Kvótakerfinu ekki um að kenna 7. október 2006 06:00 Þéttbýlismyndun hófst á Íslandi um 1890, að sögn Ásgeirs Jónssonar hagfræðings. „Þá hófust fólksflutningar úr sveit til ýmissa þéttbýlisstaða á landinu en þó vitanlega mest til Reykjavíkur en eftir stríð voru sveitarnar að mestu leyti tæmdar og fólksflutningar hófust frá smærri þéttbýlisstöðum til þeirra stærri, mest þó til höfuðborgarsvæðisins," segir hann. „Þéttbýlismynstrið hérlendis mótaðist að miklu leyti af þeirri staðreynd að nær allir flutningar fóru fram á sjó frá um 1880-1950. Á þessum tíma lá þjóðvegurinn yfir sjóinn og öll byggð þjappaðist við strandir og útnes sem lágu vel við skipaflutningum en landflutningar voru erfiðir og seinfærir," segir Ásgeir. „Þannig myndaðist þéttbýlisnet í kringum sjósamgöngurnar og sjávarbyggðirnar höfðu yfirburði yfir byggðir innar í landi. Það sést til dæmis vel á þeirri staðreynd að árið 1930 var auðveldara að fara frá Reykjavík til Ísafjarðar en til Selfoss því þangað lá enginn vegur, enda hófst þéttbýlismyndun mjög snemma á Vestfjörðum en ekki fyrr en eftir seinna stríð á Suðurlandi," bendir hann á. Þetta snerist hins vegar allt við eftir seinni heimsstyrjöldina þegar vegakerfið var byggt upp og landsmenn eignuðust bíla. „Við það færðist samgöngunetið inn á þjóðvegina og áður blómstrandi staðir eins og Ísfjörður stóðu höllum fæti í samanburði við önnur byggðarlög innar í landi er voru í betra vegasambandi við höfuðborgarsvæðið. Þessi afdrifaríka breyting á samgönguháttum er raunverulega ástæðan fyrir því af hverju sjávarbyggðum fór að hnigna, ekki kvótakerfið, eins og margir vilja halda fram enda hófst hnignunin mun fyrr en kvótakerfið varð að veruleika," segir Ásgeir. Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Þéttbýlismyndun hófst á Íslandi um 1890, að sögn Ásgeirs Jónssonar hagfræðings. „Þá hófust fólksflutningar úr sveit til ýmissa þéttbýlisstaða á landinu en þó vitanlega mest til Reykjavíkur en eftir stríð voru sveitarnar að mestu leyti tæmdar og fólksflutningar hófust frá smærri þéttbýlisstöðum til þeirra stærri, mest þó til höfuðborgarsvæðisins," segir hann. „Þéttbýlismynstrið hérlendis mótaðist að miklu leyti af þeirri staðreynd að nær allir flutningar fóru fram á sjó frá um 1880-1950. Á þessum tíma lá þjóðvegurinn yfir sjóinn og öll byggð þjappaðist við strandir og útnes sem lágu vel við skipaflutningum en landflutningar voru erfiðir og seinfærir," segir Ásgeir. „Þannig myndaðist þéttbýlisnet í kringum sjósamgöngurnar og sjávarbyggðirnar höfðu yfirburði yfir byggðir innar í landi. Það sést til dæmis vel á þeirri staðreynd að árið 1930 var auðveldara að fara frá Reykjavík til Ísafjarðar en til Selfoss því þangað lá enginn vegur, enda hófst þéttbýlismyndun mjög snemma á Vestfjörðum en ekki fyrr en eftir seinna stríð á Suðurlandi," bendir hann á. Þetta snerist hins vegar allt við eftir seinni heimsstyrjöldina þegar vegakerfið var byggt upp og landsmenn eignuðust bíla. „Við það færðist samgöngunetið inn á þjóðvegina og áður blómstrandi staðir eins og Ísfjörður stóðu höllum fæti í samanburði við önnur byggðarlög innar í landi er voru í betra vegasambandi við höfuðborgarsvæðið. Þessi afdrifaríka breyting á samgönguháttum er raunverulega ástæðan fyrir því af hverju sjávarbyggðum fór að hnigna, ekki kvótakerfið, eins og margir vilja halda fram enda hófst hnignunin mun fyrr en kvótakerfið varð að veruleika," segir Ásgeir.
Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira