Varnarmálastefna í vestur og austur 5. október 2006 07:15 Valgerður Sverrisdóttir Utanríkisráðherra. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi sögðu forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa „talað í vestur og austur“ í framsöguerindum sínum í þingumræðum um stöðuna í varnarmálum þjóðarinnar eftir brottför bandaríska varnarliðsins, sem fram fóru í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra hóf umræðuna með því að gera grein fyrir samningunum við Bandaríkjamenn, annars vegar um framhald varnarsamstarfs þjóðanna og hins vegar um skil Bandaríkjahers á landi og mannvirkjum. Að sögn Geirs teldi ríkisstjórnin að helstu samningsmarkmið Íslendinga hefðu náðst. Varnaráætlunin sem tekur við af fastri viðveru Bandaríkjahers hér á landi og byggir á „hreyfanlegum herstyrk“ sé „trúverðugar varnir“. Hann sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að staðið verði við áform um árlegar heræfingar hér á landi, einkum með þátttöku herþotna. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að niðurstaðan úr samningunum við Bandaríkjamenn væri „viðunandi“. Hún sagði Íslendinga hljóta að rækta áfram tengslin við Bandaríkin og viðhalda varnarsamningnum. En hún sagði einnig að „sem Evrópuþjóð hljótum við að fylgjast grannt með öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins“. Sú stefna sé í örri þróun og til lengri tíma litið „skyldi alls ekki útiloka að Ísland geti leitað samstarfs við ESB á sviði öryggismála“. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði áberandi að forsætis- og utanríkisráðherrann töluðu „annar í vestur, hinn í austur“ og vísaði þar til þess að Geir talaði eingöngu um mikilvægi áframhaldandi náins samstarfs við Bandaríkjamenn en Valgerður um að Íslendingar ættu líka að líta til Evrópusambandsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnaði því að í fyrsta sinn væri ekki ágreiningur um það á Alþingi að „svo friðvænlegt sé í okkar heimshluta að ekki sé þörf á bandarískum herafla í landinu“. Hún gagnrýndi hins vegar hvernig ríkisstjórnin hefði haldið á samningum við Bandaríkjamenn. Síðast í febrúar hafi forsætisráðherra haldið því fram að „sýnilegar varnir“ í formi fjögurra orrustuþotna Bandaríkjahers væri algjör lágmarksviðbúnaður. Núna léti hann eins og það hefði ekki verið neitt að marka þau orð hans. Ingibjörg, Steingrímur og fleiri fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig þá leynd sem hvíldi yfir varnaráætluninni sem koma á í staðinn fyrir varnarliðið. Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi sögðu forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa „talað í vestur og austur“ í framsöguerindum sínum í þingumræðum um stöðuna í varnarmálum þjóðarinnar eftir brottför bandaríska varnarliðsins, sem fram fóru í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra hóf umræðuna með því að gera grein fyrir samningunum við Bandaríkjamenn, annars vegar um framhald varnarsamstarfs þjóðanna og hins vegar um skil Bandaríkjahers á landi og mannvirkjum. Að sögn Geirs teldi ríkisstjórnin að helstu samningsmarkmið Íslendinga hefðu náðst. Varnaráætlunin sem tekur við af fastri viðveru Bandaríkjahers hér á landi og byggir á „hreyfanlegum herstyrk“ sé „trúverðugar varnir“. Hann sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á að staðið verði við áform um árlegar heræfingar hér á landi, einkum með þátttöku herþotna. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að niðurstaðan úr samningunum við Bandaríkjamenn væri „viðunandi“. Hún sagði Íslendinga hljóta að rækta áfram tengslin við Bandaríkin og viðhalda varnarsamningnum. En hún sagði einnig að „sem Evrópuþjóð hljótum við að fylgjast grannt með öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins“. Sú stefna sé í örri þróun og til lengri tíma litið „skyldi alls ekki útiloka að Ísland geti leitað samstarfs við ESB á sviði öryggismála“. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði áberandi að forsætis- og utanríkisráðherrann töluðu „annar í vestur, hinn í austur“ og vísaði þar til þess að Geir talaði eingöngu um mikilvægi áframhaldandi náins samstarfs við Bandaríkjamenn en Valgerður um að Íslendingar ættu líka að líta til Evrópusambandsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnaði því að í fyrsta sinn væri ekki ágreiningur um það á Alþingi að „svo friðvænlegt sé í okkar heimshluta að ekki sé þörf á bandarískum herafla í landinu“. Hún gagnrýndi hins vegar hvernig ríkisstjórnin hefði haldið á samningum við Bandaríkjamenn. Síðast í febrúar hafi forsætisráðherra haldið því fram að „sýnilegar varnir“ í formi fjögurra orrustuþotna Bandaríkjahers væri algjör lágmarksviðbúnaður. Núna léti hann eins og það hefði ekki verið neitt að marka þau orð hans. Ingibjörg, Steingrímur og fleiri fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu einnig þá leynd sem hvíldi yfir varnaráætluninni sem koma á í staðinn fyrir varnarliðið.
Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira