Styttist í sveigjanlega tölvuskjái 4. október 2006 00:01 dagblöð Líkur hafa aukist til muna á því að sveigjanlegir tölvuskjáir sem hægt verði að rúlla upp líkt og dagblaði líti dagsins ljós. MYND/Pjetur Hópur verkfræðinga við Cambridge-háskóla í Bretlandi hefur búið til sveigjanlegar og þunnar plötur úr málmblöndu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að búa til örþunnan tölvuskjá úr sveigjanlegu efni úr málmblöndunni, sem hægt verður að rúlla upp líkt og blaði. Þetta eykur líkurnar á því til muna að hægt verði að framleiða tölvuskjái sem hægt verði að brjóta saman, stinga í jakkavasa og lesa til dæmis í strætisvagni á leið í vinnuna. Vísindamennirnir segja sömuleiðis að með sama efni verði hægt að búa til endurnýtanlegar pakkningar, lyklaborð fyrir tölvur sem hægt verði að rúlla upp og brjóta saman. Þá er horft til þess að málmblönduna megi nota til að búa til neyðarskýli, sem hægt sé að reisa við erfiðar aðstæður. Dr. Keith Seffen, yfirmaður verkefnisins, líkir plötunni við reglustiku. Þegar hún er beygð mikið myndast mikið álag á einstaka hluta hennar með þeim afleiðingum að hún brotnar. Málmblandan er hins vegar þeim eiginleikum gædd að álag málmplötunnar hennar breytist og því er hægt að beygja hana mikið og jafnvel brjóta saman. Ekkert hefur verið gefið upp um það hversu langt sé í að upprúllanlegur tölvuskjár líti dagsins ljós. Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hópur verkfræðinga við Cambridge-háskóla í Bretlandi hefur búið til sveigjanlegar og þunnar plötur úr málmblöndu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að búa til örþunnan tölvuskjá úr sveigjanlegu efni úr málmblöndunni, sem hægt verður að rúlla upp líkt og blaði. Þetta eykur líkurnar á því til muna að hægt verði að framleiða tölvuskjái sem hægt verði að brjóta saman, stinga í jakkavasa og lesa til dæmis í strætisvagni á leið í vinnuna. Vísindamennirnir segja sömuleiðis að með sama efni verði hægt að búa til endurnýtanlegar pakkningar, lyklaborð fyrir tölvur sem hægt verði að rúlla upp og brjóta saman. Þá er horft til þess að málmblönduna megi nota til að búa til neyðarskýli, sem hægt sé að reisa við erfiðar aðstæður. Dr. Keith Seffen, yfirmaður verkefnisins, líkir plötunni við reglustiku. Þegar hún er beygð mikið myndast mikið álag á einstaka hluta hennar með þeim afleiðingum að hún brotnar. Málmblandan er hins vegar þeim eiginleikum gædd að álag málmplötunnar hennar breytist og því er hægt að beygja hana mikið og jafnvel brjóta saman. Ekkert hefur verið gefið upp um það hversu langt sé í að upprúllanlegur tölvuskjár líti dagsins ljós.
Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira