Stjórnvöld ekki í stóriðju 7. október 2006 09:30 andri snær magnason, jón sigurðsson og illugi gunnarsson Húsfyllir var á fundinum sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir. Andri, Jón og Sigurður voru frummælendur og í lokin voru stuttar pallborðsumræður. MYND/GVA Tillögur auðlindanefndar sem snúa að gerð heildaráætlunar um nýtingu og vernd náttúruauðlinda á Íslandi verða kynntar í næstu viku, að því er kom fram í máli Jóns Sigurðssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fundi Samtaka iðnaðarins um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda, sem fram fór á fimmtudag. Frumvarp verður lagt fram í vetur sem byggir á þeirri vinnu sem fram fór í nefndinni og telur Jón líklegt að heildaráætlun um verndun og nýtingu auðlinda gæti legið fyrir árið 2009 eða 2010. Heildstæð nýtingar- og verndaráætlun sem alþingi fjallar um á nokkurra ára millibili og faglegt, gegnsætt valferli um umsóknir er það sem Jón sér fyrir sér sem meginstef framtíðarinnar. Á fundinum var mikið rætt um framkvæmdir í kringum álver og ítrekaði Jón að síðan árið 2003 hafi stjórnvöld dregið sig til baka sem þátttakendur. Þau verkefni sem nú eru helst á döfinni, við Húsavík, í Helguvík, og í Straumsvík, eru þannig á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytisins. Kárahnjúkavirkjun og það sem henni tengist er eitt það síðasta sem tilheyrir gamla kerfinu. Illugi Gunnarsson hagfræðingur sagði velflesta nú komna á þá skoðun að stjórnvöld eigi ekki að standa í stóriðjurekstri. Hann dró fram og tók dæmi um tengsl umhverfisverndar og frjáls markaðar, þar sem fyrirtæki sjá sér hag í því að höfða til aukinnar umhverfisvitundar almennings. Andri Snær Magnason rithöfundur sagði hvata til umhverfisverndar skorta þegar orka væri gerð of ódýr og auðvelt að nálgast hana. Andri Snær varaði einnig sérstaklega við stækkun álvera. Það verður alltaf þrýstingur í átt til hagkvæmni stærðarinnar eins og sjá má hjá álverinu í Straumsvík sem segir, annað hvort stækkum við eða förum. Andri Snær telur tvímælalaust að fyrirtæki vilji reisa álver hérlendis með það gagngert fyrir augum að stækka seinna meir. Og það mun skapast gríðarlegur pólitískur þrýstingur á auðlindir okkar þegar álver vilja stækka og heimamenn styðja við þær kröfur. Það er verið að búa til þróun sem leiðir ekki til sátta. Innlent Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Tillögur auðlindanefndar sem snúa að gerð heildaráætlunar um nýtingu og vernd náttúruauðlinda á Íslandi verða kynntar í næstu viku, að því er kom fram í máli Jóns Sigurðssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fundi Samtaka iðnaðarins um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda, sem fram fór á fimmtudag. Frumvarp verður lagt fram í vetur sem byggir á þeirri vinnu sem fram fór í nefndinni og telur Jón líklegt að heildaráætlun um verndun og nýtingu auðlinda gæti legið fyrir árið 2009 eða 2010. Heildstæð nýtingar- og verndaráætlun sem alþingi fjallar um á nokkurra ára millibili og faglegt, gegnsætt valferli um umsóknir er það sem Jón sér fyrir sér sem meginstef framtíðarinnar. Á fundinum var mikið rætt um framkvæmdir í kringum álver og ítrekaði Jón að síðan árið 2003 hafi stjórnvöld dregið sig til baka sem þátttakendur. Þau verkefni sem nú eru helst á döfinni, við Húsavík, í Helguvík, og í Straumsvík, eru þannig á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytisins. Kárahnjúkavirkjun og það sem henni tengist er eitt það síðasta sem tilheyrir gamla kerfinu. Illugi Gunnarsson hagfræðingur sagði velflesta nú komna á þá skoðun að stjórnvöld eigi ekki að standa í stóriðjurekstri. Hann dró fram og tók dæmi um tengsl umhverfisverndar og frjáls markaðar, þar sem fyrirtæki sjá sér hag í því að höfða til aukinnar umhverfisvitundar almennings. Andri Snær Magnason rithöfundur sagði hvata til umhverfisverndar skorta þegar orka væri gerð of ódýr og auðvelt að nálgast hana. Andri Snær varaði einnig sérstaklega við stækkun álvera. Það verður alltaf þrýstingur í átt til hagkvæmni stærðarinnar eins og sjá má hjá álverinu í Straumsvík sem segir, annað hvort stækkum við eða förum. Andri Snær telur tvímælalaust að fyrirtæki vilji reisa álver hérlendis með það gagngert fyrir augum að stækka seinna meir. Og það mun skapast gríðarlegur pólitískur þrýstingur á auðlindir okkar þegar álver vilja stækka og heimamenn styðja við þær kröfur. Það er verið að búa til þróun sem leiðir ekki til sátta.
Innlent Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira