá búast þeir við að endurbætur á verslunum bæti afkomuna.

Harðnandi samkeppni við stórmarkaðina Tesco og Asda setti svip sinn á uppgjörið en þessar stóru keðjur hafa sótt fast fram í sölu á öðrum varningi en matvælum.

Baugur Group á um tíu prósenta hlut í Woolworths og er sagður hafa áhuga á að skipta félaginu upp. Talið er ólíklegt að Baugur láti til skarar skríða fyrr en eftir lok jólaverslunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×