Ofursönnunarbyrði lögð á landeigendur 3. október 2006 07:00 Hæstiréttur Íslands Nýlega úrskurðaði Hæstiréttur að landnámslýsingar ættu að styðja eignarrétt frekar en eignarsaga. Hæstiréttur úrskurðaði nýlega í máli landeigenda og íslenska ríkisins um mörk þjóðlenda á einni af stærstu jörðum landsins, Stafafelli í Hornafirði. Ágreiningurinn stóð um svæði norðan og austan Jökulsár á Lóni sem óbyggðanefnd hafði á sínum tíma úrskurðað að væri þjóðlenda. Landeigendur höfðuðu þá gagnsök og kröfðust ógildingar á þeim úrskurði. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í hag en Hæstiréttur snéri þeim úrskurði síðastliðinn fimmtudag. Gunnlaugur Ólafsson, talsmaður landeiganda Stafafells, segir málið mjög sérstakt þar sem ríkið hafi selt langafa hans jörðina árið 1913. Með þessum úrskurði Hæstaréttar er ríkið því að taka aftur land sem það hefur þegar selt án þess að tefla fram neinum heimildum þess efnis að það hafi nokkurn tímann átt landið. „Það er búið að greiða alla skatta af þessari jörð síðan þá og allar opinberar stofnanir hafa viðurkennt tiltekna landeigendur sem eigendur, enda rekja þeir rétt sinn til þessara kaupa af ríkinu með öllum gögnum og gæðum. Við getum sýnt fram á 300 ára eignarsögu á þessu landi. En dómurinn er fastur í því að landnám eigi að styðja eignarsöguna. Þetta er meginstef sem ríkið hefur komið sér upp, að láta landnámslýsingar vega meira en fleiri hundruð ára sögur.“ Gunnlaugur segir tvennt í stöðunni nú, annars vegar geti landeigendur kært ríkið fyrir að selja sér land sem það átti ekki á sínum tíma og hins vegar að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður landeigendanna, segir að Hæstiréttur sé með dómi sínum að leggja ofursönnunarbyrði á landeigendur. „Það er gert í hag íslenska ríkisins og þar með hverfa lönd sem hafa verið í einkaeign til ríkisins og verða að þjóðlendum. Átakaatriðið er fyrst og fremst það að það sé hægt að leggja slíka sönnunarbyrði, sem nær langt aftur í aldir og jafnvel aftur fyrir ritöld á Ísland, á eigendur jarða.“ Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Hæstiréttur úrskurðaði nýlega í máli landeigenda og íslenska ríkisins um mörk þjóðlenda á einni af stærstu jörðum landsins, Stafafelli í Hornafirði. Ágreiningurinn stóð um svæði norðan og austan Jökulsár á Lóni sem óbyggðanefnd hafði á sínum tíma úrskurðað að væri þjóðlenda. Landeigendur höfðuðu þá gagnsök og kröfðust ógildingar á þeim úrskurði. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í hag en Hæstiréttur snéri þeim úrskurði síðastliðinn fimmtudag. Gunnlaugur Ólafsson, talsmaður landeiganda Stafafells, segir málið mjög sérstakt þar sem ríkið hafi selt langafa hans jörðina árið 1913. Með þessum úrskurði Hæstaréttar er ríkið því að taka aftur land sem það hefur þegar selt án þess að tefla fram neinum heimildum þess efnis að það hafi nokkurn tímann átt landið. „Það er búið að greiða alla skatta af þessari jörð síðan þá og allar opinberar stofnanir hafa viðurkennt tiltekna landeigendur sem eigendur, enda rekja þeir rétt sinn til þessara kaupa af ríkinu með öllum gögnum og gæðum. Við getum sýnt fram á 300 ára eignarsögu á þessu landi. En dómurinn er fastur í því að landnám eigi að styðja eignarsöguna. Þetta er meginstef sem ríkið hefur komið sér upp, að láta landnámslýsingar vega meira en fleiri hundruð ára sögur.“ Gunnlaugur segir tvennt í stöðunni nú, annars vegar geti landeigendur kært ríkið fyrir að selja sér land sem það átti ekki á sínum tíma og hins vegar að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður landeigendanna, segir að Hæstiréttur sé með dómi sínum að leggja ofursönnunarbyrði á landeigendur. „Það er gert í hag íslenska ríkisins og þar með hverfa lönd sem hafa verið í einkaeign til ríkisins og verða að þjóðlendum. Átakaatriðið er fyrst og fremst það að það sé hægt að leggja slíka sönnunarbyrði, sem nær langt aftur í aldir og jafnvel aftur fyrir ritöld á Ísland, á eigendur jarða.“
Innlent Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira