Aðstandendur fá rangar upplýsingar 7. október 2006 07:00 Aðstandendur vistmanna á áfangastaðnum Ránargötu 12 eru afar óánægðir með aðferðir og upplýsingagjöf Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (SSR) vegna rannsóknar á meintu fjármálamisferli sem upp kom á staðnum í ágúst 2005. Í bréfi sem SSR sendi aðstandendum þann 23. mars 2006 stendur að aðstandendum og íbúum áfangastaðarins hefði verið kynntur alvarleiki málsins og að SSR muni leggja fram kæru eigi síðar en í maí á þessu ári. Aðstandandi sem Fréttablaðið ræddi við segir að honum hafi hvorki borist neinar upplýsingar um hversu umfangsmikið misferlið var né hvar málið væri statt í kerfinu í dag. Ljóst væri þó að kæra hefði enn ekki verið lögð fram. Hann segist margsinnis hafa lagt fram kvörtun til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins og síðast 18. september síðastliðinn. Fjórum dögum síðar hafi honum borist bréf frá SSR þar sem segir orðrétt að Rannsókn á meintu fjármálamisferli fyrrverandi forstöðumanns Áfangastaðarins Ránargötu 12 hefur verið til rannsóknar hjá Ríkisendurskoðun. Okkur barst greinargerð frá þeim þann 21. sept. sl.. Þegar það orðalag var borið undir Sigurð Þórðarson ríkisendurskoðanda sagði hann að ekki hefði farið fram nein eiginleg rannsókn á þessu máli né hafi nokkurri greinargerð með niðurstöðu í málinu verið skilað. Við vitum af þessu máli og það er í vinnslu á milli okkar og svæðisskrifstofunnar. En við erum ekkert búnir að ljúka því og höfum ekkert látið fara frá okkur um efnislega niðurstöðu. Þegar Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri SSR, var spurður um hvort málavextir hefðu verið kynntir aðstandendum vildi hann ekkert segja um það. Hann neitar því að misvísandi upplýsingar hafi verið veittar um stöðu málsins í fyrra bréfinu þrátt fyrir að í því segi að aðstandendum hafi verið tilkynnt um alvarleika málsins og að lögð yrði fram kæra í maí. Sömu sögu er að segja um fullyrðingar þess efnis að Ríkisendurskoðun hafi haft málið til rannsóknar og skilað þeim greinargerð eins og kom fram í síðara bréfinu. Hann segir það einfaldlega mismunandi hvaða skilning menn leggi í orð eins og greinargerð. Innlent Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Aðstandendur vistmanna á áfangastaðnum Ránargötu 12 eru afar óánægðir með aðferðir og upplýsingagjöf Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (SSR) vegna rannsóknar á meintu fjármálamisferli sem upp kom á staðnum í ágúst 2005. Í bréfi sem SSR sendi aðstandendum þann 23. mars 2006 stendur að aðstandendum og íbúum áfangastaðarins hefði verið kynntur alvarleiki málsins og að SSR muni leggja fram kæru eigi síðar en í maí á þessu ári. Aðstandandi sem Fréttablaðið ræddi við segir að honum hafi hvorki borist neinar upplýsingar um hversu umfangsmikið misferlið var né hvar málið væri statt í kerfinu í dag. Ljóst væri þó að kæra hefði enn ekki verið lögð fram. Hann segist margsinnis hafa lagt fram kvörtun til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins og síðast 18. september síðastliðinn. Fjórum dögum síðar hafi honum borist bréf frá SSR þar sem segir orðrétt að Rannsókn á meintu fjármálamisferli fyrrverandi forstöðumanns Áfangastaðarins Ránargötu 12 hefur verið til rannsóknar hjá Ríkisendurskoðun. Okkur barst greinargerð frá þeim þann 21. sept. sl.. Þegar það orðalag var borið undir Sigurð Þórðarson ríkisendurskoðanda sagði hann að ekki hefði farið fram nein eiginleg rannsókn á þessu máli né hafi nokkurri greinargerð með niðurstöðu í málinu verið skilað. Við vitum af þessu máli og það er í vinnslu á milli okkar og svæðisskrifstofunnar. En við erum ekkert búnir að ljúka því og höfum ekkert látið fara frá okkur um efnislega niðurstöðu. Þegar Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri SSR, var spurður um hvort málavextir hefðu verið kynntir aðstandendum vildi hann ekkert segja um það. Hann neitar því að misvísandi upplýsingar hafi verið veittar um stöðu málsins í fyrra bréfinu þrátt fyrir að í því segi að aðstandendum hafi verið tilkynnt um alvarleika málsins og að lögð yrði fram kæra í maí. Sömu sögu er að segja um fullyrðingar þess efnis að Ríkisendurskoðun hafi haft málið til rannsóknar og skilað þeim greinargerð eins og kom fram í síðara bréfinu. Hann segir það einfaldlega mismunandi hvaða skilning menn leggi í orð eins og greinargerð.
Innlent Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira