Ójöfnuðurinn hefur skaðað samfélagið 6. október 2006 06:15 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Segir ríkisstjórnina hafa verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði. MYND/Anton Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það óyggjandi staðreynd að ríkisstjórnin hafi á síðasta áratug stundað linnulausan hernað gegn jöfnuði. Í umræðum á Alþingi í gær sagði Ingibjörg Ísland hafa færst úr hópi ríkja þar sem mestur jöfnuður er, yfir í hóp þeirra þar sem minnstur jöfnuður ríkir. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna með 3-3,5 milljónir í árstekjur á sama tíma og hundruð fjölskyldna hefðu tugi milljóna í árstekjur. Skattbyrði hópanna væri misjöfn því tekjuhærri hópurinn hefði ríkulegar fjármagnstekjur sem bæru lægri skatt en aðrar tekjur. Ingibjörg sagði stöðugt vaxandi bil milli fátækra og ríkra hafa skaðað samfélagið. „Með auknum ójöfnuði eykst stéttaskipting í samfélaginu og þar með togstreita milli þjóðfélagshópa.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði mikla tekjuaukningu hafa orðið í samfélaginu, kaupmáttur hefði aukist um sextíu prósent á tíu árum og allir þjóðfélagshópar notið góðs af. Hann gaf lítið fyrir staðhæfingar um að stórkostleg gliðnun hefði orðið í tekjudreifingunni, þeir allra tekjuhæstu hefðu þó skotist framúr. „Ég fagna ef fólki gengur vel í viðskiptum og efnast og tel það ánægjulegt fyrir allt þjóðfélagið.“ Bætti hann við að reynt hefði verið að bæta kjör lægstu hópanna, til dæmis með hærri barnabótum og samkomulagi við eldri borgara. Þá verði úrbætur gerðar á vaxtabótakerfinu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagðist ætla að skipa starfshóp til að greina stöðu og ná utan um þá samfélagshópa sem hugsanlega búa við aðstæður sem hamla þátttöku í samfélaginu. Jafnframt ætli hann að skoða hvernig hægt verður að bæta stöðu barnafjölskyldna sem búa við lök kjör. Ögmundur Jónasson, vinstri grænum, sagði þá hafa hagnast mest sem fengið hefðu kvóta og banka á silfurfati frá stjórnvöldum. Hann sagði erfiðara að vera fátækur á Íslandi í dag en fyrir 10-15 árum. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði Ísland því miður ekki stéttlaust þjóðfélag og sumir ættu vart til hnífs og skeiðar. Kenndi hann skattastefnu ríkisstjórnarinnar um. Innlent Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það óyggjandi staðreynd að ríkisstjórnin hafi á síðasta áratug stundað linnulausan hernað gegn jöfnuði. Í umræðum á Alþingi í gær sagði Ingibjörg Ísland hafa færst úr hópi ríkja þar sem mestur jöfnuður er, yfir í hóp þeirra þar sem minnstur jöfnuður ríkir. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna með 3-3,5 milljónir í árstekjur á sama tíma og hundruð fjölskyldna hefðu tugi milljóna í árstekjur. Skattbyrði hópanna væri misjöfn því tekjuhærri hópurinn hefði ríkulegar fjármagnstekjur sem bæru lægri skatt en aðrar tekjur. Ingibjörg sagði stöðugt vaxandi bil milli fátækra og ríkra hafa skaðað samfélagið. „Með auknum ójöfnuði eykst stéttaskipting í samfélaginu og þar með togstreita milli þjóðfélagshópa.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði mikla tekjuaukningu hafa orðið í samfélaginu, kaupmáttur hefði aukist um sextíu prósent á tíu árum og allir þjóðfélagshópar notið góðs af. Hann gaf lítið fyrir staðhæfingar um að stórkostleg gliðnun hefði orðið í tekjudreifingunni, þeir allra tekjuhæstu hefðu þó skotist framúr. „Ég fagna ef fólki gengur vel í viðskiptum og efnast og tel það ánægjulegt fyrir allt þjóðfélagið.“ Bætti hann við að reynt hefði verið að bæta kjör lægstu hópanna, til dæmis með hærri barnabótum og samkomulagi við eldri borgara. Þá verði úrbætur gerðar á vaxtabótakerfinu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagðist ætla að skipa starfshóp til að greina stöðu og ná utan um þá samfélagshópa sem hugsanlega búa við aðstæður sem hamla þátttöku í samfélaginu. Jafnframt ætli hann að skoða hvernig hægt verður að bæta stöðu barnafjölskyldna sem búa við lök kjör. Ögmundur Jónasson, vinstri grænum, sagði þá hafa hagnast mest sem fengið hefðu kvóta og banka á silfurfati frá stjórnvöldum. Hann sagði erfiðara að vera fátækur á Íslandi í dag en fyrir 10-15 árum. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði Ísland því miður ekki stéttlaust þjóðfélag og sumir ættu vart til hnífs og skeiðar. Kenndi hann skattastefnu ríkisstjórnarinnar um.
Innlent Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira