Tilteknar aðgerðir horfnar af spítölum 6. október 2006 06:45 Landspítalinn við Hringbraut Sértækar aðgerðir hafa í auknum mæli færst til einkasjúkrahúsa á undanförnum árum. Nær engar krossbandaaðgerðir á hné fara lengur fram á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. MYND/Stefán Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, segir það varhugaverða þróun að tilteknar aðgerðir skuli ekki lengur vera framkvæmdar innan veggja spítalanna. Ýmsar sértækar aðgerðir, hnéuppskurðir og aðgerðir á öxlum, séu nær eingöngu framkvæmdar á einkastofum. „Það er ekki heppilegt að ákveðin þjónusta hverfi algjörlega út af spítölunum, eins og hefur gerst. Spítalinn er háskólastofnun sem gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki við að samtvinna þjálfun starfsfólks og heilbrigðisþjónustu. Að því leytinu er það óeðlilegt að spítalinn hafi ekki aðstöðu til þess að byggja upp þekkingu við vissar aðgerðir sem aðeins er farið að bjóða upp á utan spítala. Í því samhengi get ég nefnt sérstaklega krossbandaaðgerðir á hné, sem fara nær eingöngu fram utan spítalans.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hún væri alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en frumvarp sem felur í sér styrkingu heimilda til aðkomu einkafélaga að heilbrigðisþjónustu verður lagt fram á Alþingi á næstunni. Ríkið hefur á undanförnum árum gert þjónustusamninga við einkafélög, sem taka að sér ákveðna þjónustu en hún er að stærstum hluta greidd af ríkinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur einkavætt heilbrigðiskerfi leiða ótvírætt til ójafnaðar. „Ég tel það algjört grundvallaratriði að tryggja að allir njóti jafns aðgangs að heilbrigðisþjónustu, án tillits til efnahags og stöðu í samfélaginu. Ég er því ekki fylgjandi einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðingin felur það í sér að einstaklingar greiði í auknum mæli með beinum hætti fyrir þjónustu sem boðið er upp á. Þetta er því ekki einungis spurningin um rekstur, heldur ekki síst um aðgang að þjónustunni og greiðslufyrirkomulag. Einkafélög geta hins vegar komið að ákveðnum rekstrarþáttum í heilbrigðiskerfinu.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir Sjálfstæðisflokkinn gæla við einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni. Hann hafnar slíkum hugmyndum algjörlega og bendir á heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum sem víti til varnaðar. „Það er alveg ljóst að hugur Sjálfstæðisflokksins stefnir í átt til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Við erum talsmenn algjörlega gagnstæðs sjónarmiðs. Reynslan af einkavæddu heilbrigðiskerfi er herfileg. Hvergi í heiminum er heilbrigðisþjónusta óskilvirkari og dýrari en í Bandaríkjunum, þar sem hún er að mestu einkarekin. Það er nauðsynlegt að forðast það eftir fremsta megni að fara með heilbrigðiskerfi í bandaríska átt, því það er langsamlega dýrasta og versta heilbrigðiskerfi í heiminum.“ Innlent Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, segir það varhugaverða þróun að tilteknar aðgerðir skuli ekki lengur vera framkvæmdar innan veggja spítalanna. Ýmsar sértækar aðgerðir, hnéuppskurðir og aðgerðir á öxlum, séu nær eingöngu framkvæmdar á einkastofum. „Það er ekki heppilegt að ákveðin þjónusta hverfi algjörlega út af spítölunum, eins og hefur gerst. Spítalinn er háskólastofnun sem gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki við að samtvinna þjálfun starfsfólks og heilbrigðisþjónustu. Að því leytinu er það óeðlilegt að spítalinn hafi ekki aðstöðu til þess að byggja upp þekkingu við vissar aðgerðir sem aðeins er farið að bjóða upp á utan spítala. Í því samhengi get ég nefnt sérstaklega krossbandaaðgerðir á hné, sem fara nær eingöngu fram utan spítalans.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hún væri alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en frumvarp sem felur í sér styrkingu heimilda til aðkomu einkafélaga að heilbrigðisþjónustu verður lagt fram á Alþingi á næstunni. Ríkið hefur á undanförnum árum gert þjónustusamninga við einkafélög, sem taka að sér ákveðna þjónustu en hún er að stærstum hluta greidd af ríkinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur einkavætt heilbrigðiskerfi leiða ótvírætt til ójafnaðar. „Ég tel það algjört grundvallaratriði að tryggja að allir njóti jafns aðgangs að heilbrigðisþjónustu, án tillits til efnahags og stöðu í samfélaginu. Ég er því ekki fylgjandi einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðingin felur það í sér að einstaklingar greiði í auknum mæli með beinum hætti fyrir þjónustu sem boðið er upp á. Þetta er því ekki einungis spurningin um rekstur, heldur ekki síst um aðgang að þjónustunni og greiðslufyrirkomulag. Einkafélög geta hins vegar komið að ákveðnum rekstrarþáttum í heilbrigðiskerfinu.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir Sjálfstæðisflokkinn gæla við einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni. Hann hafnar slíkum hugmyndum algjörlega og bendir á heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum sem víti til varnaðar. „Það er alveg ljóst að hugur Sjálfstæðisflokksins stefnir í átt til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Við erum talsmenn algjörlega gagnstæðs sjónarmiðs. Reynslan af einkavæddu heilbrigðiskerfi er herfileg. Hvergi í heiminum er heilbrigðisþjónusta óskilvirkari og dýrari en í Bandaríkjunum, þar sem hún er að mestu einkarekin. Það er nauðsynlegt að forðast það eftir fremsta megni að fara með heilbrigðiskerfi í bandaríska átt, því það er langsamlega dýrasta og versta heilbrigðiskerfi í heiminum.“
Innlent Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira