Grindvíkingar sjálfum sér verstir 24. september 2006 10:45 Þvílík vonbrigði. Leikmenn Grindavíkur gerðu allt hvað þeir gátu til að halda sæti sínu í Landsbankadeildinni en allt kom fyrir ekki. Liðið fellur nú úr Landsbankadeildinni í fyrsta sinn. Grindavík leikur í 1. deild að ári. Það varð ljóst eftir að liðið gerði jafntefli, 1-1, gegn Íslandsmeisturum FH en Grindavík varð að vinna leikinn til að eiga möguleika á að forðast fallið. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti eins og skiljanlegt var. Þeir keyrðu upp hraðann og voru snemma hættulegir. Fyrsta dauðafærið kom á 7. mínútu þegar Jóhann Þórhallsson skallaði framhjá einn og óáreittur í markteig FH-inga. Svakalegt klúður. Grindvíkingar vildu fá víti tveim mínútum síðar en Jóhannes dæmdi réttilega ekkert víti en Ahandour hefði átt að gera betur einn gegn markverði. xxx xxxx Fréttablaðið/Víkurfréttir Grindvíkingar sóttu mjög grimmt nánast allan fyrri hálfleikinn og voru ótrúlegir klaufar að skora ekki. Það var engu líkara en Jóhann Þórhallsson vildi ekki fá gullskóinn því hann hefði getað eignað sér hann í fyrri hálfleiknum miðað við færin sem hann fékk. Dennis Siim og Tommy Nielsen réðu lítið sem ekkert við hraðann í Jóhanni og Mounir Ahandour en eins og áður segir virtist þeim fyrirmunað að skora. Á sama tíma fengu FH-ingar nokkuð góð upphlaup og það róaði áhorfendur lítið hversu óöruggur Helgi markvörður var á milli stanganna. Þrátt fyrir mikil og góð tilþrif var markalaust í leikhléi og Grindavík á leið í 1. deild að óbreyttu. Það virtist nokkuð vera dregið af Grindavíkurliðinu í leikhléi því FH var mun betra liðið í upphafi þess síðari og nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum. Stanslausar stungusendingar Grindvíkinga voru hættar að virka og þeir virtust ekki kunna önnur ráð. Grindvíkingar voru í raun steingeldir og það var átakanlegt að fylgjast með ömurlegum sóknartilburðum liðsins. Á sama tíma bætti FH í og hafði öll vopn í hendi sér og Grindvíkingar virtust ekki vera tilbúnir að berjast alla leið fyrir sæti sínu. Það var síðan fyllilega verðskuldað þegar Allan Dyring skallaði boltann í markið af stuttu færi á 73. mínútu. Það mátti nánast heyra saumnál detta því Grindvíkingar gerðu sér grein fyrir að þetta væri bil sem yrði ekki brúað. Búið spil Vonbrgiðin leyndu sér ekki hjá leikmönnum Grindavíkur eftir að flautað hafði verið til leiksloka í gær. Fall í 1. deild er staðreynd en Grindvíkingum tókst ekki að endurtaka leikinn frá því fyrra, þegar liðið bjargaði sér frá falli í lokaumerðinni Fréttablaðið/Víkurfréttir Ray Anthony fékk rautt spjald þegar fimm mínútur lifðu leiks. Grindvíkingar unnu í kjölfarið boltann, brunuðu upp og Óskar Örn kláraði laglega skyndisókn. 1-1 og allt á suðupunkti. Meira markvert gerðist ekki í liði Grindavíkur það sem eftir lifði leiks og FH var meira með boltann ef eitthvað var. Grindavík hreinlega hafði ekki slagkraftinn sem vantaði og eftir að hafa leikið sér að eldinum var liðið loksins fallið. Sinisa Kekic horfði á úr stúkunni og maður gat ekki annað en hugsað hvort svona hefði farið hefði hann klárað tímabilið með liðinu enda margoft komið til bjargar. Grindvíkingar þurfa að stokka spil sín rækilega núna en vonandi spýta menn þar á bæ í lófana í stað þess að gefast upp því það er verulegur söknuður að þessu félagi úr efstu deild. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Grindavík leikur í 1. deild að ári. Það varð ljóst eftir að liðið gerði jafntefli, 1-1, gegn Íslandsmeisturum FH en Grindavík varð að vinna leikinn til að eiga möguleika á að forðast fallið. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti eins og skiljanlegt var. Þeir keyrðu upp hraðann og voru snemma hættulegir. Fyrsta dauðafærið kom á 7. mínútu þegar Jóhann Þórhallsson skallaði framhjá einn og óáreittur í markteig FH-inga. Svakalegt klúður. Grindvíkingar vildu fá víti tveim mínútum síðar en Jóhannes dæmdi réttilega ekkert víti en Ahandour hefði átt að gera betur einn gegn markverði. xxx xxxx Fréttablaðið/Víkurfréttir Grindvíkingar sóttu mjög grimmt nánast allan fyrri hálfleikinn og voru ótrúlegir klaufar að skora ekki. Það var engu líkara en Jóhann Þórhallsson vildi ekki fá gullskóinn því hann hefði getað eignað sér hann í fyrri hálfleiknum miðað við færin sem hann fékk. Dennis Siim og Tommy Nielsen réðu lítið sem ekkert við hraðann í Jóhanni og Mounir Ahandour en eins og áður segir virtist þeim fyrirmunað að skora. Á sama tíma fengu FH-ingar nokkuð góð upphlaup og það róaði áhorfendur lítið hversu óöruggur Helgi markvörður var á milli stanganna. Þrátt fyrir mikil og góð tilþrif var markalaust í leikhléi og Grindavík á leið í 1. deild að óbreyttu. Það virtist nokkuð vera dregið af Grindavíkurliðinu í leikhléi því FH var mun betra liðið í upphafi þess síðari og nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum. Stanslausar stungusendingar Grindvíkinga voru hættar að virka og þeir virtust ekki kunna önnur ráð. Grindvíkingar voru í raun steingeldir og það var átakanlegt að fylgjast með ömurlegum sóknartilburðum liðsins. Á sama tíma bætti FH í og hafði öll vopn í hendi sér og Grindvíkingar virtust ekki vera tilbúnir að berjast alla leið fyrir sæti sínu. Það var síðan fyllilega verðskuldað þegar Allan Dyring skallaði boltann í markið af stuttu færi á 73. mínútu. Það mátti nánast heyra saumnál detta því Grindvíkingar gerðu sér grein fyrir að þetta væri bil sem yrði ekki brúað. Búið spil Vonbrgiðin leyndu sér ekki hjá leikmönnum Grindavíkur eftir að flautað hafði verið til leiksloka í gær. Fall í 1. deild er staðreynd en Grindvíkingum tókst ekki að endurtaka leikinn frá því fyrra, þegar liðið bjargaði sér frá falli í lokaumerðinni Fréttablaðið/Víkurfréttir Ray Anthony fékk rautt spjald þegar fimm mínútur lifðu leiks. Grindvíkingar unnu í kjölfarið boltann, brunuðu upp og Óskar Örn kláraði laglega skyndisókn. 1-1 og allt á suðupunkti. Meira markvert gerðist ekki í liði Grindavíkur það sem eftir lifði leiks og FH var meira með boltann ef eitthvað var. Grindavík hreinlega hafði ekki slagkraftinn sem vantaði og eftir að hafa leikið sér að eldinum var liðið loksins fallið. Sinisa Kekic horfði á úr stúkunni og maður gat ekki annað en hugsað hvort svona hefði farið hefði hann klárað tímabilið með liðinu enda margoft komið til bjargar. Grindvíkingar þurfa að stokka spil sín rækilega núna en vonandi spýta menn þar á bæ í lófana í stað þess að gefast upp því það er verulegur söknuður að þessu félagi úr efstu deild.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira