Engin fólksfjölgun í aldarfjórðung 3. október 2006 06:45 Engin íbúafjölgun hefur átt sér stað á Vesturlandi síðastliðinn aldarfjórðung. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um þriðjung. Ef fjölgunin í landshlutanum hefði haldist í hendur við fjölgun á landsvísu væru íbúar á Vesturlandi 18.400 talsins í stað 14.800, eða þriðjungi fleiri. Það er fjölgun samsvarandi núverandi íbúafjölda í Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ samanlagt. Innan landshlutans hefur mesta fólksfækkunin verið í Dalabyggð, þar sem tveir af hverjum fimm íbúum hafa flust brott á tímabilinu. Íbúum hefur fjölgað mest í Grundarfjarðabæ, um fjórðung.Meðaltekjur allt niður í helmingMeðaltekjur í Helgafellssveit eru 163 þúsund krónur, helmingur af meðalmánaðartekjum á landinu. Meðaltekjur íbúa á Vesturlandi í fyrra voru að jafnaði um níu prósentum undir meðaltekjum á landsvísu, um 298 þúsund krónur á mánuði.Hæstu tekjurnar voru í Stykkishólmi, 384 þúsund, sem er tæplega fimmtungi yfir meðaltekjum á landsvísu, sem eru 327 þúsund. Munurinn á hæstu og lægstu tekjum í sveitarfélögunum í landshlutanum er því vel rúmlega tvöfaldur.Hlutfall útlendinga í landshlutanum er hið sama og á landsvísu, um fimm prósent. Í tveimur sveitarfélögum er hlutfallið þó helmingi hærra, Grundarfirði og Snæfellsbæ, og í Eyja- og Miklaholtshreppi eru útlendingar 17 prósent íbúa. Atvinnuleysi mælist alls staðar undir meðaltali í landshlutanum.Fermetraverð langt undir meðaltaliMeðalfermetraverð íbúðarhúsnæðis á Vesturlandi er langt undir meðaltali á landinu. Meðalverð í landshlutanum öllum er um 105 þúsund krónur á fermetrann ef miðað er við kaupverð íbúðarhúsnæðis árið 2005 þar sem fjöldi kaupsamninga er þrjátíu eða fleiri. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að tölurnar eru einfalt meðaltal kaupverðs. Eignir eru mismunandi eftir svæðum og skekkir það verðsamanburð milli þeirra.Verðið er lægst í Snæfellsbæ, um 66 þúsund krónur á hvern fermetra, en hæst á Akranesi, þar sem það er tæplega helmingi hærra, 118 þúsund krónur fermetrinn. 150 fermetra íbúðarhúsnæði kostar samkvæmt þessu tæpar tíu milljónir í Snæfellsbæ en tæpar átján milljónir á Akranesi. Til samanburðar má nefna að jafnstór íbúð á höfuðborgarsvæðinu kostar um 29 milljónir að meðaltali. Íbúi í Snæfellsbæ sem selur 150 fermetra íbúðarhúsnæði sitt og flytur á höfuðborgarsvæðið getur því keypt um 52 fermetra íbúð fyrir andvirðið.Óeðlilega lítil hreyfing á eignumÞá má skoða fjölda kaupsamninga á síðasta ári á hverja þúsund íbúa, en hæfileg hreyfing á eignum er gott merki um heilbrigðan fasteignamarkað. Meðaltalið fyrir landið allt var rétt undir 45 samninga á hverja þúsund íbúa. Í tveimur af tíu sveitarfélögum á Vesturlandi var fjöldi kaupsamninga yfir meðaltali; á Akranesi og í Stykkishólmsbæ. Í öllum hinum var óeðlilega lítil hreyfing á eignum og lítið um kaup og sölu, og í fjórum sveitarfélögum voru gerðir tíu kaupsamningar eða færri á árinu. Í tveimur sveitarfélögum var enginn samningur gerður. Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Engin íbúafjölgun hefur átt sér stað á Vesturlandi síðastliðinn aldarfjórðung. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um þriðjung. Ef fjölgunin í landshlutanum hefði haldist í hendur við fjölgun á landsvísu væru íbúar á Vesturlandi 18.400 talsins í stað 14.800, eða þriðjungi fleiri. Það er fjölgun samsvarandi núverandi íbúafjölda í Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ samanlagt. Innan landshlutans hefur mesta fólksfækkunin verið í Dalabyggð, þar sem tveir af hverjum fimm íbúum hafa flust brott á tímabilinu. Íbúum hefur fjölgað mest í Grundarfjarðabæ, um fjórðung.Meðaltekjur allt niður í helmingMeðaltekjur í Helgafellssveit eru 163 þúsund krónur, helmingur af meðalmánaðartekjum á landinu. Meðaltekjur íbúa á Vesturlandi í fyrra voru að jafnaði um níu prósentum undir meðaltekjum á landsvísu, um 298 þúsund krónur á mánuði.Hæstu tekjurnar voru í Stykkishólmi, 384 þúsund, sem er tæplega fimmtungi yfir meðaltekjum á landsvísu, sem eru 327 þúsund. Munurinn á hæstu og lægstu tekjum í sveitarfélögunum í landshlutanum er því vel rúmlega tvöfaldur.Hlutfall útlendinga í landshlutanum er hið sama og á landsvísu, um fimm prósent. Í tveimur sveitarfélögum er hlutfallið þó helmingi hærra, Grundarfirði og Snæfellsbæ, og í Eyja- og Miklaholtshreppi eru útlendingar 17 prósent íbúa. Atvinnuleysi mælist alls staðar undir meðaltali í landshlutanum.Fermetraverð langt undir meðaltaliMeðalfermetraverð íbúðarhúsnæðis á Vesturlandi er langt undir meðaltali á landinu. Meðalverð í landshlutanum öllum er um 105 þúsund krónur á fermetrann ef miðað er við kaupverð íbúðarhúsnæðis árið 2005 þar sem fjöldi kaupsamninga er þrjátíu eða fleiri. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að tölurnar eru einfalt meðaltal kaupverðs. Eignir eru mismunandi eftir svæðum og skekkir það verðsamanburð milli þeirra.Verðið er lægst í Snæfellsbæ, um 66 þúsund krónur á hvern fermetra, en hæst á Akranesi, þar sem það er tæplega helmingi hærra, 118 þúsund krónur fermetrinn. 150 fermetra íbúðarhúsnæði kostar samkvæmt þessu tæpar tíu milljónir í Snæfellsbæ en tæpar átján milljónir á Akranesi. Til samanburðar má nefna að jafnstór íbúð á höfuðborgarsvæðinu kostar um 29 milljónir að meðaltali. Íbúi í Snæfellsbæ sem selur 150 fermetra íbúðarhúsnæði sitt og flytur á höfuðborgarsvæðið getur því keypt um 52 fermetra íbúð fyrir andvirðið.Óeðlilega lítil hreyfing á eignumÞá má skoða fjölda kaupsamninga á síðasta ári á hverja þúsund íbúa, en hæfileg hreyfing á eignum er gott merki um heilbrigðan fasteignamarkað. Meðaltalið fyrir landið allt var rétt undir 45 samninga á hverja þúsund íbúa. Í tveimur af tíu sveitarfélögum á Vesturlandi var fjöldi kaupsamninga yfir meðaltali; á Akranesi og í Stykkishólmsbæ. Í öllum hinum var óeðlilega lítil hreyfing á eignum og lítið um kaup og sölu, og í fjórum sveitarfélögum voru gerðir tíu kaupsamningar eða færri á árinu. Í tveimur sveitarfélögum var enginn samningur gerður.
Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira