Lifrarbólgutilfellum fjölgar 7. október 2006 09:15 Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir segir ekki ásæðu til að óttast faraldur eins og varð á árunum 1989-1992. Rúmlega helmingur þeirra sem greinst hafa með lifrarbólgu B hér á landi eru innflytjendur, en lifrarbólgutilfellum hefur fjölgað á undanförnum árum. Aukning lifrarbólgutilfella endurspeglar því fjölgun innflytjenda. Þetta segir Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir. Hann byggir orð sín á nýrri rannsókn um lifrarbólgu meðal innflytjenda sem hingað koma frá löndum utan EES svæðisins. Unnið var upp úr athugunum á blóðsýnum 2946 einstaklinga frá árunum 2000-2002. Af þeim voru 83 smitaðir af lifrabólgu B, þar af þrjú börn. Í ljósi þessara niðurstaða segir hann mikilvægt að halda skimun fyrir lifrarbólgu B áfram meðal þessa hóps. Hlutfall innflytjenda hafi þó verið mun minna þegar kom að greiningu á lifrarbólgu C en þeir voru einn tíundi þeirra sjúklinga sem greindust og var þeirri skimun því hætt árið 2003. „Það er alltaf verið að endurmeta hvað sé skynsamlegt í þessum málum. Ég tel að ef eitthvað er hægt að gera í málunum eins og er í tilfelli þeirra sem eru með lifrarbólgu B sé nauðsynlegt halda skimun áfram. Það þjónar hag þeirra sem greinast, mökum þeirra og börnum sem og samfélagsins í heild. Við lifrarbólgu C er aftur á móti lítið hægt að gera og því lítill tilgangur í að að skima eftir þeirri veiru,“ segir Haraldur. Í nýjasta tímariti Læknablaðsins er fjallað um rannsóknina. Í greininni kemur einnig fram að lifrarbólga B og C eru mikið heilsufarsvandamál í heiminum. Algengi hennar sé þó mjög mismunandi eftir landsvæðum. Hér á landi gekk lifrarbólga B í faraldri á árunum 1989-92. Haraldur segir þá aukningu sem nú er ekki gefa tilefni til að óttast að slíkur faraldur endurtaki sig. Sú fjölgun sem þá hafi orðið hafi einkum verið meðal sprautufíkla, en sjaldgæft er að innflytjendur sem hingað koma eigi við slíkan vanda að stríða. Innlent Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Sjá meira
Rúmlega helmingur þeirra sem greinst hafa með lifrarbólgu B hér á landi eru innflytjendur, en lifrarbólgutilfellum hefur fjölgað á undanförnum árum. Aukning lifrarbólgutilfella endurspeglar því fjölgun innflytjenda. Þetta segir Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir. Hann byggir orð sín á nýrri rannsókn um lifrarbólgu meðal innflytjenda sem hingað koma frá löndum utan EES svæðisins. Unnið var upp úr athugunum á blóðsýnum 2946 einstaklinga frá árunum 2000-2002. Af þeim voru 83 smitaðir af lifrabólgu B, þar af þrjú börn. Í ljósi þessara niðurstaða segir hann mikilvægt að halda skimun fyrir lifrarbólgu B áfram meðal þessa hóps. Hlutfall innflytjenda hafi þó verið mun minna þegar kom að greiningu á lifrarbólgu C en þeir voru einn tíundi þeirra sjúklinga sem greindust og var þeirri skimun því hætt árið 2003. „Það er alltaf verið að endurmeta hvað sé skynsamlegt í þessum málum. Ég tel að ef eitthvað er hægt að gera í málunum eins og er í tilfelli þeirra sem eru með lifrarbólgu B sé nauðsynlegt halda skimun áfram. Það þjónar hag þeirra sem greinast, mökum þeirra og börnum sem og samfélagsins í heild. Við lifrarbólgu C er aftur á móti lítið hægt að gera og því lítill tilgangur í að að skima eftir þeirri veiru,“ segir Haraldur. Í nýjasta tímariti Læknablaðsins er fjallað um rannsóknina. Í greininni kemur einnig fram að lifrarbólga B og C eru mikið heilsufarsvandamál í heiminum. Algengi hennar sé þó mjög mismunandi eftir landsvæðum. Hér á landi gekk lifrarbólga B í faraldri á árunum 1989-92. Haraldur segir þá aukningu sem nú er ekki gefa tilefni til að óttast að slíkur faraldur endurtaki sig. Sú fjölgun sem þá hafi orðið hafi einkum verið meðal sprautufíkla, en sjaldgæft er að innflytjendur sem hingað koma eigi við slíkan vanda að stríða.
Innlent Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Sjá meira